Víkurfréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. marz 1981
13
VIKUR-fréttir
Meira um Tómas og Helguvík
(Víkur-fréttum 26. febr. sl. ritar
Tómas Tómasson, forseti bæjar-
stjórnar Keflavikur, grein undir
fyrirsögninni „Lækni í Svíþjóö
svarað". Grein þessi er fálm-
kennd tilraun til að skjóta sér
undan þeirri gagnrýni, sem ég
beindi gegn skrifum hans í jóla-
blaði Víkurfrétta, um svokallaða
Helguvikurframkvæmd.
Það sem ég fyrst og fremst
átaldi var að Tómas lét að þvi
liggja að fyrirhuguð olíubirgða-
stöð við Helguvík væri einungis
til þess ætluð að leysa af hólmi
gamla og úr sér gengna olíu-
tanka hersins, sem mengunar-
hætta stafar af. Hann tók ekkl
fram, að framkvæmdin felur um
leið í sér fjórföldun á núverandi
olíubirgðarými hersins. Enn-
fremur var honum í mun að
benda á, að með staðsetningu
olíutankanna við Helguvík, þ.e.
nálægt sjó, væru lítil hætta á
grunnvatnsmengun. En hann
mlnntist ekkl á, að Helguvíkur-
framkvæmdin gerir einnig ráð
fyrir tönkum á tveimur stöðum
ofarlega í Miðnesheiðinni, að
samanlögðu rúmtaki 32.000 m3.
En þar er slík mengunarhætta
fyrir hendi (sjá mynd). Tómasi
þótti heldur ekki ástæða til að
geta þess, að umrætt landssvæði
við Helguvík er samkvæmt aðal-
skipulagi 1967-1987 ætlað til
framtíðarstækkunar Keflavíkur-
bæjar. Hins vegar benti hann
skilmerkilega á það, aðeldsneyt-
isþirgðastöð væri nauösynleg
við flugvöllinn, þó svo að her-
inn faeri, og taldi greinilega að
þessi augljósa staðreynd og
aðrarsvipaðar hefðu meirafrétta
gildi fyrir Suðurnesjabúa, en sú
stórfellda uppbygging herstöðv-
arinnar, sem Helguvíkurfram-
kvæmdin felur í sér.
Veit forseti bæjarstjórnar
Keflavikur ekki hvað hann er að
skrifa um? Eða er vísvitandi
sneitt hjá megin atriðum, en
ómerkileg smáatriði tínd til? Er
Suðurnesjamönnum einhver
akkur í þvi að vera óupplýstir um
umfang Helguvíkurframkvæmd-
anna? Er einhverjum öðrum
hagur í að svo sé? Telur Tómas
að minni mengunarhætta stafi af
stórri olíustöð og stórum olíu-
skipum en litlum? Finnst honum
líklegt að Rússar hafi minni
áhuga á að granda stórri olíu-
birgðastöð Bandaríkjahers en
lítilli, ef til hernaðarátaka kæmi?
Álítur Tómas nauðsynlegt að
margfalda núverandi olíubirgðir
hersins til að leysa þann vanda,
sem tengdur er gömlu tönk-
unum?
Svair sá sem veit. En einmitt í
ofansögðu er kjarni málsins fólg-
in. Tómas forðast vandlega að
fjalla um þennan kjarna gagn-
rýni minnar, í svargrein sinni.
Hann lætur sér þess í stað sæma
að vera með ómerkilega útúr-
snúninga og dylgjur. Vill hann
t.d. meina að mér sé alls ekki Ijós
sú vaxandi mengunarhætta sem
af gömlu olíutönkunum stafar,
og að mér finnist jafnvel uggur
manna út ef henni hlægilegur.
Að sjálfsögðu er hin gatslitna
Moggaklisja um úlfshár komm-
únismans undir sauðagærunni
tekin til sins brúks ásamt öðrum
gömlum lummum. Og svo er
dylgjað um að ég hóti Suður-
nesjamönnum með rússneskum
sprengjum. Mikill er máttur
minn!
