Fréttablaðið - 23.08.2018, Qupperneq 2
Veður
Dálítil rigning eða skúrir um norðan-
vert landið í dag en skýjað með
köflum og úrkomulítið sunnan til.
Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi.
sjá síðu 22
Skólar að fara á fullt
Það styttist óðum í að börn landsins setjist á skólabekk á ný. Sem fyrr eru um tíu prósent nemenda að fara í skóla í fyrsta sinn og fyrir mörgum er
stökkið úr leikskóla yfir í grunnskóla nokkuð stórt. Þessi mynd er frá skólasetningu í Laugarnesskóla en hún var í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nýjar vörur frá geoSilica
Kísill Íslenskt kísilsteinefni
Recover Fyrir vöðva og taugar
Renew Fyrir húð, hár og neglur
Repair Fyrir bein og liði
Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum,
Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica.
Nánari upplýsingar má fi nna á www.geosilica.is
menning Alþjóðlega kvikmyndahá-
tíðin RIFF verður haldin í 15. sinn
dagana 27. september til 7. október.
Þemað í ár eru Eystrasaltslöndin og
verður heiðursgestur hátíðarinnar í
ár leikstjórinn Jonas Mekas frá Lit-
háen.
„Eystrasaltslöndin halda upp á
100 ára sjálfstæðisafmæli sitt í ár og
er það hluti af ástæðunni fyrir því að
þau urðu fyrir valinu í ár, en þema
hátíðarinnar er alltaf eitthvert land.
Kvikmyndagerð á þessum slóðum
hefur ef til vill ekki verið sinnt nóg
en þau hafa þó verið að gera góða
hluti,“ segir Börkur Gunnarsson,
kynningarstjóri RIFF.
„Við fáum til okkar þekktar
kanónur úr kvikmyndagerð og þar á
meðal Jonas Mekas sem hefur verið
kallaður guðfaðir framúrstefnuk-
vikmyndagerðar. Hann var aðal-
töffarinn á sínum tíma og voru til
dæmis bestu vinir hans Andy War-
hol, John Lennon og Yoko Ono og
einnig Salvador Dali. Hann var einn
af þessum sem stunduðu Studio 54.“
Mekas flúði heimaland sitt í
seinni heimsstyrjöldinni og eftir
langt ferðalag endaði hann í Banda-
ríkjunum, tæplega tvítugur. „Hann
keypti sína fyrstu vél árið 1949, 16
mm vél. Það var enginn að gera neitt
annað en línulega sögu á þessum
tíma og reyna að komast í Holly-
wood. Hann fór hins vegar að gera
avant-garde myndir og heillaði
meðal annars Warhol og fleiri. Hann
verður svo ákveðin hetja í þessum
hópi listamanna og fara þeir að
drekka saman og skapa eitthvað á
meðan,“ segir Börkur og hlær. „Það
verður áhugavert að fá hann hingað
til landsins.“
Mekas hefur marga fjöruna sopið
enda 95 ára gamall á árinu. Ferill
hans hefur verið viðburðaríkur
og eru myndir hans margvíslegar.
Hann er þó líklega þekktastur fyrir
að gera svokallaðar „dagbókar-
myndir“ sem samanstanda af mynd-
skeiðum úr hversdagslífi hans. Þá
gerði Mekas myndina Andvökunæt-
ur sem kom út 2011 þar sem Björk
Guðmundsdóttir fór með hlutverk
en myndin er innblásin af sögunni
um 1001 nótt.
Einnig kemur hingað ti l
lands leikstjórinn og handritshöf-
undurinn Laila Pakalnina. Hún er
fædd í Lettlandi og hefur fyrst og
fremst einblínt á heimildarmynda-
formið. „Pakalnina er ofboðslega
vandaður leikstjóri og hefur alveg
sérstakt lag á að segja stórar og
margræðar sögur.“
RIFF fer alfarið fram í Bíói Paradís
í ár. „Það er fínt því þarna erum við
á sama stað allan tímann og margir
salir í notkun í einu,“ segir Börkur.
