Fréttablaðið - 28.08.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
ALFA ROMEO GIULIETTA
FRUMSÝNING LAUGARDAGINN
1. SEPTEMBER KL. 12-16.
ALFA ROMEO FRUMSÝNING
UMBOÐSAÐILI ALFA ROMEO Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
alfaromeo.is
DÓMSMÁL Landsréttur staðfesti í
liðinni viku kyrrsetningu á eignum
meðlima Sigur Rósar, þeirra Jóns
Þórs Birgissonar, Georgs Holm og
Orra Páls Dýrasonar. Úrskurðirnir
þrír voru birtir í gær.
Sagt var frá því í Fréttablaðinu í
mars að sýslumaðurinn í Reykjavík
hefði í desember síðastliðnum fall-
ist á kyrrsetningarkröfu Tollstjóra.
Ástæðan eru meint skattalagabrot
tónlistarmannanna. Þremenning-
arnir reyndu að fá kyrrsetningunni
hnekkt í héraði en kröfu þeirra var
hafnað. Niðurstaða héraðsdóms var
kærð til Landsréttar sem staðfesti
hana. Í úrskurði Landsréttar segir
að fyrir liggi rökstuddur grunur um
að mennirnir hafi brotið gegn lögum
um tekjuskatt og hegningarlögum.
Talin var hætta á því að eignunum
yrði skotið undan. Í úrskurði Lands-
réttar segir að skattframtöl mann-
anna bæru það með sér að ekki
væru til aðrar eignir eða tekjur sem
gætu staðið til fullnustu á greiðslu
kröfunnar. Auðvelt væri að framselja
fasteignir eða rýra verðgildi þeirra
með veðböndum eða kvöðum. Þá
var það mat réttarins að verðmæti
eignanna væri ekki umfram það sem
þyrfti til að tryggja kröfu Tollstjóra.
Verðmæti hinna kyrrsettu eigna
er tæpar 800 milljónir króna en
munar þar mestu um eignir Jónsa
en þær nema 638 milljónum. – jóe
Kyrrsetning eigna meðlima Sigur Rósar staðfest í Landsrétti
Af tónleikum Sigur Rósar á Lowlands-hátíðinni í Hollandi. NoRdicpHotS/getty
SaMféLag „Þetta er spennandi en
kvíðvænlegt á sama tíma. Maður er
mjög berskjaldaður að hleypa fólki
alveg að innsta koppi,“ segir Guð-
mundur Felix Grétarsson.
Tuttugu ár eru síðan Guðmundur
missti báða handleggina í vinnuslysi.
Hann hefur beðið handaágræðslu í
Frakklandi í áratug.
Guðmundur er nú á Íslandi. Heim-
ildarmynd um hann verður frum-
sýnd í Bíói Paradís á fimmtudag.
Kvikmyndagerðarmenn hafa fylgt
Guðmundi eftir frá árinu 2011 og er
afraksturinn myndin „Nýjar hendur
innan seilingar“.
Mikið var fjallað um það í fjölmiðl-
um þegar Guðmundur ákvað að fara í
handaágræðsluna sem yrði sú fyrsta
sinnar tegundar. Alls söfnuðust 40
milljónir króna, meðal annars til að
hann gæti haldið út til Lyon og geng-
ist undir aðgerðina. Síðan hafa flestir
kannski lítið heyrt af gangi mála.
Heimildarmyndin varpar ljósi á
það sem gerst hefur síðan. Biðina,
ótal frestanir, baráttuna við kerfið
og skrifræðið ytra.
„Ég er alltaf spurður sömu spurn-
inganna þegar ég hitti Íslendinga.
Myndin sýnir hvað er búið að vera í
gangi og hvers vegna ég er ekki enn
kominn með hendur. Það er heil-
mikið búið að vera að gerast þó að ég
hafi svolítið horfið af yfirborðinu,“
segir Guðmundur sem hefur búið í
Lyon í fimm ár.
