Fréttablaðið - 28.08.2018, Side 1

Fréttablaðið - 28.08.2018, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 0 2 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 8 . á g ú s t 2 0 1 8 Ókeypis kynningartími 5. september Ármúli 11, 3. hæð Skráning á dale.is/ungtfolk eða í síma 555 7080 Fjárfestu í framtíðinni H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Fréttablaðið í dag sKOðun Bæta þarf stöðu inn­ flytjenda, skrifar Guðjón S. Brjánsson. 10 spOrt Finnur Orri braut loksins ísinn í 199. leiknum. 12 tÍMaMót Leiðsögn um sögusýn­ ingu Landsbókasafns Íslands. 14 „Þetta er þannig séð á áætlun,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar Colas, um framvindu gerðar Vaðlaheiðarganga. ÍAV er verktaki ganganna en Hlaðbær sér um útlagningu. Leki er í göngunum og nokkuð hlýtt er þar inni enda hluti vatnsins heitur. Sigþór telur að allt smelli á réttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Fleiri myndir úr Vaðlaheiðargöngunum er að finna á Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLús viðsKipti „Það hefur verið slegist um hvert eintak, sem er jákvætt, en ég held að þetta fari að detta í eðli­ legra horf á næsta ári,“ segir Brynjar E. Óskarsson, vörumerkjastjóri Nissan hjá bílaumboðinu BL. Mikil bið er nú eftir Nissan Leaf rafbílum. Verðandi rafbílaeigendur sem pöntuðu bíl í apríl hafa nú nokkrir fengið upplýsingar um seinkun fram í nóvember. Margir eru skiljanlega svekktir yfir langri bið og töfum sem orðið hafa. „Ef þú ætlar að panta bíl hjá okkur núna er 6–7 mánaða bið,“ segir Brynjar. Íslenski markaðurinn sé hins vegar ágætlega settur. „Ísland er þrátt fyrir þetta framar­ lega í magni sem við fáum, mark­ aðir eins og Írland eru að fá svipað marga bíla og við,“ segir Brynjar. – smj / sjá síðu 6 Mikil bið eftir Leaf-rafbílum lÍfið Fréttablaðið gluggar í þunga­ rokkssumarið mikla á Íslandi. 20 plús 2 sérblöð l fólK l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Guns n roses viðsKipti Björgólfur Jóhannsson sagði í gær upp sem forstjóri Ice­ landair Group og Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, hefur tekið tímabundið við starfi forstjóra. Samkvæmt uppfærðri afkomuspá frá í gær mun afkoma ársins hjá Icelandair verða lægri en gert var ráð fyrir. Áætlað er að EBITDA ársins 2018, það er afkoma áður en tekið hefur verið tillit til vaxtatekna, skatt­ greiðslna og afskrifta, verði á bilinu 80­100 milljónir Bandaríkjadala. Upphaflegar spár gerðu ráð fyrir að upphæðin kæmi til með að nema 170­190 milljónum dala. Því er um tæplega helmings lækkun að ræða. „Lækkun afkomuspárinnar skýrist fyrst og fremst af því að tekjur verða lægri en áður hafði verið gert ráð fyrir. Fyrir því eru einkum tvær ástæður,“ er haft eftir Björgólfi í tilkynningu sem send var Kauphöllinni í gærkvöldi. „Í fyrsta lagi gerðum við enn ráð fyrir því við gerð seinustu afkomu­ spár að meðalfargjöld á seinustu mánuðum ársins myndu hækka, meðal annars í takt við kostnaðar­ hækkanir flugfélaga. Við teljum nú að þessar hækkanir muni skila sér síðar, það er ekki fyrr en á árinu 2019,“ útskýrir Björgólfur þróunina. Forstjórinn fráfarandi segir að inn­ leiðing breytinga í byrjun sumars 2017 á sölu­ og markaðsstarfi félags­ ins hafi ekki gengið nægilega vel. Auk þess hafi verið gerðar breytingar á leiðakerfinu í byrjun þessa árs sem valdið hafi misvægi á milli framboðs á flugi til Evrópu annars vegar og Norður­Ameríku hins vegar. „Vegna þessa hafa spálíkön, sem meðal annars byggja á sögulegri þróun, ekki virkað sem skyldi og er uppfærð tekjuspá lægri en fyrri spá gerði ráð fyrir,“ segir Björgólfur. Þá segir Björgólfur að félagið hafi eftir uppgjör annars ársfjórðungs gripið til aðgerða til að bregðast við þessari þróun. Árangur af því sé farinn að skila sér en það muni taka mánuði að sjá áhrif í afkomu félagsins. „Þær ákvarðanir sem lýst er hér að ofan eru teknar á minni vakt. Það er ljóst að þær hafa valdið félaginu fjár­ hagslegu tjóni á þessu ári. Ég ber sem forstjóri félagsins ábyrgð gagnvart stjórn og hluthöfum,“ er haft eftir Björgólfi sem kveðst hafa óskað eftir því í gær að hætta sem forstjóri. Það sé ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. „Þá ábyrgð tel ég rétt að axla.“ Í tilkynningunni er haft eftir Úlfari Steindórssyni, formanni stjórnar Icelandair Group, að það lýsi persónu Björgólfs vel að axla ábyrgð þegar betur hefði mátt gera. „Að beiðni stjórnar mun Björgólfur vera stjórn og stjórnendum til ráðgjafar.“ „Næstu skref eru að halda áfram með mínum samstarfsmönnum og samstjórnendum að breyta áherslum í markaðsstarfi og að ná vopnum okkar og laga misræmið í leiðakerfinu. Þar liggur fókusinn á næstunni og með því ætlum við að bæta afkomu félagsins,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Ice­ landair. Aðspurður segir hann engar aðrar breytingar fyrirhugaðar í stjórn­ endahóp félagsins. „Í hreinskilni sagt veit ég ekki hve lengi ég mun gegna þessu starfi. Það verður farið í það á næstunni að finna framtíðarforstjóra,“ segir Bogi. – gar, jóe Tekur ábyrgð á slöku gengi hjá Icelandair Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segist axla ábyrgð á ákvörðunum sem valdið hafi Icelandair tjóni og hefur sagt upp. Fjármálastjórinn tekur við sem forstjóri og boðar breyttar áherslur. Næstu skref eru að halda áfram með mínum samstarfsmönnum og samstjórnendum að breyta áherslum í markaðsstarfi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair 2 8 -0 8 -2 0 1 8 0 5 :1 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 A B -0 9 0 8 2 0 A B -0 7 C C 2 0 A B -0 6 9 0 2 0 A B -0 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.