Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Side 7

Víkurfréttir - 14.05.1981, Side 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. maí 1981 7 Menningardagar í Njarðvík munu koma fram í kirkjunni á þessum menningardögum, en þeim lýkur með guðsþjónustu sunnudaginn 17. maí kl. 14. Menningardagardagar standa nú yfir í Ytri-Njarðvíkurkirkju á vegum Menningarnefndar kirkj- unnar, en þar er um að ræða tónleikahald og málverkasýn- ingu. Menningardagarnir voru settir sl. sunnudag af Friðrik Valdimars syni, sem kynnti dagskrána.sem standa mun yfir til 17. maí. Dagskráin hófst með Vortón- leikum Tónlistarskóla Njarðvíkur og að þeim loknum var opnuð málverkasýning þriggja Suður- nesjamanna, í safnaðarsal kirkj- unnar, þeirra Öskars Jónssonar, Áka Granz og Karls Olsen jr. Viðsetninguna ásunnudaginn afhenti Friðrik Valdimarsson Erni Óskarssyni, skólastjóra Tónlistarskóla Njarðvíkur 1.500 kr. að gjöf úr Stofnsjóði séra Páls heitins Þórðarsonar, sem variö yrði til þess er kæmi skólanum að sem bestu notum. „Kirkjan vill með þessari gjöf,“ sagði Friðrik, ..beina sjónum á þann grósku- mikla gróður í reit Tónlistarskól- ans, -eftiraðeinsfimm árastarf,- og benda á að með samstöðu verðum við sjálf að hlúa að þeim Verður Kefla- víkurbær eign- araðili að Karla- kórshúsinu? Bæjarstjórn Keflavíkur hefur nýlega á fundi sínum samþykkt eftirfarandi tillögu samhljóða: „Meö tilliti til þess að slitnað hefur upp úr viðræðum á milli Karlakórsins og UMFN um sam- eignaraðild að húsi karlakórsins, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarráði að kanna möguleika á því að Keflavíkurbær geti á ein- hvern hátt stuðlað að því að hús- byggingin geti haldið áfram með eölilegum hraða." Tillagan var samþykkt sam- hljóða, en hún var borin upp af Hilmari Péturssyni, Ólafi Björns- syni, Ingólfi Falssyni og Karli Sigurbergssyni. Þvottahús Keflavíkur: Niðurrifi frestað Á fundi bæjarráðs Keflavíkur 28. aprílsl. las bæjarstjóri bréf frá Gunnari Jónssyni varðandi ólög- legar viðbyggingar við bílskúr og íbúðarhús að Vallartúni 5, þar sem Gunnar fer fram á að fallið verði frá niðurrifi umræddrar byggingar. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra, byggingafulltrúa og formanni bygginganefndar að finna lausn á þessu máli. Jafn- framt samþykkti bæjarráð að fresta aðgerðum þar til ofan- greindisr aöilar hafa komist aö niðurstöðu. menningargróðri. Skólinn og kirkjan eiga samleið, tónarnir eru frá sömu hörpunni, sem lofsyng- ur fegurðina, lífiö og kærleika Guðs.“ Þá var Atla Ingólfssyni afhent skrautritað skjal ásamt 1000 kr. viðurkenning frá Tónlistarsjóði sr. Páls Þórðarsonar, en það gerði örn Óskarsson. Er þetta í fyrsta sinn sem veitt er úr þessum sjóði. Á vortónleikunum var leikið frumsamið verk eftir Atla, Divertimento, við mikinn fögnuð áheyrenda. Dagskráin hélt svo áfram á mánudags-, þriðjudgs- og miövikudagskvöld, og í kvöld, fimmtudag, syngur Kór Tónlist- arskóla Njarðvíkur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Annaö kvöld, 15. maí, verður málverkasýningin opin, en hún er opin alla dagana frá kl. 19.30 ril 22.30. Laugardaginn 16. maí kl. 17 syngur Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur. Á annað hundrað manns MANNVIRKI SF. Byggingaverktakar Hafnargötu 17, Keflavík Sími 3911 Gerum föst tilboð í mótauppslátt, utanhúss- klæðningar, þakviðgerðir og aðra trésmiðavinnu. Skrifstofan er opin alla vlrka daga frá kl. 10-12. Greiði allar innlánsstofnanir jafn háa vexti, hvar ávaxtar þú þá sparifé þitt? Þar sem það vinnur að bætt- um hag þínum og landa þinna? í ríkisbanka sem fjármagnar helstu útflutningsatvinnuvegi íslendinga? Megum við benda á slíkan banka? ÚTVEGSBANKI W ÍSLANDS AD HVAÐA yERKEFNI SE4RE4R SR4RIFÉ Wn?

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.