Þetta eru nú rökin, frumleikinn
og reisnin i ritsmið Tómasar.
Hvílíkt neyðarbrauð!
Tómasi er bæöi í fyrri og síðari
grein sinni mikið kappsmál að
sýna fram á hversu lengi og vel
Helguvíkurmálið hafi verið und-
irbúið. ( því sambandi nefnir
hann umræður meðal sveitar-
stjórnarmanna um langt árabll
og aö engar ályktanlr hafi verlö
gerðar I fljótræðl, eöa án þess aö
mál hafi verið könnuð. Einnig er
talað um að bent hafi verið á
mengunarvarnir af og til um ára-
raðlr og með vaxandi þunga hin
síðari ár.
Mér vitanlega var það ekki fyrr
en 1978, að bæjarstjórn Kefla-
víkur ályktaði um aö olíuhöfn
skyldi valinn staður í Helguvík.
Það eru líka ekki ýkja mörg ár
síðan Keflavíkurbær keypti af
ríkinu umrætt landssvæði við
Helguvík, og þá með framtíðar
byggðaþróun bæjarins í huga,
en ekki hernaðarmannvirki.
Enda var það í samræmi við gild-
andi aöalskipulag. Hið langa
árabil fyrirhyggju og undirbún-
ings er þvi máski ekki eins langt
og Tómas vill vera láta. Áhugi
Bandaríkjahers á hernaðarupp-
byggingu bæði á (slandi og í
Noregi er tiltölulega nýtilkom-
inn. Skýrir það e.t.v. þann skiið
sem komist hefur á málið hin síð-
ari ár? Eða vill Tómas Tómas-
son standa við það, að sveitar-
stjórnarmenn á Suöurnesjum
hafi um langt árabil undirbúið
byggingu stórfelldrar olfubirgða-
stöðvar fyrir herinn? Ef þaö voru
ekki sveitarstjórnarmennirnir,
hverjir voru það þá og hvenær
hófst þeirra undirbúningur?
Hverjar eru hinar vel ígrunduðu
ályktanir, sem Tómas nefnir og
hvaða ár voru þær fram bornar?
Fjalla þær um fjórföldun olíu-
birgðarýmis hersins?
Kynjóttur er áhugi Tómasar á
mengunarvörnum. Honum
verður skiljanlega tíðrætt um
mengunarhættu þá sem stafar a
gömlum olíutönkum hersins, og
vill sporna viö henni. En í sömu
andrá er hann reiðubúinn að
margfalda magn þeirrar olíu sem
þar er geymd og dreifa henni á
þrjá mismunandi staði í nágrenni
byggðakjarnans Keflavik-Njarð-
vík. Og aukin heldur að tengja
þessi tankasvæöi með miklum
olíuleiðslum í sveig utan um
byggöina (sjá mynd). Tómas
gefur þvi ekki minnsta gaum
hvaða mengunarhættu þetta
getur haft í för með sér. Og hann
forðast að upplýsa ibúa byggð-
arinnar um hvað til stendur. Það
er ámælisvert hjá æðsta sveitar-
stjórnarmanni Keflavíkurbæjar.
Það er rétt hjá Tómasi, að Al-
þýðubandalagið hefur ætíð bar-
ist fyrir brottför hersins með allt
sitt hafurtask. Enda myndi það
leysa mengunarvandann og
ýmsan annan vanda, sem
hernum fylgir. En umfram allt tel
ég, að Suðurnesjabúum sé frá
öryggissjónarmiði betur borgið
án herstöðvarinnar ef til hernað-
arátaka kæmi milli stórveldanna.
Eða finnst mönnum líklegt að
Rússar, þótt slæmir séu, eyði
sprengikúlum sínum á bert
móberg Miðnesheiðarinnar í
slíkum átökum? Hins vegar
myndu þeir ugglaust ekki hika
við að tortíma þar staðsettri
bandarískri herstöð. Og þeim
mun meira hernaðargildi sem
stöðin hefði, þeim mun stórtæk-
ari vopnum yrði beitt og eru kjarn
orkuvopn þá ekki undanskilin.
