Víkurfréttir - 14.05.1981, Síða 12
12 Fimmtudagur 14. maí 1981
VÍKUR-fréttir
in. Sá aðili sem stóö aó þessu
verki var stjórn Sparisjóösins í
Ketlavík.
Orörómur um að þessar aðfar-
ir stæöu til hafði kvisast um
bæinn við ánægjukurr þeirra
sem vilja rífa gamla hverfiö. Hinir
sem vilja hlúa að hverfinu treystu
aftur á móti hinum ýmsu opin-
beru nefndum og ráðum til að
koma i veg fyrir niðurrif, m.a.
vegna þess að ekkert samþykkt
deiliskipulag leyfði slíka eyði-
leggeingu þá og gerir ekki enn
þann dag i dag.
Og viðbrögð hinna lögbund-
inna nefnda er sannarlega í frá-
sögur færandi. Sú eina athuga-
semd var gerð við umsóknina, að
Byggðasafnsnefnd krafðist þess
að húsin yrðu Ijósmynduð.
Nú hefur Sparisjóðurinn keypt
5 hús til viðbótar á þessu svæði
og er fátt annað að heyra um
framtíð þeirra en að þeim verði
fórnað á altari „beinlínista".
Enda er það yfirlýst stefna
manna sem eru í forræði fyrir
hvoru tveggja í senn, Sparisjóð
Þjónusta
Vörubflastöö Keflavíkur auglýslr: KEFLAVÍK - SUÐURNES
Höfum ávallt til leigu 6og 10 hjóla vörubifreiðir fyrirallaalmenna þjónustu.
Ennfremur bílkrana og dráttarbifreiöir til hvers konar þungaflutninga.
Höfum söluumboð fyrir alls konar jarðefni. Dæmi um fjölbreytilegt efnis-
úrval: Pitrun, grús, súlusandur, bruni, mold, hraun, gíhólabruni, gróður-
mold, toppefni og fleira. Útvegum jafnframt ýmis konar jarðvinnuvélar í
uppgröft, útýtingar og fleira. Leggjum áherslu á góða og fljóta þjónustu.
Reynið viðskiptin. Geymið auglýsinguna.
Vörubílastöð Keflavíkur
Símar 2080 og 1334. — Opið frá kl. 8-18. Eftir lokun sími 2011.
Koma skipulagsmál
íbúum ekkert við?
Sumarið 1979 gerðist sá fá- | sem um áratuga skeið höfðu
gæti atburður í Keflavík, að staðiðásínumstaðígamlahverfi
fjögur gömul og prýðileg hús, | bæjarins, voru skyndilega horf-
Verfia þetta örlög gömlu hverfanna í Keflavfk?
og bæjarsjóð, að gömlu húsin og
allt það hverfi skuli rifiðtil rústa. í
staðinn skal reisa einhvern for-
láta miðbæ úr steypu og gleri þar
sem allar línur verða þráðbeinar,
nema ef vera skyldi að hönnuður
verksins hafi óvart hnerrað við
iðju sína og gert bogastrik sem
ekki næst af teikningum.
Fróðlegt væri ef fulltrúarspari-
sjóðsstjórnar, bygginganefndar,
skipulagsnefndar og byggða-
safnsnefndar - auk að sjálfsögðu
annarra, sem áhuga hafa á,
gerðu grein fyrir afstöðu sinni á
síðum Víkur-frétta og svöruðu í
leiðinni eftirfarandi spurningum:
1. Ætlar stjórn Sparisjóðsins að
sækja um leyfi til að fjarlægja
sín hús i hverfinu?
2. Er til fullnægjandl teikning af
því mannvirki sem á að reisa í
staðinn?
3. Ergertráðfyriraðþaðmann-
virki verði í samræmi við önn-
urmannvirki hverfisinslíktog
krafist er að sé með nánast
allar íbúðarbyggingar?
4. Vill bygginganefnd gefa
stjórn Sparisjóðsins leyfi til
að rífa eða fjarlægja á annan
hátt sín hús í hverfinu?
5. Er það satt, að ekki sé gert
ráð fyrir að neitt íbúðarhús-
næði komi í staðinn fyrir þau
hús á lóðum Sparisjóðsins í
gamla hverfinu, sem hafa ver-
iðéða hugsanlega verða fjar-
lægð?
Vonandi verður þessi stutta
grein til að vekja upp umræður
með íbúum Keflavíkur um fram-
tíð gamla hverfisins og þá ekki
sist þeirra sem búa utan hverfis-
ins. Afdrif þess kemur öllum íbú-
um bæjarins við en er ekkert
einkamál fáeinna forystumanna
sem trúa því að það sé vilji allra
Keflvíkinga að gamalt og vina-
legt íbúðarhverfi skuli rifið, svo
troða megi á einn stað allri þjón-
ustu við íbúana.
Til að firra sig því ámæli að
ákvarðanir um þessi mál séu
teknar innan lokaðrar klíku,
skora ég að endingu á framan-
greinda aðila að svara skýrt og
skorlnort þeim spurningum sem
hér eru birtar.
Keflavík, 6. maí 1981.
Gylfl Garöarsson
SUNDLAUG - GUFUBAÐ
HEITIR POTTAR - SÖLBAÐ
Ath.: Opnunartími Sundhallarinnar breyt-
ist 15. maí og verður sem hér segir:
Mánudaga-föstudaga kl. 7.30-9 f.h..
12-19 og 20-22.
Laugardaga kl. 7.30-10 f.h. og 13-18.
Sunnudaga kl. 9-12 f.h.
Útisvæðið við Sundhöll Keflavíkur með
heitum pottum og sólbaðsaðstöðu.
SÉRTÍMAR FYRIR KONUR KL: 20-22
ÞRIÐJUDAGA OG FIMMTUDAGA
í sundlaug, gufubað og heitu pottana.
Sundhöll Keflavíkur