Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 4

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 4
4 Heimsþing í Indianapolis Heimsþing Kiwanis International fór fram í Indi- anapolis dagana 19-23 júní sl. Í þeirri ágætu borg hefur KI aðalstöðvar sínar. Að þessu sinni sóttu þingið rúmlega 7 þúsund manns en fulltrúar voru tæplega 5 þús. Þetta er verri aðsókn en alla jafna og skýrist að nokkru af því að bandaríkja- menn ferðast ekki jafnmikið og þeir gerðu áður en hryðjuverkin áttu sér stað 11.september. Einnig voru mun færri þátttakendur frá Asíu og var helsta ástæða þess hin skæða inflúensa sem geysað hafði þar um slóðir. Ásamt mér sóttu þingið Valdimar umdæmisstjóri og kona hans Arndís, og Sigur- geir kjör-umdæmisstjóri og kona hans Erla. Það var heitt þessa daga í Indy eins og borgin er gjarna kölluð og sólin skein alla daga en önnum kafnir kiwan- ismenn á heimsþingi eru mest með hugann við fundi og námskeið. Þó er vert að geta þess að ýmiss konar ferðir eru í boði fyrir þá sem sækja þingið ,bæði fulltrúa og maka þeirra, en einnig er í boði ýmiss konar afþreying fyrir börn sem gjarna fylgja foreldrum sínum eða afa og ömmu á slík þing. Indiana er í dag orðin býsna falleg borg og ýmislegt að sjá ss. dýra- garður, athyglisverð söfn, kappakstursbrautin sem heimsfræg er og ekki má gleyma fjölmörgum glæsileg- um verslunum. Ég kom fyrst til Indianapolis árið 1988 og hef komið þar nokkrum sinn- um síðan og verð að segja að borgin hefur tekið stakka- skiptum. Heimsþing eru og hafa jafnan verið skemmtilegar samkomur. Jafnvel þótt ekki hafi verið „nema“ svo fáir þátttakendur er samt alla jafna glatt á hjalla og tölu- verður handagangur í öskj- unni. Það er lítill vandi að komast í samband við fólk og fyrr en varir er maður kom- inn á kaf í viðræður við fólk sem maður hefur aldrei hitt áður en það er eins og kiwan- isandinn geri menn að vinum á stuttri stund. Sögur eru sagðar af sigrum og ósigrum, vel heppnuðum verkefnum og mistökum en gleðin er ávallt í farteskinu. Bregði maður sé á lagerinn og skoði kiwanisvörur er maður óðar kominn í samræður um hvað þetta séu nú skemmilegir kiwanisbolir og þetta og hitt sé sniðugt og maður er áður en maður veit af, búinn að fylla körfuna af einhverju sem maður ætlaði ekkert að kaupa. Að þessu sinni voru mörg fyrirtæki með sölubása og fær hreyfingin ákveðna þóknun fyrir, og kenndi mar- gra grasa, t.d. voru þar skart- gripir, fatnaður skreytinga- vörur af ýmsu tagi ,pottar og pönnur ásamt verkfærum. Einnig eru ýmsar deildir KI með bása svo sem KI founda- tion. Allt skapar þetta fjöl- breytni og samskipti milli fólks. Margir fyrirlestrar og nám- skeið eru í boði og flest er vel sótt. Helst vil ég nefna ráð- stefnu um málefni barna og hvernig við sem hreyfing get- um betur gert. Opnunar- kvöldið er glæsilegt og skemmtiatriðin góð en prógrammið fulllangt. Eitt kvöldið er „Superstar show“ og þá er gjarna fenginn ein- hver frægur skemmtikraftur sem a.m.k. er þekktur í USA. En nú þekktu flestir gestinn. Bill Cosby sýndi okkur á fyndinn og skemmtilegan hátt samskipti eiginmanns og eiginkonu þar sem eiginmað- urinn reynir að láta sem minnst fyrir sér fara í sófan- um, en kemst auðvitað ekki upp með neitt múður. Einnig var Crystal Gail „country“ söngkona með frábærri hljómsveit sinni í miklu stuði. Aðalmál slíkrar ferðar er þrátt fyrir allt þátttaka í þing- fundum , auk funda til undir- búnings fyrir verðandi emb- ættismenn, og samfunda starfandi umdæmisstjóra og kjörumdæmisstjóra með sín- um heimsforseta. Þar eru lagðar línur fyrir komandi starfsár og fólk brýnt til nýrra verka og betri. Að þessu sinni voru ekki margar lagabreytingar á dag- skrá þingsins en tillaga um hækkun gjalda til KI um 15 dollara var borin fram af heimsstjórn og samþykkt. Mikil umræða hafði auðvitað farið fram um þessa tillögu og er hún tengd miklum breytingum sem nú þegar hafa litið dagsins ljós sumar, en aðrar eru á dagskrá. Þessi þörf fyrir hækkun er jafnframt tilkomin vegna mikils taps KI á langtímafjár- festingum en slíkum „fyrir- tækjum“ er nauðsynlegt að eiga varasjóð sem oftast eru varðveittir í hluta-og skulda- bréfum en þar hefur ávöxtun dregist saman eins og kunn- ugt er. En megin ástæðan er „Veg- ferð til framtíðar“ áætlun sem Eyjólfur Sigurðsson hef- ur kynnt og að mestu samið. Áætlunin gerir ráð fyrir nýrri útrás kiwanishreyfingarinnar og nýjum starfsháttum sem taka til fjölmargra atriða í vinnubrögðum, áætlanagerð, kynningar- og fræðslumálum og fjölmörgum öðrum þátt- um. Þar sem Eyjólfur kemur í heimsókn til okkar á um- dæmisþingið eftirlæt ég hon- um að gera grein fyrir málinu í smáatriðum en verð þó að geta þess að framganga hans á þessu þingi var honum til mikils sóma og ljóst er að þar situr maður við stjórnvölinn sem kiwanisfélagar treysta og það var greinilegt að starfsfólk á skrifstofu KI hef- ur nú fengið endurnýjað traust og löngun til starfa en nokkurrar stöðnunar var far- ið að gæta þar vestra. Ég verð þó að geta um viðbóta- tillögu sem stjórnin lagði fram og á eftir að skipta miklu máli um vöxt hreyfing- arinnar. Tillagan gerir ráð fyrir að í löndum þar sem þjóðartekjur eru undir 5 þús. $ greiði félagar aðeins 18 $ og þar sem þjóðartekjur eru á milli 5 og 10 þús. $ greiði fé- lagar 27 $. Staðreynd er að í fjölmörgum löndum austur Evrópu, Asíu, svo og suður Ameríku er tekjur fólks enn mjög lágar, en mikil nauðsyn Kampakátir félagarnir að kynna hjálmaverkefnið í kynningarbás íslenska Umdæmisins á heimsþingi.

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.