Þess vegna er herstöðin „púður-
tunna", sem ógnar byggð Suður-
nesja, enda tel ég að varnir ís-
lands séu ekki megin tilgangur
herstöðvarinnar, heldur varnir
Bandaríkjanna. ( mínum mann-
kynssögubókum var þess hvergi
| getið að stórveldi héldu uppi
Myndin sýnir fyrirhugaða olíutanka á þremur mismunandi svæðum
Samanlagt rúmtak þeirra er 200.000 m3. 1. Tankarnir við Helguvík.
2. og 3. Tankarnir ofan byggðar, að samanlögðu rúmtaki 32.000 m3.
Olíuleiðslur sem tengja tankasvæðin, mynda sveig utan um byggö-
ina (núverandi olíutankarými hersins er um 50.000 m3).
herjum í öðrum löndum, áratug-
um saman, með hagsmuni þeirra
fyrir brjósti. Og ekki held ég að
þetta hafi breyst.
Það horfir nú ófriðlegar í
heimsmálum en oft áður. Hætta
á stríðsátökum milli stórveld-
anna er, því miður, raunveru-
lega fyrir hendi með öllum þeim
hörmungum, sem slíkt mundi
leiða yfir mannkynið. Þetta ættu
þeir framámenn á Suðurnesjum,
sem kaldrifjaö slást fyrir aukinni
hernaðaruppbyggingu á svæð-
inu, að hugleiða.
Tómas fullyrðir enn á ný í síð-
ari grein sinni, að Alþýðubanda-
lagsmenn leggist gegn eða vilji
drepa á dreif aðgerðum til lausn-
ar vandanum, sem tengist olíu-
birgðum hersins í rananum milli
Keflavíkur og Njarðvíkur. Þessu
heldur hann fram þó að marg
sinnis sé búið að ítreka, aö
Alþýðubandalagiö vilji leysa
þann vanda innan marka núver-
andi umsvifa hersins, þ.e. án
stækkunar á olíubirgðarýmis
hersins. Það sem Alþýðubanda-
lagið leggst gegn er fjórföldun
olíubirgðanna. Landfræðileg
staðsetning tankanna er i þessu
sambandi ekki úrslitaatriði. En
þetta skilur Tómas ekki eða vill
ekki skilja. En er það virkilega
skilyrði af hans hðlfu að olfu-
birgðastöð hersins verði marg-
földuð að stærð um leið og hún
er flutt um set?
Hér læt ég staðar numið að
sinni. Ef Tómas hefur hins vegar
eitthvað frekar til málanna að
leggja vil ég, í allri vinsemd, ráð-
leggja honum að halda sig við
efnið. Persónulegir hagir mínir,
framtíðaráform, menntun, starf
og búseta, eru Helguvíkurmál-
inu óviðkomandi.
Svíþjóð, 8. marz 1981.
Ólafur Einarsson
_
HÚSBYGGJENDUR
SUÐURNESJUM
Tökum að okkur alhliða
múrverk, svo sem flísalögn,
járnavinnu, steypuvinnu,
viðgerðir, og auðvitað
múrhúðun.
#
Tökum að okkuralhliðatré-
smíðavinnu, svo sem móta-
uppslátt, klæðningu utan-
húss, einnig viðgerðir og
endurbætur. Smíðum
einnig útihurðirog bilskúrs-
hurðir og erum með alla
almenna verkstæðisvinnu.
•
Gerum föst tilboð. Einnig
veitum við góð greiðslu-
kjör. Komið, kannið málið
og athugið möguleikana.
Verið velkomin.
Skrifstofan er opin milli
kl. 10-12 alla virka daga
nema föstudaga.
Hafnargötu 71 - Keflavik
Hermann, simi 3403
Halldór, simi 3035
Margeir, sfmi 2272