Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.05.1981, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 14.05.1981, Qupperneq 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 14. maí 1981 13 Um hjúkrunarþjon- ustu á Suðurnesjum Þessi orö, sem ég undirritaður set hér á blað, eru til þess ætluö, aö koma á framfæri þakklæti mínu til Elínar Ormsdóttur sjúkraliöa, fyrir þátttöku í um- ræðu ,,Um heilbrigðisþjónustu á aldraöra á Suðurnesjum", eins og yfirskrift greinar hennar i Víkur-fréttum 30. apríl sl. bervmeð sér. Tilefni þátttöku hennar er við- tal við Kjartan Ólafsson héraðs- lækni i 1. tbl. Ármanns 1981. Fyrir mitt leyti get ég tekið undir margt af því sem sjúkralið- inn nefnir ígreinsinni.T.d. þetta, svo ég nefni eitthvað: ,,Ef heilsu- gæsla, hjúkrunardeild og sjúkra- hús eru í tenglsum - sambyggt, nýtist öll þjónusta betur. Þá er eitt eldhús fyrir alla, læknaþjón- usta, röntgen, rannsókn og þvottahús, svo eitthvað sé nefnt." Og einnig síðar: „Ég er þeirrar skoöunar að það þurfi að stuðla meira að því hjá okkur en gert er, að aldraðir geti verið heima sem allra lengst og raska ekki þeirra högum fyrr en nauð- syn krefur. Við þurfum að stór- auka aöstoö viö þetta fólk, bæöi heimilishjálp og hjúkrun.“ Þessu er ég fyllilega sammála og ýmsu fleiru, sem Elín nefnir í grein sinni. Ég ímynda mér að Kjartan læknir geti einnig verið sammála ýmsu í greininni. En framarlega í grein sinni, þegar Elín sjúkraliði hefur vitnað í ummæli Kjartans í Ármanni, dregur hún sínar ályktanir af við- talinu, sem eru alrangar og eng- in frambærileg rök geta stutt. Hún segir orðrétt: „Mérfinnst því hjúkrunardeild við elliheimilið ekki vera besta lausnin til fram- búðar." Það kemur hvergi fram í við- talinu aö Kjartan tali um þetta sem frambúðarlautn. Hann talar ekki um að hverfa frá fyrirhuguð- um framkvæmdum og uppbygg- ingu Sjúkrahússins í Keflavík. Hann talar aðeins um brýnan vanda, sem krefst bráðrar lausn- ar, þótt ekki sé nema til bráða- birgða. Þessi ranga ályktun, sem fram kemur í grein Elínar, hlýtur að vera dregin í fljótræði, en ekki að yfirveguðu máli. Þessa misskiln- ings hef ég orðiö var að gætti hjá ýmsum öðrum við umræður um málið. Því sem betur fer hefur nefnt viötal við Kjartan lækni í blaöinu Ármanni vakið eftirtekt og oröiö kveikja að umræðu, m.a. í bæjarstjórn Keflavíkur. f beinu framhaldi af viötalinu og þeirri hugmynd Kjartans, að koma til móts við þá fjölmörgu, sem bíða úrlausnar á sínum vandamálum hvað hjúkrun snertir, umönnun aldraöra og annarra, því hér er um fleiri að AUGLÝSINGASÍMINN ER 1760 ræða en gamalt fólk, þótt þaö sé af skiljanlegum ástæöum stærsti hópurinn, - í beinu framhaldi af viðtalinu, lagði ég eftirfarandi til- lögu fyrir bæjarstjórn Keflavíkur til umfjöllunar þriðjudaginn 5. þ.m.: „Með tillitit til fyrirhugaðrar stækkunar Garðvangs, sam- þykkir bæjarstjórn Keflavíkur að beina því til stjórnar SSS (sam- bands sveitarfélaga á Suöurnesj- um), að hún hafi frumkvæði að því, í samvinnu við heilbrigðis- málaráð Reykjanes-læknishér- aðs, að kannaðir verði möguleik- ar á að koma upp hjúkrunardeild við Garðvang. ( því skyni yrði starfssamning- urum reksturdvalarheimilisaldr- aðra að Grímshól í Garði, endur- skoðaður, ef þurfa þykir.