Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 24. september 1981 VÍKUR-fréttir Stjórn Sorpeyðingarstöðv- arinnar með áhyggjur Það er ýmislegt sem þjakar stjórn Sorpeyðingarstöðvarinn- ar þetta misserið. T.d. má lesa eftirfarandi bókun í fundargerð hennar frá 2. sept. sl.: Nýtt starfsár hjá leikfélaginu Leikfélag KeHavikur hefur hafið nýtt starfsár. „Rauðhetta" eftir E. Swartzverðurfært uppog fara æfingar fram i Æskulýðs- heimilinu. Að sögn Hjördísar Árnadóttur, gjaldkera félagsins, erráögertað frumsýna leikritið 20. október n.k. Hún kvaðst vera tiltölulega ánægð með æfingaaöstöðuna. „Rauðhetta verður sýnd a.m.k. fram að áramótum, en þá getur verið að við tökum fyrir annað verkefni," sagði Hjördís. Víkur-fréttir óska leikfélaginu velfarnaðar á nýbyrjuðu starfs- ári. Leiðrétting [ síðasta blaði var sagt frá nýj- um báti í flotann, m.s. Árna Geir. Þarna átti aö standa nýtl nafn í flotann, því Einar Pálmason keypti bátinn í september á sl. hausti en umskráði hann ekki fyrr en nú og setti þá um leið nýtt nafn á bátinn. Þá var sagt að b.v. Dagstjarnan væri í eigu Sjöstjörnunnar hf„ en átti að standa að eigandi væri Stjarnan hf., Njarðvlk. „Ástand tækja og rekstur stöðvarinnar. Rætt um ástand búnaðar, bifreiða og annarra tækja í eigu sorpeyðingarstöðv- arinnar. Upplýst er, að umhirða og viðhald er verulega vanrækt á tækjum og búnaði i eigu stöðv- arinnar. Stjórnin hefur af því þungar áhyggjur og samþykkir að fela framkvæmJastjóra að skrifa verkstjóra stöðvarinnar, sem erábyrgurfyrirþessum hlut- um, og áminna hann og óska þess af gefnu tilefni að viðhaldi og umhirðu verði sinnt á reglu- bundinn hátt í framtíðinni svo sem til hefur verið ætlast." Á fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur 15. sept. sl. var samþykkt eftirfarandi tillaga um hina makalausu fundargerð: SEX ÁRA DEILDIN Framh. af 3. sfðu Að lokum var Vilhjálmur spurður að því hvort ekki væri margt breytt síðan hann var sjálf- ur í Barnaskólanum. „Jú.afskap- lega mikið," sagði hann og brosti. „Helstu þættir breyting- anna eru t.d. þeir, að búið er að leggja niður ýmis fög og önnur komin í staðinn. Samfélagsfræð- in kom t.d. í stað landafræðinnar, (slandssögunar og náttúrufræð- innar. Hún er kennd á annan hátt og gerir meiri kröfur til kennar- anna. Svo getur hún verið skemmtilegri. Við notum t.d. spil til kennslu," sagði Vilhjálmur að lokum. „Bæjarstjórn Keflavíkur lýsir furðu sinni á því sem kemur fram í 6. lið fundargerðar stjórnar Sorpeyðingarstöðvarinnar þann 2. sept. sl„ þar sem rætt er um „verulega vanrækslu" á umhirðu og viðhaldi tækja og fram- kvæmdastjóra falið að skrifa áminningarbréf til verkstjóra. Bæjarstjórn telur að stjórn og framkvæmdastjóri beri fulla ábyrgð á þessu fyrirtæki svo sem lög og reglur mæla fyrir um. Þá skorar bæjarstjórn á stjórn Sorp- eyðingarstöðvarinnar að hún láti nú þegar gera úttekt á þeim atr- iðum sem vikið er að í umrædd- um liðfundargerðarinnar. Niður- staöa verði siðan lögðfyrirvænt- anlegan aðalfund Sorpeyðingar- stöðvarinnar þann 21. okt. n.k.“ Norræni Trimmdagurinn var sl. sunnudag. Alis trimmuðu 764, eða 11.5%. Alls skokkuðu 447, 173 syntu 200 m, 88 hjóluðu 10 km, 24 hlupu 5000 m og 32 léku 9 holur í goifi. SPORT PORTIÐ Hringbraut 92 - Keflavík STENZEL skórinn frá Puma. UNIVERSAL skórinn frá Adidas. ADIDAS DUBLIN í stærðum frá nr. 28. íþróttabolir og íþróttabuxur í öllum stærðum og mörgum litum. Gallar frá Adidas með niðurmjóum buxum, komnir, dökkbláir, Ijósbláir og rauðir með hvítum röndum, - mjög takmarkaðar birgðir. Yonex badminton spaðar, verð frá kr. 195. Badminton flugur, verð frá kr. 10. NÝTT: Körfuboltaskór frá Patric á 302 kr. SPORT PORTIÐ VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING ö z 2 o UJ □ > ö z 2 o UJ q > ö z * o III o > SÉRTILBOÐ Á SPÓLUM Nú kostar spólan aðeins kr. 35 Barnaefni kr. 20 VI m 20% afsláttur á 50 mynda pakka. Spólan aðeins kr Barnaefni kr Þetta verð gildir fyrir VI BETA og VHS. ■*( o m O * z O < o m O 5 z o < o m o 5 z o < o m O X O VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.