Víkurfréttir - 14.05.1981, Side 14
I^Z^rCÉTTIC
Fimmtudagur 14. maí 1981
SPARISJÓÐURINN
er lánastofnun allra
Suðurnesjamanna.
Aðalfundur Kaupfélags Suðurnesja:
Afkoma félagsins var góð
Aðalfundur Kaupfélags Suð-
urnesja var haldinn í Samkomu-
húsinu Garði sl. laugardag.
Formaður félagsstjórnar, Sig-
fús Kristjánsson, setti fundinn og
flutti skýrslu félagsstjórnar.
Fundarstjórar voru Sigmar Sæ-
valdsson, Grindavík, og Jóhann
Jónsson, Garði. Rétt til fundar-
setu höfðu 102 fulltrúar úr 6 fé-
lagsdeildum. Mættir voru 74
ásamt stjórn, endurskoðendum
og fleiri félagsmönnum.
( skýrslu kaupfélagsstjórans,
Gunnars Sveinssonar, kom fram
að afkoma félagsins á sl. ári var
nokkuð góð. Verslunarvelta fé-
lagsins jókst á árinu um 77% og
varð kr. 5.981.932.947 með sölu-
skatti. Afskriftir námu krónum
109.455.372. Eigið fé kaupfé-
lagsins er nú kr. 1.048.189.429,
eða 38.5% af efnahagsreikningi.
Tekjuafgangur var 17.898.867, er
yfirfærist til næsta árs. Fjárfest-
ing félagsins í sölubúðum, á-
höldum og innróttingum var kr.
109.687.929.
Slátrað var 11.723 fjár hjá fé-
laginu. Meðalþungi dilka var
14.01 kg og hafði hækkað um
1.65 kg frá fyrra ári.
Benedikt Jónsson, framkv.-
stjóri Hraðfrystihússins, flutti
skýrslu um rekstur þess. (skýrsl-
unni kom fram, að hraðfrystihús-
ið rak á árinu tvo togara, b/v
Aðalvík og b/v Bergvík. Afli Aöal-
víkur var á árinu 2.608 tonn og
afli Bergvíkur 3.398 tonn. Tap
„Það verðurað leggja málið
fyrir æðri dómsfóla“
- segir Valtýr Guöjónsson
Vikur-fréttir höfðu samband
við Valtý Guðjónsson, en hann er
einn af þeim 5 leigutökum er
landeigendur stefndu.
ENDURFLUTNINGUR
„Þessi krafa um riftun samn-
inga er endurflutt núna, en hún
var á döfinni fyrir rúmum 20
árum. Þá gufaði þetta upp, þar
sem enginn lögfræðingurtreysti
sér til aö halda henni til streitu og
enda strax kveðin niður af þá-
verandi bæjarstjóra í Keflavík. (
„Keflavíkurlandi" eru líka lóðir
meö svipaða samninga og þar er
Keflavíkurbær „nýr eigandi".
Enginn hefur heyrt að hann
hyggist rjúka til og rifta þeim.“
En flnnst þér sanngjamt að
grelða svo litla lelgu, sem kveðlð
er á I samnlngnum?
„Þótt óðaverðbólga nú á
tímum sé oft notuð sem skálka-
skjól, þá er illa komiö, ef hana er
hægt að nota til að rjúfa þing-
lýstar gerðir."
Framh. á 11. sfðu
Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, fluttl skýrslu
varð á rekstri beggja togaranna,
en heildar rekstrarhalli hrað-
frystihússins varð 353.439.095
kr. Afskriftir námu 294.989.681
kr. Aðal orsökin fyrir rekstrar-
hallanum er aukinn fjármagns-
og olíukostnaður.
Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráð-
herra, var gestur fundarins og
ræddi um samvinnumál.
Á fundinum voru ræddar til-
lögur um stefnuskrá samvinnu-
hreyfingarinnar er borist höfðu
Framh. á 5. slðu
Nýtt póst- og símahús í Sandgerði
Sl. mánudag var hið nýja póst- og símahús í Sandgerði opnað. Myndin
var tekin í afgreiðslusalnum og eru á henni f.v.: Anna Sveinbjörns-
dóttir, Unnur Þorsteinsdóttir stöðvarstjóri, og Kristín
Gunnlaugsdóttir. Víkur-fréttir óska starfsfólkinu til hamingju með hið
glæsilega húsnæði.
Valtýr minnti fyrst á að í samn-
ingum, sem gerðir voru fyrir 1955
væri að finna ákvæði, þar sem
segir að „lóðin er leigð á erfða-
festu óuppsegjandlega til óá-
kveðlns tíma með óhindraöan
rétt fyrir leigutaka aö selja eða
veðsetja, svo sem væri lóðin
hans elnkaelgn, óátalið af leigu-
sala." Síðan sagði hann:
„Að mínu áliti geturriftunlóð-
arleigusamnings, sem gerður er
af fúsum og frjálsum vilja fyrir
25-60 árum þýtt, að hvaöa
kaupahéöinn sem væri gæti á
sama hátt sagt: „Þú keyptir hús
fyrir 40 árum á 40 þúsund kr„ nú
vil ég að þú greiöir 40 milljónir,
því lægri talan stenst ekki nýtt
fasteignamat."
Þetta er ekki sinubruni, heldur eimyrja frá Fiskiðjunni ásamt meðfylgjandi lykt, sem lagði yfir
Njarðvíkurbæ dag eftir dag í síðustu viku án nokkurraaögeröaheilbrigðisyfirvaldaog heilbrigðisfulltrúa,
þrátt fyrir ákvæöi um að í þessari vindátt megi stöðva bræöslu verksmiðjunnar.