Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 24. september 1981 9 sitar um írétta? " hér á Vikur-fréttum á 6ifíl'l'Ur ,orvi,ni 4 aö vi,a> ,l tastir. A6 vonum vakti 'rrar nlðurstööu að fjöldi ’ ®iunum tveim, Keflavik KARL G. SIGURBERGSSON Við byrjuðum á að spyrja Karl hvernig honum litist á könnun- ina. Sagði hann að sér litist engan veginn á hana, enda væri hún ekki marktæk. Að öðru leyti sagði hann að i henni væri ekkert sem kæmi sér- staklega á óvart. ,,Það kom i Ijós, sem lengi hefur legið Ijóst fyrir, aö hópur af fólki hefur engan áhuga á þessum málefnum, lætur sér lítið um bæjarmálin varða." Við spurðum Karl hvort það hefði ekki komið á óvart að hann hafi verið þriðji þekktasti stjórn- málamaðurinn í Keflavík. Sagð- ist hann lítið hafa leitt hugann að því. Hins vegar væri eðlilegt að minnihluti stjórnarandstöðunn- ar, eða réttara sagt hin eina stjórnarandstaða, léti í sér heyra. Að lokum sagði Karl að í Al- þýðubandalaginu væri alltaf starf í gangi. Hins vegar væri lögð meiri áhersla á starfið út á við þegar dragi að kosningum. „Heyrðu, er kominn einhver kosningaskjálfti í ykkur á Víkur- fréttum?" spurði Karl að síðustu. ► ^ ylö að fylgja könnuninni 'Öurstööurnar hafi lagst í ,. ernur hvort nokkurt starf °ntandi kosningar. Fara INGÓLFUR FALSSON „Þetta var ágæt könnun,“ sagði Ingólfur, „þó svo að ég sé óánægður með að blaðið greini ekki rétt frá, það er að segja varð- andi það hverjir séu í bæjar- stjórn. Hér á ég auðvitaö við, að Jón Ólafur er ekki í bæjarstjórn, heldur Karl Steinar. Formlega hefur hann ekki sagt af sér. Nú, annars var þetta ágætt." Ingólfur benti síðan á að það væri furðurlegi hversu fáir fylgj- ast með. Varðandi sjálfan sig sagðist hann lítið hafa sig í frammi í fjölmiðlum, eiginlega sem minnst. „Það sem kom mér mest á óvart var að eingöngu helmingur þeirra sem spurðir voru vissu hverjir þeir Tómas og Hilmar voru. Þeir hafa lengi verið í bæj- arstjórn. Einnig kom mér á óvart að fleiri vissu hver Guðfinnur var en Ólafur Biörnsson. Sá siðar- nefndi hefur hvort tveggja veriö í bæjarstjórn og lika töluvert haft sig í frammi í fjölmiðlum." Að lokum sagði Ingólfurað sér vitandi væri ekkert starf hafiö til undirbúnings fyrir kosningarn- ar. „Núna er bara þetta venju- lega starf." ÓLAFUR BJÖRNSSON Hvað ólafi fannst um könnun- ina? „Til að byrja með fannst mér úrtakið mjög litið. Hins vegar kemur það mér ekki á óvart að þeir sem notfæra sér aðstöðuna við að verða kosnir í ábyrgðar- störf fyrir bæinn, séu betur þekktir en ég. Þrátt fyrir að hafa fengist við þessi mál í nær 30 ár, man ég ekki eftirað hafa útvegað einum einasta manni bygginga- lóð. Ég tel mig hins vegar hafa stuðlað að því að sem flestir hafi getað fengið lóð.“ Eitthvað sem kom sérstaklega á óvart? „Já, mig furðar hvað jafn vel þessir fáu vita lítið um bæjar- mál. Og þesserekkiað vænta, að þeir sem ekki einu sinni vita hversu margir eru í bæjarstjórn, viti hverjir þar eru.“ Hvort eitthvað sé byrjað aö huga að komandi kosningum innan Alþýðuflokksins? „Kosn- ingarnar sem slíkar hafa ekki ver- ið sérstaklega á dagskrá hjá okk- ur. Við höldum hins vegar alltaf fundi daginn fyrir bæjarstjórnar- fund, með því fólki sem starfar í nefndum fyrir okkur, en bæjar- fulltrúar Alþýöuflokksins starfa ekki í nefndum. Þess utan munum við halda áfram að hafa opið í Báru (Hringbraut 106) á hverju fimmtudagskvöldi, þar sem bæjarfulltrúar taka á móti þeim sem hafa áhuga á bæjar- málum. Þar sem kosningar nálg- ast væntum við að fleiri muni koma til að hafa samband við bæjarfulltrúana, en að undan- förnu." iTrn"iwrfi"m''i"f''Tfri"fw"T''fTH"fTH'"(wi'T’'ffi3 Teppaúrvalið hjá okkur er J meira en þig grunar. p Teppalager Dropans er að Iðavöllum 3. i Breiddir: 2, 3,60 og 4 m. - Verð frá kr. 30 pr. ferm. ^ Gólfdúkur, 2ja og 4 m. breiður. Veggdúkur Veggstrigi diopinn Hafnargötu 80 - Keflavík - Sími 2652 r

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.