„Staðan er alltaf sú að við bíðum
eftir gjafa. Frá 2016 erum við komin
yfir mesta skrifræðið og allt sem við
lentum í fyrstu árin. Það tók rosa-
legan tíma að lenda í kerfinu en
núna erum við í raun að bíða eftir
að einhver deyi. Það er skrýtin staða
að vera í, að hlusta eftir sjúkrabílum.
Að vonast eftir að þetta fari að gerast
sem aftur þýðir að maður er að von-
ast eftir að einhver deyi. Þetta er sið-
ferðilegt dílemma.“
Guðmundur segir að hann búi enn
að þeim fjármunum sem söfnuðust
fyrir hann. Mikill kostnaður hafi fall-
ið til í byrjun. Síðan hafi þetta staðið
undir leigu og uppihaldi í Lyon. Nú sé
einnig komið í gegn að rannsóknar-
sjóður við spítalann mun koma að
fjármögnun aðgerðarinnar að ein-
hverju leyti.
Eins og sjá má í myndinni, sem
óhætt er að mæla með, gefst Guð-
mundur ekki upp og heldur enn í
vonina og veit að aðgerðin mun eiga
sér stað.
„Það veit enginn hvernig þetta
mun takast. En það sem telst ásættan-
legur árangur er olnbogahreyfingar,
að ég geti lyft og hreyft olnboga. Það
er ekki mjög líklegt að ég geti notað
fingurna. Hvað mig varðar, þó svo að
ég muni ekki geta notað fingurna og
á endanum myndi taka hendurnar
sjálfar af aftur, þá er ég samt mikið
betur settur hvað úrval gerviútlima
varðar.“ – smj
Siðferðilegt dílemma að sitja og
bíða eftir að einhver láti lífið
Maður er að vonast
eftir að einhver deyi.
Þetta er siðferðilegt
dílemma.
Guðmundur Felix Grétarsson
Mynd um baráttu guðmundar er frumsýnd á fimmtudag. eiginkona hans er Sylwia Nowakowska. FRéttAbLAðið/eRNiR
Ný heimildarmynd sýnir
hvers vegna ég er ekki
enn kominn með hend-
ur, segir Guðmundur
Felix Grétarsson. Stærstu
hindranirnar í bið eftir
handaágræðslu séu að
baki.
trjÁrækt Skógræktin leitar nú að
jörðum á Vestfjörðum undir þjóð-
skóg. Fram kemur í fundargerð
bæjarráðs Ísafjarðar að nærtækast
sé talið að líta til jarða í eigu ríkis-
ins sem ekki eru í ábúð og henta til
skógræktar.
„Fáar ríkisjarðir (eða engar) eru
norðan Arnarfjarðar í Ísafjarðarbæ
en í hinum forna Auðkúluhreppi
eru nokkrar sem eru í eigu ríkis eða
ríkisstofnana. Einnig gæti Skóg-
ræktin hugsað sér að gera langtíma
samninga um heppilega jörð í eigu
sveitarfélags og þá eru einhverjar
innan Ísafjarðarbæjar svo sem.
Sandar í Dýrafirði og Kirkjuból í
Engidal og ef til vill fleiri,“ segir í
fundargerðinni. Þjóðskógar Skóg-
ræktarinnar eru á yfir fimmtíu stöð-
um en enginn á Vestfjörðum. – gar
Undirbúa
þjóðskóg á
Vestfjörðum
Skógarhögg. FRéttAbLAðið/ANtoN bRiNk
2 8 . Á g ú S t 2 0 1 8 Þ r I Ð j U D a g U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t a B L a Ð I Ð
2
8
-0
8
-2
0
1
8
0
5
:1
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
A
B
-2
1
B
8
2
0
A
B
-2
0
7
C
2
0
A
B
-1
F
4
0
2
0
A
B
-1
E
0
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K