Miðasala á klippikortum og há-
tíðar pössum er hafin á riff.is en form-
leg miðasala hefst í byrjun septem-
ber. gunnthorunn@frettabladid.is
Heiðursgestur RIFF
stundaði Studio 54
Litháíski leikstjórinn Jonas Mekas verður heiðursgestur RIFF í ár. Mekas er 95
ára gamall og talinn guðfaðir framúrstefnukvikmynda. Þemað á hátíðinni í ár
eru Eystrasaltslöndin. Miðasala á hátíðina hefst formlega í byrjun september.
Jonas Mekas leikstjóri mætir sprækur til leiks á RIFF í ár. NoRdIcPhoToS/GeTTY
Það verður áhuga-
vert að fá hann
hingað til landsins.
Börkur Gunnarsson, kynningarstjóri
RIFF
umHVeRFi Umhverfisstofnun hefur
falið Rannsóknarsetri Háskóla
Íslands á Suðurnesjum að rannsaka
umfang örplastmengunar í kræk-
lingi. Er þetta áfangi í því að leggja
grunn að frekari rannsóknum á
örplasti í hafinu og lífríki þess að því
segir í frétt á heimasíðu Umhverfis-
stofnunar.
Sýnatökur hófust í sumar en þeim
mun ljúka um miðjan næsta mánuð.
Notast verður við greiningar-
aðferðir úr norskri rannsókn sem
gerð var á síðasta ári. Plastagnir
verða flokkaðar eftir stærð í annars
vegar örplast og hins vegar stærri
plastagnir.
Niðurstöður rannsóknarinnar
eru væntanlegar fyrir árslok. Þær
verða bornar saman við niður-
stöður annarra landa sem beitt hafa
sambærilegum aðferðum varðandi
skelfisk. – sar
Rannsaka
örplastmengun
í kræklingi
HAFnARFjÖRðuR Læti urðu á bæjar-
stjórnarfundi í Hafnarfirði í gær-
kvöldi eftir að bæjarstjóri upplýsti
að 100 milljónir hefðu þegar verið
greiddar til efniskaupa fyrir nýtt
knatthús FH. Fulltrúar minnihlutans
segja að greiðslurnar hafi verið innt-
ar af hendi í heimildarleysi en bæjar-
stjórinn segir málið tilefnislaust.
Guðlaug Svala Steinunnar Krist-
jánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans,
ritaði á Facebook í gær að hún
hefði fengið staðfest að bæjarstjóri
hafi greitt milljónirnar hundrað úr
bæjarsjóði án þess að viðaukatillaga
við fjárhagsáætlun hafi verið sam-
þykkt. Adda María Jóhannsdóttir,
bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar,
staðfesti frásögn Guðlaugar í sam-
tali við Fréttablaðið í gær og sagði
stöðuna vægast sagt sérstaka.
Bæjarstjórinn, Rósa Guðbjarts-
dóttir úr Sjálfstæðisflokki, segir hins
vegar að útgjöldin hafi þegar verið
samþykkt í fjárhagsáætlun fyrir
árið 2018. Aðeins hafi verið breytt
um aðferð, það er að farið hafi verið
í eignaskipti á knatthúsum í stað
þess að bærinn myndi byggja slíkt.
Atvikið á fundinum í gær hafi verið
uppþot og bendir Rósa á að Guðlaug
hafi samþykkt áætlunina í fyrra.
„Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar-
bæjar fyrir árið 2018 voru 200
milljónir króna áætlaðar til upp-
byggingar knattspyrnuaðstöðu á
Kaplakrika,“ segir í bókun meiri-
hlutans um málið.
Afgreiðsla umrædds viðauka
hefur verið kærð af minnihlutanum,
sem telur pott brotinn í ferlinu, til
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytisins. – jóe
Telja greiðslur
heimildarlausar
Fyrsta skóflustungan var tekin um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/STeFÁN
2 3 . á g ú s t 2 0 1 8 F i m m t u D A g u R2 F R é t t i R ∙ F R é t t A B L A ð i ð
2
3
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
A
1
-0
2
C
4
2
0
A
1
-0
1
8
8
2
0
A
1
-0
0
4
C
2
0
A
0
-F
F
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K