Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. september 1981 5 „Nemendur öldungadeildar ekki neinar hornrekur“ - segir Jón Böðvarsson, skólameistari „Öldungadeildin í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja er sú næst elsta á landinu. Húná rætursínar að rekja til Gagnfræðaskólans í Keflavík, stofnuð þar 1975. Árið eftir tók FS við rekstri hennar og er deildin nú starfrækt samhliða Jón Böðvarsson dagskólanum. Kostnaður við deildina skiptist jafnt á ríkissjóð, sveitarfélögin á Suðurnesjum og nemendur." Þetta kom m.a. fram í viðtali sem blaðamaður átti við Jón Böðvarsson skólameistara FS. Á þessari önn munu 180 nemendur stunda nám við öld- ungadeildina, en þá eru þeirekki taldir með sem nema fatasaum og trésmíði. Það er vegna þess að ráðuneytið viðurkennir ekki þá áfanga í öldungadeild. „Ráðuneytið hefuraldreiviljað viðurkenna aðra áfanga í deild- ina en þá sem kenna má með tvö- földum námshraða. Við töldum, samkvæmt raðuneytisbréfi að skólinn mætti halda uppi kennslu í öldungadeild á öllu svæðinu. En ráðuneytið hefur verið mjög þversum i þessu efni og neitað að borga sinn hlut af kostnaðinum nema að kennt væri í Keflavík. Við höföum einu sinni fjóra hópa í Sandgerði, en ríkissjóður hefur ennþá ekki greitt sinn þriðjung af þeim kostn aði. Þetta er mjög bagalegt. Æskilegt væri að dreifa kennsl- unni á sveitarfélögin eftir því sem nemendafjöldinn leyfði," sagði Jón. „Þátttaka í öldungadeildinni var lítil framan af og tiltölulega fáir stefndu að ákveðnum náms- lokum. Um tíma leit út fyrir að deildin yrði lögð niður vegna þessa. En sem betur fer varð svo ekki og nú er svo komið að flestir nemendurnir stefna að ákveðn- um lokaprófum. Vinsælustu brautirnar eru viðskiptabraut og uppeldisbraut. Þessi þróun er í senn ánægjuleg og eðlileg. Á næstu árum má gera ráð fyrir þvi að fullorðinsfræðsla verði æ ríkari þáttur í starfsemi skólanna. Það unga fólk sem brautskráist núna úr skólanum má gera ráð fyrir því að þurfa að skipta um starf og tileinka sér breytta starfshætti þrisvar til fjórum sinnum á ævinni. ( framtiðinni munu framhaldsskólarnir leggja áherslu á ákveðna undirstöðu- menntun t.d. í stærðfræði, er- lendum tungumálum og íslensku. Námstíminn yrði þá jafnvel styttri en nú er - og siðan kæmu nemendur i endurmennt- un með óreglulegu millibili. Af þessum sökum viljum við flest vinna til þessað halda deild- inni gangandi og nú fer fram könnun á því hvaða rekstrarform hentar best. Við stöndum í sam- bandi við oddvita öldungadeilda víða um land því við teljum að nú þurfi að endursemja við ríkis- valdið um þennan þátt í starfsemi skólanna. Við teljum nema í öldunga- deild ekki neinar hornrekur. Því höfum við Ingólfur Halldórsson, aðstoðarskólameistari, skipt með okkur verkum þannig að aðalstarf hans er umsjón með öldungadeild og meistaranám- skeiði - sem einnig er fullorðins- fræðsla Ég legg áherslu á að fullorðinsfræðsla er okkur afar mikils virði. Menntun er ekki bara fyrir börn og unglinga, heldur er hún fyriralla. Almenn menntun skilar sér alltaf, bæði í efnahagslegu tilliti og i formi betra og ham- ingjusamra lífs,“ sagði Jón Böðv- arsson að lokum. Keflvíkingar Suðurnesjamenn Þótt sólin lækki á lofti, þá skín hún alltaf jafn skært á Sólbaðstofunni Sóley, að Heiðarbraut 2 Keflavík. Opið frá kl. 7.30 - 22.30. Ath. Mikið úrval af snyrtivörum. Athugið einnig, að haustverðið hefur tekið gildi. Heiðarbraut 2 - Keflavík - Sími 2764 þeir sem vit hafa á K velja WORLD CARPET Verð frá kr. 75,00 pr. ferm. Fæst í Járn & Skip. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Gunnar Þórarinsson kennir „öldungum" bókfærslu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.