Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 13.08.1981, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 13. ágúst 1981 VIKUR-fréttir Njarðvíkurslippur: Ágreiningur út af málningu Fyrir nokkru kom upp ágrein- ingur i Skipasmíöastöð Njarð- víkur milli forráðamanna stöðv- arinnar og málaraverktaka úr Slysagildra Með tilkomu malbiks upp með girðingu við húsið Nónvvarða 1 og malbikun á göngugötu við horn þess sama húss, hefur myndast stórhættuleg slysa- gildra þar, er börn koma á mikilli ferð niður gangstíginn og fyrir bíla er aka Nónvörðuna. Er hér með komið ábndingu til bæjar- ins að „byrgha brunninn áöuren barnið dettur ofan i hann“, og koma þar meö í veg fyrir slys þarna, t.d. með þvi að setja hindrun á enda göngustígsins. Hafnarfirði, er hinir síðarnefndu voru að vinna við málningu tog- arans Mai úr Hafnarfirði, sem var uppi í slippnum. Forráðamenn stöðvarinnar óskuðu eftir þvi að lögreglan fjarlægði verktakana á þeirri for- sendu að þeir störfuðu þarna í óþökk fyrirtækisins. Til lögreglu- aðgerðar kom þó ekki þar sem málararnir höfðu lokið starfi sinu og vegna þess að lögbann var ekki krafist af hálfu Skipasmíða- stöðvarinnar. Upphaf málsins er það að mikið hefur færst í vöxt að eig- endur skipa fái pláss fyrir þau i slippnum, en fá siðan utanað- komandi verktaka til að vinna við skipin, en skipta ekki við slipp- inn nema það nauðsynlegasta. Forráðamenn slippsins eru að vonum ekki ánægðir með þessa þróun mála og einnig það, að þrátt fyrir helgarvinnubann hafa þessir aðilar unnið óáreittir, meðan starfsmenn slippsins fá ekki að vinna. Því var gripið til þess ráðs aðfá úr því skoriö hvort viðkomandi eigendum skipa væri frjálst að velja verktaka við skipið eftir að það væri komið upp. Þar sem engin skilyrði eru sett við upptöku skipa í slippinn hef- ur verið fallið frá frekari aögerð- um af hálfu slippsins. Reykjanesbrautin: Ekki endurbætt á þessu ári Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja: Stórátak í sölu gjafabréfa Áætlað að verja 250 þús. kr. til húsabreytinga Eins og allir Suðurnesjamenn vita, þáer Reykjanesbrautin orð- in talsvert slitin og stórhættu- legt að aka um hana í rigningu. Á alþingi í vetur sagði sam- gönguráðherra að viðgerð hæfist á þessu ári, en nú er hins vegar Ijóst að svo verður ekki, - möguleiki er á að hafnar verði framkvæmdir við veginn á næsta ári. Og þar sem þetta eru mjög dýrar framkvæmdir er orðið Ijóst að vegurinn verður ekki allur endurbættur á einu sumri. Tvenns konar viðgerð kemur til greina, annars vegar að mal- bika ofan á steypuna, eða ,,fræsa“ ofan af veginum og lækka hann til jafn svið hjólförin. Til þess á Vegagerðin þó ekki tæki, en taliöeraðtilgreinakomi aö fá þau leigð. Að undanförnu hefur verið unnið af miklum krafti við að inn- rétta viðbótarhúsnæði það sem Sálarrannsóknarfélag Suður- nesja hefur keypt aðTúngötu 22 í Keflavík. Reiknað er með að búið sé að verja tæpum 100 þús. kr. í kostnað við breytingarnar auk mikillar sjálfboðavinnu, sem ekki er verðlögð. Enn er eftir að gera ýmislegt til að húsið verði fullgert, en áætlað er að heildar- kostnaður við breytingarnar verði aldrei undir 250 þús. kr. Þegar húsið verður fullklárað er vonast til aö félagið geti sjálft boðið fundarsal undir alla al- menna fundi á þess vegum, auk þess sem dagleg þjónusta við fé- lagsmenn, svo sem aðstaða fyrir orkumiðla, geti farið þar fram. Til að fjármagna þessar breyt- ingar hafa verið gefin út gjafa- bréf, sem eru frádráttarbær frá skatti, og hafði um síðustu mán- aðamót safnast 15 þús. kr. íformi þessara bréfa auk, auk þess sem félaginu höfðu borist ýmsar aðrar gjafir, t.d. húsgögn. En engu að síður þarf nú að gera stórátak í sölu þessara gjafabréfa til að ná endum saman, og er vonast til að félagar og aðrir velunnarar styrki félagiö með kaupum á bréfum þessum, en þau verða til sölu hjástjórnar- meðlimum SRFS og í húsi félagsins alla þriðjudaga. Engin ákveðin upphæö er á bréfunum, heldur er framlag frjálst hverjum og einum, en eins og áður segir eru gjafir þessar frádráttarbær- ar frá skatti. Reykjanesfólkvangur: Bann við lausa- göngu hrossa Stjórn Reykjanesfólkvangs, bæjarfógeti og bæjarstjórinn í Grindavík, hafa bannað alla beit hrossa á afréttum í landnámi Ingólfs og þar með beit hrossa utan sérstakra girðinga i Reykja- nesfólkvangi. Hross sem finnast á lausagöngu innan fólkvangs- ins verða því tekin og þeim ráð- stafað á kostnað eigenda sem lög standa til. NJARÐVÍK Útsvör - Að- stöðugjöld ’81 1. gjalddagi útsvars og aðstöðugjalda eftir álagningu var 1. ágúst sl. Njarðvíkingar, gerið skil með hvern gjald- daga og forðist þannig kostnað og önnur óþægindi. Dráttarvextir eru 4.5% pr. mánuð. Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á 30. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga um sjálfsábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Innheimtan

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.