“ Viðbrögð annarra háttvirtra bæjarfulltrúa urðu að venju mis- jöfn sem vænta mátti. Fram kom breytingartillaga frá meirihlutan- um og önnur tillaga frá Alþýðu- flokksmönnum. En lokaaf- greiðslan varð sú, að öllum til- lögunum var vísað til stjórnar SSS og heilbrigðismálaráðs Reykjanesumdæmis. Eg tel það afar mikilvægt að málið skuli komiðtil heilbrigðis- málaráðs Reykjanesumdæmis, en í því eru læknar héðan af Suð- urnesjum, og þeim þar með falin umfjöllun málsins ásamt stjórn SSS. Ég leyfi mér að vænta þess að læknarnir fylgi málinu eftir svo sem kostur er, til viðunandi lausnar. Ég skil, að það er vel meint hjá Elínu sjúkraliða, að ætla að ganga frá málefnum aldraðra og sjúkra á sem fullkomnasta máta. Með fyrsta flokks sjúkrahúsi, með hjúkrunardeild, heilsu- gæslu, röntgen o.fl. Allt iam- byggt. En hvað tekur það mörg ár? Meö álfka hraða og bygging sjúkrahússins hefur tekiö fram til þessa, er vart um skemmri tíma að ræða en 15-20 ár. Á að banna fólkinu að eldast og verða sjúkt á meöan sátími líður? Nei, varla. Við skulum reyna að leysa sár- asta vandann með skjótari hætti, þótt ekki verði þar allt á full- komnasta máta. En við skulum ekki hætta við heildarskiþulag allra þessara þátta heilsugæsl- unnar fyrir því. Áfram verður að vinna af fullum áhuga að upp- byggingu sjúkrahússins, aukinni heilsugæslu, heimilishjálp og hjúkrun o.s.frv. Ég treysti á lækn- ana hér á svæðinu til að vinna að málinu af einurð og festu. En hins vegar geri ég mér grein fyrir því, að þeir þurfa ágóðum stuðn- ingi almennings að halda til aö ná þeim árangri sem til þarf hjá forsjármönnum fjármagnsins. Þess vegna endurtek ég þakk- læti mitt til Elínar fyrir þátttöku hennar í umræðunni og skora hér með á fleiri, að láta til sín heyra. Karl G. Slgurbergsson SUÐURNES Lóðaskoöun hjá fyrirtækjum á Suðurnesjum er hafin og er þess vænst aö eigendur og umsjónar- menn þeirra taki virkan þátt í fegrun byggðarlag- anna, með snyrtilegri umgengni við fyrirtæki sín. Heilbrigöisfulltrúinn Foreldrar! Nokkur pláss laus I Barnaskóla Aðventista á næsta skólaári. Uppl. í síma 3165 eða 1232 fyrir maílok. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu 1981 Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Föstudaginn Mánudaginn Þriðjudaginn Miðvikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn Þriðjudaginn Miövikudaginn Fimmtudaginn Föstudaginn 13. maí 14. maí 15. maí 18. maí 19. maí 20. maí 21. maí 22. maí 25. maí 26. maí 27. maí 29. maí 1. júní 2. júní 3. júní 4. júní 5. júní 9. júní 10. júní 11. júní 12. júní Ö-1051 - Ö-1125 Ö-1126 - Ö-1200 Ö-1201 - Ö-1275 Ö-1276 - Ö-1350 Ö-1351 - Ö-1425 Ö-1426 - Ö-1500 Ö-1501 - Ö-1575 Ö-1576 - Ö-1650 Ö-1651 - Ö-1725 Ö-1726 - Ö-1800 Ö-1801 - Ö-1875 Ö-1876 - Ö-1950 Ö-1951 - Ö-2025 Ö-2026 - Ö-2100 Ö-2101 - Ö-2175 Ö-2176 - Ö-2250 Ö-2251 - Ö-2325 Ö-2326 - Ö-2400 Ö-2401 - Ö-2475 Ö-2476 - Ö-2550 Ö-2551 - Ö-2625 Skoðunin ferframað Iðavöllum4, Keflavík, milli kl. 8-12 og 13-16. Á sama stað og tíma ferfram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja, s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðar- tryggingu. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 4. maí 1981. Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.