Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 16

Kiwanisfréttir - 01.08.2003, Blaðsíða 16
16 Flogið var til Prag 28.maí og ekið þaðan til Hluboka og gist þar á góðu hóteli - Hótel Stekl. Daginn eftir var farið til Budejovice og skoðað barnaheimili sem Umdæmið Ísland - Færeyjar styrkti á síðasta ári, þegar flóðin miklu sem urðu þar, eyðilögðu mikið af húsum og búnaði heimilisins. Þar tóku á móti okkur kiwanisfélagi, Marie Kubsová og er hún úr klúbbnum í Budjeovice. Marie vinnur sem þroska- þjálfi á heimilinu. Hún ásamt forstöðukonunni sýndi okk- ur heimilið sem allt var hið fallegasta. Ótrúlegt var að sjá á myndum hvað uppbygging- in hefur verið góð eftir flóð- in. Þetta barnaheimili er fyrir börn með mismunandi fötl- un, en heimilið þjónustar skóla og önnur heimili í ná- grenninu. Við Íslendingarnir komum færandi hendi með gjafir til barnanna og vakti það ánægju, en börnin áttu að fá gjafirnar á komandi Barna- degi, sem er hátíðisdagur allra barna í Tékklandi. Þetta var skemmtileg heimsókn og áhrifarík fyrir okkur og Tékkana. Greinilegt var að þarna er unnið gott og óeigingjarnt starf. Þingið hófst föstudaginn 29. maí Setningin var um kvöldið í Kastalagarðinum. Þetta var skemmtileg og líf- leg athöfn með ræðuhöldum, lúðrablæstri, söng og dansi. Þingið hélt síðan áfram á laugardeginum og um kvöld- ið var tilkomumikil garð- veisla skemmtiatriðum og dansi, sem lauk síðan um miðnætti með flugeldasýn- ingu. Þetta þing var Tékkum til sóma. Haldið var upp í Tartafjöll- in á sunnudeginum þegar búið var að ganga frá þing- störfum. Þar var dvalið í ynd- islegu og skemmtilegu um- hverfi í sex daga. Ekið var til flugvallarins í Ostrava þar sem Þórir Garð- arsson og Þórunn Einarsdótt- ir tóku á móti okkur. Þau sýndu okkur fyrirhugaðar framkvæmdir við Flugvið- haldsstöð sem þau eru að byggja þar. Á Imperialhótelinu í Ostrava tóku á móti okkur konur úr Ostravaklúbbnum. Áttum við þar ánægjulega stund með þeim og skipst var á fánum. Í Hradick var gist þrjár í nætur og næsta umhverfi skoðað svo sem Tatrasafnið og Stranberg sem er fallegur og sérstæður bær á þessum slóðum. Haldið var til Prag flogið þaðan heim um Kaupmanna- höfn. Með okkur var íslenskur fararstjóri, Auður Loftsdóttir, að ógleymdum bílstjóranum Karel. Ferðanefndin þakkar þess- um fimmtíu og eina ferðafé- laga frábæra samfylgd til Tékklands og Slóvakíu. Björn Baldvinsson Bjarni Magnússon Föstudagur 29. ágúst 2003 08:30 - 16:00 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 09:00 - 12:00 Fræðsla forseta 09:00 - 12:00 Fræðsla féhirða 09:00 - 12:00 Fræðsla ritara 09:30 - 11:00 Umdæmisstjórnarfundur 12:00 - 13:00 Hádegishlé 13:00 - 14:00 Ársfundur Tryggingasjóðs 13:30 - 14:45 Kynning á fjárhagsáætlun og K-dagurinn 13:30 - 14:45 Umræðuhópur B: Stefnumótun 15:15 - 16:45 Næsta starfsár. Fundur kjörumdæmisstjóra með verðandi svæðisstjórum, forsetum, riturum, féhirðum og nefndarformönnum næsta starfsárs. 20:30 - 21:30 Setningarathöfn í Laugarneskirkju 21:45 - 24:00 Opið hús í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11 Laugardagur 30. ágúst 2003 08:30 Afhending þinggagna og sala miða á lokahóf 09:00 Þingfundi framhaldið. Skýrslur umdæmisstjóra, ritara og svæðisstjóra. Umræður um skýrslu. Milliupgjör 2002 - 2003. Umræður um reikninga. Fjárhagsáætlun 2003 - 2004. Reikningar 2001 - 2002. Lagabreytingar 10:30 - 12:00 Gönguferð um Laugardalinn fyrir maka þingfulltrúa og gesti 12:00 - 13:00 Hádegisverður 13.00 Kynning á frambjoðendum til kjörumdæmisstjóra 2004 - 2005. Kosningar. Ávörp erlendra gesta Niðurstöður umræðuhóps frá föstudeginum Niðurstaða kosninga. Staðfesting á stjórn 2003 - 2004. Kosning skoðunarmanna reikninga 15:00 Önnur mál 16:00 Þingfundi frestað 19:00 - 03:00 Lokahóf - Borðhald hefst kl. 20:00 Hátíðarkvöldverður, hefðbundin dagskrá, skemmtiatriði, þingslit Dansleikur. Dagskrá 33. umdæmisþings Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar Haldið í Reykjavík 29. -31. ágúst 2003 Kiwanisumdæmið Ísland - Færeyjar Ferð Kiwanismanna á Evrópuþing til Tékklands 30.-31. maí 2003

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.