Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Síða 4

Víkurfréttir - 14.05.1981, Síða 4
Fimmtudagur 14. maí 1981 VÍKllR-fréttir íbúar við Vallargötu I Sandgerði: Óánægðir með fiskverk- unarhús í nágrenninu Mikil óánægja ríkir nú meðal ibúa við Vallargötu í Sandgeröi vegna fiskverkunarhúsa, sem risið hafa upp í nágrenninu. Óánægja þessi, sem staðið hefur á milli þessara íbúa og Hænsnabúlö umdellda, sem nú er notaö undir skrelðarverkun ATVINNA Við höfum verið beðin að ráða starfskraft í hálft starf við skrifstofuvinnu fyrir einn viðskiptavin okkar. Starfið er fólgið í almennri skrifstofuvinnu auk móttöku og útreikningi á verkefnum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum um starfið sé skilað fyrir 25. mai n.k. Allar nánari upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu okkar að Skólavegi 4, Keflavík (ekki í síma). BÓKHALDSSTOFA ÁRNA R. ÁRNASONAR hreppsyfirvalda, á rætur sínar að rekja til þess, er leyfð var bygg- ing hænsnabús að Strandgötu 23, en rekstur þess „var með þeim eindæmum að annað eins þekkist víst hvergi, því öll þau lof- orð sem gefin voru um hreinlæti, af hreppsnefnd, hvað varðar þessa byggingu, voru þverbrotin og nægir að vitna í skýrslur heil- brigðisfulltrúa Suðurnesja þar um,‘‘ segir í bréfi sem allir íbúar neðan við Vallargötu (utan 2) rit- uðu hreppsnefnd 14. apríl sl. Þegar hænsnabúið hætti starf- rækslu vonuðust íbúarnir eftir því að þetta hús yrði nýtt til iðn- aðar, eins og aðalskipulag segir til um, en í stað þess var húsið leigt til skreiðarverkunar og hvorki samþykki heilbrigðis- nefndar eða mótmæli íbúanna virt viðlits, „enda sagði heil- brigðisnefndin af sér út af þessu máli vegna þess að hún var hunsuð og ekkert hlustað á hana, önnurvar þá búin til í hvelli og þá eftir skoðunum manna,‘‘ eins og einn íbúinn sagði i viðtali við blaðið. „Og svo ef skreiðar- verkunin hættir þá er viðbúið að saltfiskverkun komi næst." [ umræddu bréfi til hrepps- nefndar er einnig bent á starf- rækslu fiskverkunarhúss T ros sf. sem er ótvírætt brot á aðalskipu- lagi hreppsins og að áliti íbúanna hefur ekki tilskilið starfsleyfi, og fleira mætti til telja. Að lokum segir í bréfinu: „Undirritaðir íbúar vilja enn einu sinni leita til hreppsnefnd- ar og fara þess á leit að þetta leyfi verði afturkallað og eigi siðar en þegar skreiðarverkun lýkur eftir vetrarvertíð, þannig að húsið verði nýtt til þeirra hluta sem aðalskipulag segir til um, n.k. haust. Jafnframt bendum við á að Tros-húsið fái sama aðlög- unartíma." Þetta er úttýnl úr stofuglugga fbúðar vlö Strandgötu. Á mlöri mynd- Inni er brunnur sem virölst vera fullur og er fariö aö f læða út úr honum klóaksull. Þá hafa rottur elnnlg sést þama á kreikl. NJARÐVÍKURBÆR Fasteignagjöld 1981 Þriðji og síðasti gjalddagi fasteignagjalda er 15. maí n.k. Dráttarvextir eru 4.75% pr. mánuð. Gerið skil til að forðast kostnað og önnur óþægindi. Bæjarsjóður - Innheimta Seyluhverfi, Njarövík: Lóðaúthlutun Á fundi bygginganefndar Njarðvíkur 28. apríl sl. var eftir- töldum úthlutað lóðum í Seylu- hverfi: Háseyla 1: Tryggvi Ingvars- son, Sunnubraut 9, Keflavík. Háseyla 5: Guðmundur Hauks- son, Faxabraut 40a, Keflavík. Háseyla 31: Gústaf Ólafsson, Faxabraut 33a, Keflavík. Skaðabótum synjað Á fundi bæjarráös Keflavíkur 28. apríl sl. las bæjarstjóri bréf frá Haraldi Blöndal hdl., þar sem hann fer fram á skaöabætur til handa Pétri Gaut Kristjánssyni, vegna þess að hundum hans var lógað af lögreglunni hér í bæ. Bæjarráö synjaði erindinu.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.