Fréttablaðið - 15.09.2018, Side 30

Fréttablaðið - 15.09.2018, Side 30
oft á sumrin hjá ömmu og afa. Og ég er nú alltaf með annan fótinn þar.“ Facebook hnignandi Ingibjörg er reyndar væntanleg til landsins strax í næstu viku. „Ég held erindi á haustráðstefnu Advania um trúverðugleika og fréttaflutning. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú fyrir fjölmiðla að marka sér skýra stefnu og elta ekki síbreytilegar dreifingarleiðir,“ segir hún og tekur dæmi af Facebook sem hnignandi dreifingarleið frétta. „Ég ætla að deila sýn minni á þetta óreiðukennda umhverfi og stefnu CNN í þessum efnum,“ segir Ingibjörg en ráðstefnan fer fram á föstudaginn í næstu viku. „Traust er mikilvægara en nokkru sinni áður,“ segir Ingibjörg. „Á sama tíma hafa fjölmiðlar ekki fullkomna stjórn á því hvernig upplýsingum er dreift. Við þurfum að berjast gegn falsfréttum sem dreifast með ógnarhraða á netinu. Miklu hraðar en alvöru fréttir því á ritstjórn þarf að fara í gegnum ritstjórnarferli, sem getur tekið tíma. Það þarf að sannreyna fréttir, það er það sem greinir fréttir frá upplýsingum eða falsfréttum, það þarf að skoða fleiri en eina hlið málsins. Það má aldrei taka neinu sem gefnu. Það er sama hvaðan það kemur. Hvort það kemur frá æðstu valdamönnum heims, stjórnvöldum, vinum. Það má aldrei gefa afslátt af gæðum og heilindum. Blaðamenn mega aldr- ei vera hræddir við að spyrja ein- faldra spurninga. Þeir eiga að efast og gagnrýna, mega aldrei láta hafa áhrif á sig. Og þó að við eigum að vera vakandi fyrir nýjungum, skoða hvernig almenningur leitar frétta þá megum við ekki eltast í sífellu við allt nýtt. Þá missum við fókusinn og þessa langtímasýn sem verður alltaf að vera til staðar,“ segir Ingibjörg. „Ég er auðvitað tiltölulega nýtekin við þessu starfi hjá CNN og hef verið í uppbyggingarstarfi hvað varðar reksturinn. Ég er spennt fyrir mögu- leikum stafrænnar miðlunar, hún hefur aldrei verið flóknari. Og aldr- ei áhugaverðari, ef út í það er farið,“ bætir hún við. Hún segist ekki hugsa sér til hreyf- ings úr hringiðu fjölmiðla. „Ég er hins vegar óhrædd við að skipta um starf og starfsumhverfi, það fylgir starfinu. Ég hef einnig öðlast mikla reynslu í stjórnun og krefjandi verk- efnum og því að umbylta rekstri og starfsemi innan fyrirtækja,“ segir Ingibjörg. „Stundum sakna ég þess að vera á gólfinu, í hringiðu alls. Þegar stórfréttir rata inn á ritstjórn- ina þá hleyp ég inn á gólf,“ segir hún og segir þessi viðbrögð munu fylgja sér. Hún sé blaðamaður í hjartanu. Eðlilegir bólfélagar Ólafur Jóhann Ólafsson, sem gegndi stöðu aðstoðarforstjóra Time Warner fyrir þá ákvörðun alríkisdómstóls í Washington að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner, sagði í við- tali við Fréttablaðið á síðasta ári að almenningur gengi í raun kaupum og sölum. Kapítalísku risarnir græddu mest á því að vita sem mest um sem flesta. Nú vinnur Ingibjörg í raun fyrir einn kapítalíska risann því AT&T er nú eigandi CNN. Hvaða sýn hefur hún á þessa þróun? „Þessi þróun er keyrð áfram af þörf markaðarins til að við- halda vexti og þó að ég vinni fyrir kapítalískan risa þá get ég sagt að fjölbreytileiki í fjölmiðlum er afar mikil vægur og sérstaklega í fréttum. Ég hef ekkert á móti hægri miðl- inum Breitbart sem tekur oft mjög stífan pól í hæðina. Eða dagblaðinu Sun sem hefur einnig mjög ákveðna stefnu sem götublað. Þessir miðlar fara ekki leynt með stefnu sína og hugmyndafræði og eru opnir um sína afstöðu þannig að lesendur vita hverju þeir geta átt von á. Fólk verður að skilja hvernig eigendur geta haft áhrif á stefnu fjölmiðils. Það er hætta á því í dag að fjölmiðlar verði á of fáum höndum og það er mikil krísa í fjármögnun fjölmiðla í heiminum. Það er ekkert skrýtið því samkeppnin við afþreyingu harðnar í sífellu. Ef fréttir CNN ná betur til almennings í kjölfar samrunans þá er það gott. Símafyrirtæki og fjöl- miðill eru eðlilegir bólfélagar í dag,“ segir Ingibjörg og bendir á nýlega sameiningu Vodafone við Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hver er munurinn á því að starfa hjá ríkismiðli og „kapítalískum