Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.06.2018, Blaðsíða 18
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M HÚH! Síðumúla 17 | Lágmúla 7, í 10-11 | Austurstræti 17, í 10-11 | Fitjum, Reykjanesbæ | Leifsstöð | ginger.is SWEET CHILI KJÚKLINGUR MEÐ WASABIHNETUM OG SÆTUM KARTÖFLUM 1.499 kr.TILBOÐ Verð áður 1.889 kr. Vinsæl asti rétturin n á Ginger S U Ð U R N E S J A MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is LOKAORÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON Gleðilegt HM Einhverjar af mínum allra skemmti- legustu minningum úr æsku eru frá sumrinu 1986 þegar HM í knatt- spyrnu fór fram í Mexíkó. Þetta var í fyrsta sinn sem maður spáði raun- verulega í HM og öllu því havaríi sem HM fylgir, stærsta íþróttaviðburði veraldar. Mín lið voru Englendingar (jú og Spánverjar) en það var einnig afar auðvelt að heillast af Argentínu og sérstaklega besta leikmanni þeirra, Diego Armando Maradona, sem var algjör galdramaður og langt á undan öllum öðrum á þessum tíma (væri það eflaust líka í dag – á pari við Messi) enda fór svo að lokum að Argentína varð heimsmeistari í þetta sinn. Hönd guðs, fallegasta mark allra tíma (Maradonna gegn Englandi í átta liða) og allur sá drami sem fylgdi mótinu lifir ennþá ferskt í minningunni en ekki síður allar þær stundir sem níu ára drengur átti á Stapatúninu sáluga að leika eftir hetjunum í Mexíkó. Við vinirnir fórum nær daglega á völlinn (El Stapatúnið) og tókum þá helst vítaspyrnukeppnir sem voru í miklu uppáhaldi, þá völdum við okkur lið og leikmenn til þess að framkvæma spyrnurnar þangað til að einungis eitt lið stóð eftir. Argentína (Mara- donna) og Englendingar náðu yfirleitt lengst enda vandaði maður sig alltaf aðeins meira þegar um þessi lið voru að ræða. Þarna gat maður oft gleymt sér langt fram eftir kvöldi eða þangað til mamma kallaði yfir allan Hlíðar- veginn eftir manni. „Ég er að koma“ kallaði maður á móti en þá var jafnvel hörkubráðabani í pípunum svo ekki var maður að flýta sér heim, það var HM í gangi! Síðan árið 1986 hefur maður ávallt fylgst náið með HM í knattspyrnu sem fer fram á fjögurra ára fresti, maður hefur í gegnum árin heillast af ýmsum liðum en manni datt varla það í hug að Ísland myndi einhvern tímann taka þátt. Nú er þessi langþráði draumur að verða að veruleika og mætum við Íslendingar liði Argentínumanna í fyrsta leik! Heimsmeistararnir frá 1986 mæta Íslandi á HM! Vill einhver klípa mig? Ég veit að umfjöllunin um HM er gríðarleg um þessar mundir (þetta á svo bara eftir að aukast), eflaust fer það í pirrurnar á einhverjum en fyrir mitt leyti þá finnst mér þetta dásam- legt. Ég elska að lesa fréttir um það hvað strákarnir eru að borða, lesa, hvaða bíómyndir þeir eru að horfa á og hreinlega bara allar fréttir af þeim…. Því þetta er eitthvað sem níu ára drengur á Stapatúninu með afar fjörugt ímyndunarafl þorði aldrei að láta sig dreyma um, Ísland á HM. Á Stapatúninu urðu Englendingar heimsmeistarar þannig að draum- arnir voru ansi langsóttir á þeim tíma. Ég verð því miður ekki í Rússlandi enda fór ég á EM 2016 og lifi ennþá á því að hafa verið að Stade De France þegar Arnór Ingvi Traustason tryggði Íslandi fyrsta sigur sinn á stórmóti en ég ætla að drekka í mig alla HM stemmninguna og njóta þess til hins ítrasta hérna heima. Jafnvel þó svo að Argentína vinni okkur 6–0 þá mun ekkert skyggja á gleðina. Gleðilegt HM, þetta er að bresta á! REYKJANESBÆR GRINDAVÍK VOGARGARÐUR 4° 40kg 14° 1250kg 12° 75kg12° 4kg SPÁÐ ER SENDINGUM UM ALLT REYKJANESFLUTNINGASPÁ DAGSINS SANDGERÐI -20° 150kg

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.