Víkurfréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 26. marz 1981
VÍKUR-fréttir
Margt er skrítið í kýrhausnum
Um það leyti sem síðasta tölu-
blað kom út, straekuðu allir
áhatnarmeðlimir á togaranum
Erlingi GK 6, að tveimur undan-
akildum, að mæta við brottför
skipsins. Ástæðan var sú, að
þrátt fyrir að samkv. kjarasamn-
ingum sjómanna eigi að gera
upp hverja veiðiferð 15 dögum
eftir lok hennar, voru óuppgerö-
ar alls 5 veiðiferðir er skipið kom
að landi úr síöustu veiðiferð, eða
allt frá áramótum og eftir nokkra
daga átti 6. veiðiferðin að falla í
gjalddaga.
Þegar útgerðin sá fram á, í
hvert stefndi varðandi stræk
áhafnarinnar, voru gerðar upp 3
veiðiferðir og greitt inn á 4. og 5.
Til frekari aögerða þurfti ekki
að koma, þar sem samkomulag
náðist rétt fyrir áætlaða brottför
skipsins.
Það sem mönnum finnst
furðulegast við þetta allt saman
var, að útgerðarmaður skipsins
lýsti því yfir við gerð síðustu
samninga, aö allt væri í lagi hjá
sér í þessum málum og hefði
alltaf verið, þrátt fyrir það að
uppgjör hafi dregist þetta frá 17
og upp í 54 daga frá því veiðiferð
lauk. Það virðist því ekki vera
sama hvort útgerðarmaður
| þessa skips er fulltrúi fyrir L(Ú i
samninganefnd eða hann sé að
starfa að eigin útgerð, - alla vega
eru orð hans önnur í samningum
en verk hans hér heima, því hann
alfarið neitaði því að til væri sú
útgerð sem ekki gerði upp á rétt-
um tíma. Eða kallar hann það
réttan tíma, að uppgjörveiðiferð-
ar sem lauk um síðustu áramót
kom ekki fyrr en 10. marz, eða 54
dögum eftir lok veiðiferðar?
Varla er það hagur útgerðar-
manna að láta slíkan skussa vera
fulltrúa sinn í samninganefnd,
því uppgjörá réttum tímaeru það
sjaldgæf hjá þessum útgerðar-
manni að varla tekur að tala um
það. Sjóari
Ljótur leikur
á skólalóð
Ég hef undanfarna morgna
setið við gluggann minn á Hring-
brautinni gegnt Barnaskólanum
og horft á leik barnanna á skóla-
lóðinni í frímínútum, en það er
því miður Ijótt að sjá, hve yngri
börnin eru áreitt af þeim eldri.
Það er næstum því undantekn-
ingarlaust að á hverjum morgni
sér maður lúskrað á einhverju
barni þarna á skólalóöinni.
Aldrei sést neinn kennari vera
þarna til eftirlits og er ég marg
búin að hringja í skólann og
kvarta fyrir hönd litlu barnanna,
en ekkert skeður. Ég á tvo
ömmustráka, sem oft flýja
hingað til mín, ásamt fleiri félög-
um sínum, undan alls konar
áreitni eldri barnanna.
Það er mjög slæmt að ekki
skuli vera neitt eftirlit í skólan-
um með börnunum. Kennararnir
hefðu ekki nema gott af því að
trimma aðeins með þeim til
skiptis í fríminútum, jafnvel þótt
hlýrra sé á kaffistof unni yf ir kaff i-
JC-félag
stof nað I
Grindavík
8. marz sl. var stofnað nýtt JC-
félag í Grindavík. Nefnist hið
nýja félag JC Grindavík.
Fundurinn var all fjölmennur,
eða u.þ.b. 100 manns, með gest-
um. Stofnfélagar voru alls 47, en
von er á fleiri félögum alveg á
næstunni. Mun þetta því vera eitt
fjölmennasta JC-félag sem
stofnað hefur verið á landinu.
Allmargir kynningarfundir
voru haldnirfyrirstofnunina, svo
og eitt námskeið. Virðist sem svo
að félagsskapurinn hafi átt greiö-
an aðgang að hjörtum Grindvík-
inga, svo góðar móttökur hlaut
hreyfingin.
Á stofnfundinum mættu ýmsir
framámenn hreyfingarinnar hér-
lendis, má þar nefna landsfor-
seta, og auk þess sat vara-heims
forseti JCI, Vilas Kale, stofn-
fundinn.
Fyrsti forseti JC Grindavíkur
var kosinn Kristinn Benedikts-
son. Hlaut félagið margar góðar
gjafir í vöggugjöf.
Á fundinum kom í Ijós að hið
nýja félag mun nú þegar hafa
ýmislegt á prjónunum hvað varð-
ar starfsemina á komandi mán-
uðum.
G.Í.H.
980 MEÐLIMIR
Framh. af 2. síöu
þær voru frá Ungmennasam-
bandi Kjalarnesþings, Héraðs-
sambandi Þingeyinga og frá
UMFK og UMFN sameiginlega.
Stjórn UMF( hefur nú nýlega
fjallað um þetta mál og tekið
ákvörðun um að Landsmótið
1984 verði haldið hér í Keflavík
og Njarðvík.
Þessi ákvörðun stjórnar UMFf
um aö halda mótið hér, er vissu-
lega mikil viðurkenning á starf-
semi ungmennafélaganna hér á
Suðurnesjum og þeirri ágætu að-
stöðu sem við getum boðið upþ
á. Ýmislegt vantar þó enn til að
hægt sé að halda hér jafn viða-
mikið íþróttamót og landsmótin
eru, en vegna þeirra ágætu und-
irtekta sem forráöamenn bæjar-
félaganna í Keflavík og Njarövík
sýndu þessu máli og með sam-
stilltu átaki íþróttafólks, ætti slíkt
að vera hægt.
Er enginn vafi á því aö lands-
mótið mun auka gífurlega mikið
allan íþróttaáhuga hér suöur frá
og bæta enn frekar alla aðstöðu
til íþróttaiðkana í Keflavík og
Njarðvík.
Hér að framan hefur verið stikl-
að á því helsta sem stjórnin hefur
fjallað um á liðnu starfsári.
Stjórnin færir öllum félags-
mönnum þakkir fyrir vel unnin
störf, og einnig þakkar hún öllum
velunnurum félagsins, sem á
einn eða annan hátt hafa stutt
starfsemi félagsins, ánægjulegt
samstarf.
Bifvélavirki
m
Viljum ráða nú þegar bifvéla- eða vélvirkja á verk-
stæði vort.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri, Ellert Eiríksson.
Áhaldahús Keflavfkurbæjar
Sfmi1552
Skákkeppni stofnana
hefst mánudaginn 30. marz kl. 20 í Fjölbrautaskóla
Suðurnesja.
Hvert lið skal skipað þremur mönnum, sem skulu
vera í a.m.k. hálfu starfi hjá viðkomandi stofnun
eða fyrirtæki. - Upplýsingar í síma 3423.
Skákfélag Keflavíkur
boiia, en þao er ekKert kaidara
fyrir þá en börnin að fara út smá
stund. Amma
KEFLAVÍK
Útsvör
Aðstöðugjöld
Þriðji gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara
og aðstöðugjalda er 1. apríl n.k.
Gerið skil á gjalddögum og forðist þannig
dráttarvexti og önnur óþægindi.
Innheimta Keflavíkurbæjar