Fréttablaðið - 15.09.2018, Page 80

Fréttablaðið - 15.09.2018, Page 80
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Tómas Sæmundsson skipstjóri, lést að Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 18. september kl. 13.00. Rannveig Reymondsdóttir Magnús Örn Tómasson Oddný Halldórsdóttir Einar Björn Tómasson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku hjartans vinir og vandamenn. Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Arnfinns Friðrikssonar ökukennara. „Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og þó jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.“ (Mahatma Gandhi) Steinunn Pálsdóttir Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir Guðmundur Jóhann Gíslason Friðrik Páll Arnfinnsson Ragnheiður Vala Arnardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og styrk við andlát og útför eiginkonu minnar, Ölfu Malmquist Fyrir hönd aðstandenda, Pálmi Sveinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, Gísli Magnússon frá Frostastöðum, til heimilis að Freyjugötu 28, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 21. september kl. 13.00. Ólöf Arngrímsdóttir Magnús Halldór Gíslason Sólveig Þrándardóttir Jóda Elín Valgerður Margrétardóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ásdís Magnúsdóttir lést á Ullerntunet sykehjem í Osló föstudaginn 31. ágúst. Bálför hennar fór fram í Osló miðvikudaginn 12. september. Minningarathöfn í Reykjavík verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Bílddælingurinn Jón Kr. Ólafsson er staddur hér syðra þessa dagana, „í hinni konunglegu borg“, eins og hann orðar það. Hann lætur bara vel af sér. „Veðrið er himneskt. Það er líklega verið að bæta okkur upp þetta sumar sem aldrei kom,“ segir hann. Kveðst búinn að reka tón­ listar safn í átján ár á Bíldudal og aldrei hafa kynnst öðru eins aðsóknarleysi. „Það kom ekki sála í safnið. Íslendingar fóru náttúrlega ekkert vestur á firði í svona veðurfari, þeir héldu sig ýmist fyrir austan í sumar eða bara í Hollywood.“ Þegar Jón er spurður hvað sé annars títt, kemur fréttin: „Ég er að fara að gefa út, ja, líklega lokadiskinn minn – ein­ söngslög sem tekin voru upp þegar ég var þrítugur. Ég söng lögin inn í Ríkis­ útvarpinu við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar píanóleikara. Við æfðum í tvo mánuði. Þetta var alvöru og ekkert verið að kasta til höndum.“ Hann segir það hafa verið Svavari Gests að þakka að þessar upptökur útvarpsins fóru ekki á haugana, eftir að búið var að nota þær í þætti hjá Jóni Gunnlaugssyni. „Næst þegar ég kom til Reykjavíkur hitti ég Svavar. Hann var þá með sitt útgáfufyrirtæki og ég plötu­ sölumaður hjá honum. Ég kom til hans á lagerinn og það fyrsta sem hann sagði var: „Ég er nú búinn að hlusta á þessar frábæru upptökur með þér, góði, og ég ætla bara að segja það strax að þetta verðum við að gefa út á plötu – núna.“ Svo gerði hann það, gaf efnið út á vínyl­ plötu 1983. Það var stór plata sem hét Ljúfþýtt lag.“ Jón segir dægurlög hafa verið í bland við hin klassísku á vínylplötunni en nú verði bara klassík og ekkert annað. Hann hafi orðið að láta endurvinna upptökurnar, svo þurfi að senda þær til útlanda. Diskurinn eigi að heita Jón Kr. Ólafsson í 60 ár, enda séu 60 ár frá því hann steig fyrst á svið. En hvenær er von á diskinum? „Hann gæti komið út eftir miðjan nóvember. Ég er ekkert að stressa mig of mikið. Verð kannski á ferðinni hér aftur í byrjun nóvember og þá væri gott ef þetta yrði komið. Það er nú ekki það þægilegasta í heimi að stjórnast í svona hlutum gegnum síma vestan af Bíldudal. Ég er nefnilega forn­ gripur sem er ekki með tölvu.“ Safnið hans Jóns heitir Melódíur minninganna og á liðnu vori segir hann kunningja sinn, Ingimar Oddsson, hafa gefið út plötu með sama nafni, honum til heiðurs. „Ingimar tileinkaði mér diskinn sinn á þeim forsendum að ég væri búinn að gera svo mikið fyrir íslenska tónlist. Hann gat látið það vera.“ Heyrðu, nú þarf ég að senda til þín ljósmyndara, segi ég. „Já, en ég þarf að fara fyrst niður í STEF og svo aðeins að laga mig til svo ég verði ekki alveg eins og rifinn upp úr svelli.“ gun@frettabladid.is Fyrst á svið fyrir 60 árum Jón Kr. Ólafsson söngvari vinnur að útgáfu geisladisks. Þar flytur hann klassísk lög sem tekin voru upp fyrir 40 árum, við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar píanóleikara. „Veðrið er himneskt. Það er líklega verið að bæta okkur upp þetta sumar sem aldrei kom,“ segir Jón. Fréttablaðið/anton brink Það kom ekki sála í safnið. Íslendingar fóru náttúrlega ekkert vestur á firði í svona veðurfari, þeir héldu sig ýmist fyrir austan í sumar eða bara í Hollywood. 1 5 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tÍmamót 1 5 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D 6 -F 0 0 4 2 0 D 6 -E E C 8 2 0 D 6 -E D 8 C 2 0 D 6 -E C 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 4 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.