Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2018, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 14.06.2018, Qupperneq 16
16 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 14. júní 2018 // 24. tbl. // 39. árg. Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is GOLFSKÓLI GOLFKLÚBBS SUÐURNESJA 2018 NÁMSKEIÐIN: NÁMSKEIÐ 2: 11.–15. JÚNÍ KL. 13–16 NÁMSKEIÐ 3: 18.–21. JÚNÍ KL. 9–12 NÁMSKEIÐ 4: 25–28. JÚNÍ KL. 9–12 NÁMSKEIÐ 5: 9–13. JÚLÍ KL. 9–12 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GS.IS Óskum eftir kraftmiklu fólki Leitum eftir að ráða í matreiðslu og fólk til af- greiðslustarfa, ef þú villt vinna með kraftmiklu og skemmtilegu fólki, hefur dugnað, heiðarleika og hreinlæti sem aðalsmerki þá viljum við heyra frá þér. Sendu upplýsingar á: sverrir@kryddhusid.is Fullt nafn: Gunnar Þorsteinsson. Íþrótt: Knattspyrna. Félag: UMFG. Hjúskaparstaða: Í sambandi. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Fór á mína fyrstu fótbolta- æfingu fimm ára í kjallaranum í Þórs- heimilinu. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Sigurlás Þorleifsson heitinn. Hvað er framundan? Stefnan er sett á að taka færri miðjur en við gerðum í fyrra. Eftirminnilegasti áfanginn á ferl- inum? Fyrsti landsleikur rennur seint úr minni. Hvað vitum við ekki um þig? Legg stund á nám í jarðeðlisfræði og starfa hjá HS Orku. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Mér finnst gott að skipta æfingum í fernt: Liðsæfingar, einstaklings- æfingar, líkamlega þjálfun og hug- læga þjálfun. Séu allir fjórir þættirnir ræktaðir fylgja framfarir og árangur á endanum í kjölfarið. Hver eru helstu markmið þín? Ég kýs svona yfirleitt að halda mark- miðum mínum út af fyrir mig. Fólk hefur almennt ekki áhuga á tilætl- unum manns, árangur talar sínu máli. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Spilaði með ÍBV í Evrópukeppni á Maracana vellinum gegn Rauðu stjörnunni. Vígbúnir hermenn stóðu vörð um liðin á leiðinni út á völl og nota þurfti táknmál til að koma skila- boðum áleiðis, slík voru lætin. Ótrúleg lífsreynsla Skilaboð til upprennandi íþrótta- manna: Æfið mest, æfið best. Ertu viss um að þú sért að gera eins vel og þú mögulega getur? SPORTSPJALL „Stefnum að því að taka færi miðjur en í fyrra.“ Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Pepsi-deildar liðs Grindavíkur í knattspyrnu er í Sportspjalli Víkurfrétta þessa vikuna. Grindvíkingar hafa verið að gera það gott í Pepsi-deildinni í sumar og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar. Gunnar svaraði nokkrum laufléttum spurn- ingum fyrir Víkurfréttir. Uppáhalds... ...leikari: Terry Crews. ...bíómynd: The Lion King. ...bók: In Pursuit of Excellence. ...Alþingismaður: Amma mun húð- skamma mig fyrir að nefna Sjálf- stæðismann, en Palli Magg. ...staður á Íslandi: Herjólfsdalur. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu fór utan til Rússlands til að leika á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sl. laugardag með þotu Icelandair. Í Reykjanesbæ verður sérstaklega fylgst með þeim Arnóri Ingva Traustasyni og Samúel Kára Friðjónssyni. Þeir eru „okkar menn“ á HM. Alfreð Finnbogason er einnig í uppáhaldi hjá Grindvíkingum sem telja sig eiga talsvert í stráknum. Það var stemmning í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar landsliðið kom í flugstöðina á laugardagsmorgun og fór um borð í Herðubreið, þotu Icelandair, sem flutti landsliðið og fylgdarlið til Rússlands. Okkar menn eru í fínu standi og báðir klárir til að takast á við Arg- entínu á laugardaginn, 16. júní ef Heimir Hallgrímsson þjálfari kýs að kalla þá inn í liðið. Á vef Víkurf- rétta, vf.is, má m.a. sjá viðtal við landsliðsþjálfarann þar sem hann lýsir kostum Arnórs og Samúels og rökstyður hvers vegna hann valdi þá til þátttöku á HM í Rússlandi. Okkar menn farnir til Rússlands ❱❱ Stemmning og stuð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við brottför Albert Finnbogason og Arnór Ingvi Traustason. Arnór Ingvi Traustason og Samúel Kári Friðjónsson. Tólfan kvaddi strákana okkar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.