risa“? „Það er mikill menningarmunur. Bandaríkjamenn eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ryðjast áfram. Bretarnir eru rólegri, fastir í að halda fundi og hugsa allt út í öreindir. Fjár- mögnunin hjá BBC kom auðvitað frá skattgreiðendum en nú vinn ég fyrir fyrirtæki sem er á markaði. Það er allt öðruvísi pressa sem fylgir. Það er óhætt að segja að ég hef meira frelsi, það er minni skriffinnska og fleiri tækifæri til að vera skapandi. Það var það sem ég var að leita eftir,“ segir Ingibjörg. Er þetta ennþá karlaheimur? „Já, þetta er mikill karlaheimur. Það leikur enginn vafi á því. Ég er enn ein fárra kvenna í stjórnunar- stöðu. Þótt þeim sé alltaf að fjölga þá mun taka tíma að leiðrétta þennan halla sem hefur varað svo áratugum skiptir. Karlar hafa ráðið fjölmiðlaheiminum og verið ráðnir í stjórnunarstöður og í langan tíma þótti blaðamannsstarfið vera karla- starf. Karlar réðu karla. Fréttamatið var líka öðruvísi,“ segir Ingibjörg sem segir það segja sig sjálft að með jafnara kynjahlutfalli verði frétta- matið gildara. Það endurspegli sam- félagið betur. „Við þurfum að nýta vel slagkraftinn sem myndaðist eftir #metoo-byltinguna og eftir harða baráttu um jöfn laun í fjölmiðlum, en þurfum að gæta okkar á bakslag- inu. Að pendúllinn fari ekki of hratt til baka. Það er nefnilega mótstaða. Við þurfum fleiri konur á öllum sviðum fjölmiðla. Það þarf að gæta að konum sem eru að koma úr barn- eignarfríi, gæta að launamismun- inum og að setja ekki alla í sama form. Fjölbreytnin er fyrir öllu,“ segir Ingibjörg. „Á CNN fer fram mikil vinna innan fyrirtækisins sem miðar að jöfnum kjörum kynjanna. Ég er vongóð um að innan fimm ára verði hægt að greina töluverðar breytingar,“ segir Ingibjörg. Hvernig líst henni á íslenska fjöl- miðla? „Það er stundum hægt að fara of hratt. Gera of mikið. Ég held að margir fjölmiðlar falli í þá gryfju að taka staðhæfingar beint upp frá stjórnvöldum, opinberum stofn- unum og fyrirtækjum og prenta þær. Án þess að tékka, er þetta rétt? Eru staðhæfingarnar réttar? Hafa allir aðilar að málum fengið að tjá sig? Stjórnvöld og fyrirtæki hvar sem er í heiminum hafa tilhneigingu til að fegra staðreyndir og halda sig við sína hlið, sem segir oft ekki alla sög- una. Ég held að réttara væri að segja færri fréttir og vinna þær betur. Enn og aftur þá mega blaðamenn ekki vera hræddir eða vilja þókn- ast. Ef þú ert ekki vel liðinn á meðal stjórnmálamanna vegna þess að þú vinnur starf þitt vel og þér er neitað um viðtal sökum þess, birtu þá frétt um það,“ segir Ingibjörg. „Starf blaðamanna er að hlúa að og styðja lýðræði og gagnsæi í samfélaginu, það byggir upp traust almennings á fréttamennsku.“ Og hvernig lítur hún til framtíðar? „Ég held að það verði alltaf þörf fyrir fréttir en fólk mun nálgast þær öðruvísi. Það getur jafnvel breyst yfir nótt hvernig fólk finnur frétt- irnar sínar. Ég held það skipti máli að fylgjast með hegðun fólks og hvaða þarfir það hefur. Hvað er til dæmis Netflix fyrir fréttir? Fréttir verða fljótt úreltar. Hvernig er hægt að vinna þær öðruvísi, þannig að virði þeirra verði meira? Hvernig er hægt að auka aðgengi fólks að fréttum? Gera þær notendavænni? Þeim fjölmiðlum sem rata rétta leið í þeim efnum mun vegna vel. En eitt er víst. Gæðaefni ratar allt- af á réttan stað. Í dag er miklu stífari krafa um vandaða rannsóknar- vinnu. Það þarf að fara á eftir frétt- unum, spyrja og leita,“ segir Ingi- björg og segir þá sem sitja og bíða eftir fréttum í fangið tapa. ↣ „Það verður alltaf þörf fyrir fréttir en fólk mun nálgast þær öðruvísi,“ segir Ingibjörg. Mynd/Sarah TIloTTa/Cnn Ef þú Ert Ekki vEl liðinn á mEðal stjórn- málamanna vEgna þEss að þú vinnur starf þitt vEl og þér Er hafnað um viðtal sökum þEss, Birtu þá frétt um það. Kíktu á ELKO.is og sjáðu hvernig þú getur gert heimilið þitt aðeins snjallara • J kemur út á mánudaginn snjallheimilisblaðið 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 5 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 6 -C 3 9 4 2 0 D 6 -C 2 5 8 2 0 D 6 -C 1 1 C 2 0 D 6 -B F E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.