Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 26.03.1981, Blaðsíða 14
Míkur rCÉTTIC [ Fimmtudagur 26. marz 1981 SPARISJÓÐURINN er lánastofnun allra Suðurnesjamanna. Fjölbrautaskóll Suðurnesja: Starfsvika og fyrirlestrahald Vikuna 16.-20. marz sl. vai haldin starfsvika í Fjölbrauta- skóla Suöurnesja, og féll öll formleg kennsla nlöur f þeirri viku af þeim sökum. í staö venju- legrar kennslu var nemendum boöiö uþþ á ferðir um Reykja- nes, svo og feröir f ýmis fyrirtæki og stofnanir á Suöurnesjum og stór-Reykjavíkursvæöinu, sem tengjast námi þeirra á einhvern hátt. Efnt var til fyrirlestrahalds í skólanum um hin ýmislegustu efni er tengjast jafnt skóla- og menntamálum, svo og menning- armálum, þjóömálum og byggös málum Suöurnesja. Fyrirlestr- arnir voru haldnir daglega alla vikuna og var hægt aö velja á milli þriggja fyrirlestra samtfmis, en þeir voru opnir nemendum jafnt sem öðrum íbúum Suöur- nesja, og voru þeirallir vel sóttir. í tilefni starfsvikunnar gekkst Nemendafélag FS fyrir kvik- myndahátfð í Félagsbíói áöur- greinda viku og voru sýningar alla daga kl. 17. Þá sýndi Alþýöu- leikhúsið leikritiö KONA eftir Dario Fo, en starfsvikunni lauk svo með tónlistarhátíö sl. föstu- dagskvöld í Félagsbiói, á vegum nemendafélagsins. Árangur af verklegrl þjálfun húaa- og bflamálara, undlr handlelöalu Snvara Helgaaonar, var tll aýnla I aambandl vlö atarfavlki.'na. Unnið er að undirbúningsframkvæmdum viö nýtt (búöahverfi norðan Eyjabyggðar. Mikiö hefur þurft að sprengja þar í vetur og var myndin tekin af einni sprengingunni f síöustu viku. Aðalfundur Sjúkrahússins: Hafinn verði undirbúningur 3. ðfanga nýbyggingarinnar Aöalfundur Sjúkrahúss Kefla- vfkurlæknishéraös var haldinn 27. febr. sl. Formaður, Steinþór Júlíusson, ræddi störf stjórnar og þær helstu framkvæmdir, og gat þess aö fyrirhugað væri aö aðalfund- ur v/1980 yröi haldinn í maí n.k. Eyjólfur Eysteinsson fór því næst yfir reikninga Sjúkrahúss- ins, fjárhagsáætlun og ræddi önnur þau mál sem snerta rekstur Sjúkrahússin. Rekstrartekjur 1979 voru gkr. 419.979.904. Rekstrargjöld 1979 voru gkr. 478.378.148, og rekstr- arhalli varö því gkr. 58.398.244. Ástæöa hallans er vegna þess aö daggjald, sem bera á uppi rekst- urskostnaö, var áætlað í ársbyrj- un 1979 miðað við áriö 1978, en vegna breyttra aðstæðna, kostn- aöarhækkana o.fl. varö reksturs- kostnaður hærri en áöur og dag- gjöldin fengust ekki hækkuö til aö mæta kostnaöi. Eyjólfur hreyfði þeirri hug- mynd, aö hefja nú þegar undir- búning á 3. áfanga nýbyggingar og ef ríkiö fengist ekki til aö leggja fram fé til hönnunar, aö sveitarfélögin fjármögnuöu kostnaöinn til aö byrja meö. Þá bauö Kristján Sigurðsson, sjúkrahússlæknir, velkominn til starfa Sighvat Snæbjörnsson, sem lausráðinn hefur verið sem aöstoöarlæknir viö sjúkrahúsið. í stjórn voru kosin: Frá sveitar- félögunum: Steinþór Júlíusson form., Gunnar Jónsson vara- form., Albert K. Sanders ritari. Frá starfsmannaráði: Guörún Bjartmarsdóttir og Erna Berg- mann. Endurskoöendur voru kosnir: Bjarni Albertsson Kefla- vík og Jón K. Ólafsson Sand- geröi. íþróttahúsið í Kefiavík: Körfuboltalandsleikur á morgun, 27. marz Annað kvöld verður háöur hér í íþróttahúsinu í Keflavfk lands- leikur f körfubolta milli fslend- inga og Finna. Hefst leikurinn kl. 20.00 Finnar hafa á aö skipa mjög góöu landsliöi um þessar mund- ir. Má þar nefna aö f síðustu 26 leikjum þeirra hafa þeir unnið 17 leiki en tapað 9. f þessum leikjum hafa þeir spilaö viö iangflestar sterkustu körfuknattleiksþjóöir heims. fslendingar hafa í síöustu 19 landsleikjum sínum unniö 12 sinnum en tapaö 7 sinnum. Þessir leikir fslendinga og Finna eru lokaundirbúningur fs- lendinga fyrir C-keppnina f Sviss. Keppnin fer fram dagana 12.-16. apríl n.k. f riðli með ís- lendingum eru Portúgalir, Sviss- lendingar, Alsírbúar, Luxem- borgarar og Skotar. f íslenska landsliöinu eru eftir- taldir leikmenn: Ágúst Líndal, KR Gunnar Þorvaröarson, UMFN Jón Jörundsson, fR Jón Sigurðsson, KR Jónas Jóhannesson, UMFN Kristinn Jörundsson, (R Pétur Guömundsson, Val Ríkharöur Hrafnkelsson, Val Símon Ólafsson, Fram Torfi Magnússon, Val Valur Ingimundarson, UMFN Viöar Þorkelsson, Fram Þorvaldur Geirsson, Fram Gfsli Gíslason, fS Viö hvetjum alla til aö mæta í fþróttahúsiö í Keflavfk annaö kvöld og hvetja fslenska lands- liöiö til sigurs. Frá leik landsliösins og pressuliösins f Njarövík f sföustu viku

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.