Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.09.2018, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.09.2018, Qupperneq 34
Mér finnst Krummi kominn til að vera. Hann er svo skemmti- legur karakter að hann getur alveg haldið uppi stuðinu lengi lengi. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Þetta er í rauninni samstarfs-verkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Menningarfé- lagsins og Leikfélags Akureyrar,“ segir Agnes Wild sem leikstýrir sýningunni en hún á að baki fjölda leik- og leikstjórnarverkefna. „Þetta er fjölskyldusýning og gleðisprengja sem fer fram í Hamraborg, stóra sviðinu í Hofi.“ Aðspurð hvort um söngleik sé að ræða segir hún svo ekki vera. „Ég myndi segja að þetta væri leikrit með söngvum þar sem Krummi er aðalsöguhetjan. Honum finnst hann vera langbestur og flott- astur, aðalfuglinn á Íslandi. Hann hefur verið einn á Íslandi með vinum sínum snjótittlingunum en hefur beðið mjög óþreyjufullur eftir því að lóan og spóinn og krían snúi aftur eftir langa vetursetu í heitari löndum. Hann hefur sett upp fuglakabarett á skemmtistaðnum Fenjamýri þar sem fuglarnir tínast inn einn af öðrum með tilheyrandi tónlist og dansi.“ Sýningin er fjöl- menn og góðmenn. „Það er átta manna kór á sviðinu, fjórir dansarar sem túlka alla fuglana með brúðum og dansi og skemmtilegheitum og svo er fjórtán manna hljóm- sveit, að ótöldum einum leikara, Jóhanni Axel Ingólfssyni sem leikur Krumma. Það er ótrúlega gaman, krefjandi og spennandi fyrir mig að leikstýra öllu þessu fólki á sviðinu, leikara, kór, lifandi hljómsveit og dönsurum, þarna blandast öll sviðin saman og vinna þétt saman. Það þarf auðvitað gríðarlega skipu- lagningu því þetta er margt fólk sem allt hefur sitt sérsvið og sínar listrænu þarfir sem leikstjóri þarf að taka tillit til.“ Höfundar verksins eru Hjörleifur Hjartarson sem semur textann, en hann skrifaði einmitt textann í verðlaunabókina Fuglar í fyrra auk þess að vera annar hluti dúettsins Hundur í óskilum, og Daníel Þor- steinsson píanóleikari og tónskáld sem semur tónlistina. „Hver fugl fær sitt þemalag og Daníel blandar saman mismunandi tónlistar- stílum, allt frá klassík og yfir í rapp,“ segir Agnes. Þegar þetta er skrifað er aðeins áætluð ein sýning á morgun, sunnudag, en Agnes segir mögulegt að sýningum verði bætt við. „Það ætti að koma í ljós á næstu dögum. Það er að verða uppselt á þessa sýningu og þá er kannski eftirspurn eftir fleirum,“ segir Agnes og bætir við: „Mér finnst Krummi kominn til að vera. Hann er svo skemmtilegur karakter að hann getur alveg haldið uppi stuðinu lengi lengi.“ Agnes hefur aldrei búið á Akureyri en hefur sterkar taugar til bæjarins. „Ég er ættuð héðan og finnst ég alltaf komin heim þegar ég kem. Amma og afi bjuggu á Kristnesi þegar ég var lítil svo ég hef mjög sterk tilfinningatengsl hing- að.“ Hún er mjög ánægð með að fá að dvelja í bænum um skeið núna og svo aftur í vor. „Ég er að setja upp aðra sýningu hér sem verður frumsýnd í vor sem heitir Djákninn á Myrká, sagan sem aldrei var sögð og er svona grínverk, eða eiginlega hryllingsgrínverk kringum söguna af Djáknanum á Myrká.“ En aftur að Krúnk, krúnk og dirrindí. „Mig langar að taka fram að lokum að sýningin er afskaplega skemmtileg fyrir alla og alls ekki nauðsynlegt að hafa börn með sér þó sýningin höfði til allra í fjölskyldunni.“ Krúnk, krúnk og dirrindí verður sýnd á morgun, sunnudag, klukkan fjögur í Hofi á Akureyri en allar nánari upplýsingar má finna á mak. is. Krummi setur upp kabarett Krúnk, krúnk og dirrindí er nýr barna- og fjölskyldusöngleikur sem frumsýndur verður í Hofi á Akureyri á morgun, sunnudag. Agnes Wild leikstýrir sýningunni og tuttugu manna hópi hljóðfæra- leikara, söngvara og dansara og svo náttúrlega Krumma. Fjölmenn gleðisprengja fyrir alla. Agnes Wild, leikstjóri, Krúnk, krúnk og dirrindí sem sýnt verður í Hamra- borg í Hofi á sunnudaginn. Jóhann Axel Ingólfsson í hlutverki Krumma sem undirbýr kabarett til að fagna endurkomu vina sinna farfuglanna. Krefjandi og spennandi, segir hann. Útsölumarkaður Allt á að seljast Verslunin hættir VIÐ TÆMUM ALLT Útsalan hefst Laugardaginn 15. sept og líkur sunnudaginn 23. sept eða í 9 daga. Opið 12-18 alla daga Aðeins 5 verð í búðinni 195 495 995 1.995 2.995 Komið og gerið góð kaup! LOSAÐU ÞIG VIÐ FÓTAPIRRINGINN Sölustaðir: Flest apótek og www.heilsanheim.is Ertu að glíma við fótapirring og sinadrátt á nóttinni? MAGNESÍUM NIGHT húðvörurnar geta hjálpað þér. Innihalda: Magnesíum Arnica Lavender Bratislava 595 1000 20. september í 4 nætur aaaaAustria Trend Hotel VEGNA FORFALLA Frá kr. 69.995 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . s e p t e m B e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 5 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 D 6 -F 9 E 4 2 0 D 6 -F 8 A 8 2 0 D 6 -F 7 6 C 2 0 D 6 -F 6 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.