Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 24. september 1981 VÍKUR-fréttir Reiðhjólafaraldurinn - aukin slysahætta Reiðhjól njóta sífellt meiri vin- sælda manna á meöal. Undan- farin misseri hafa æ fleiri fengið sér reiöhjól og notað bæöi sem samgöngutæki og til gamans. Vissulega eru reiöhjól og notkun þeirra góðra gjalda verð. En málið á sér aðra hlið. Meö auk- inni notkun hafa reiðhjólaslys færst mjög í aukana. Það sem af er árinu hafa 15 óhöpp og slys orðið þar sem reiðhjól hafa átt i hlut. Allt árið i fyrra urðu 10 sams konar slys og 1979 voru þau 8. Þessar tölur tala sinu máli. Blaðið hafði samband við Þóri Maronsson aðstoðaryfirlög- regluþjón og Rúnar Lúðvíksson umferðarlögregluþjón, og spurði þá hvernig lögreglan tæki á þessu máli. Þeir sögðu að eftir- lit yrði aukið með reiðhjólum og einnig hefði verið rætt um önnur úrræöi. Aldurstakmark barna til hjólreiða í umferðinni er 7 ára og töldu þeir það of lágt. „Alltof oft höfum við séð börn hjóla á móti umferðinni eða koma á mikilli ferð úr innkeyrsl- um og beint út á götu," sagði Þórir. Rúnar bætti við: ,,Sú um- ferðarfræðsla sem við höfum veitt börnum á Suðurnesjum undanfarin ár virðist hafa borið lítinn árangur." Flest hjól sem eru á götunni eru gírahjól, sem geta náð mikilli ferð og auk þess með tiltölulega lélegar bremsur. Rúnar sagði að það væru dæmi um það að hjól- in bremsuðu ekki í rigningu. Jafnframt sagði hann að það þyrfti mikla leikni og æfingu til þess að stjórna slíkum hjólum örugglega. „Fólk kaupir alltof mikið af þessum gírahjólum, með engum fótbremsum og lélegum hand- bremsum. Einnig eru þessi hjól hættuleg að því leyti að það þarf að beygja.sig fram þegar hjólað er og því er útsýnið ekki eins gott og það ætti að vera,“ sagði Rúnar. „Við horfum með áhyggjum til haustsins, þegar hálka fer að myndast á götunum. Við viljum eindregið brýna það fyrirfólki að hjól?, ekki í hálku og slæmri færð, því slíkt er mjög hættulegt," sögðu þeir Rúnar og Þórir að lokum. Víkur-fréttir taka undir þessi ummæli og hvetja Suðurnesja- menn til þess að fara varlega í umferðinni. INNHVERF IHUGUN KYNNINGARFYRIRLESTUR um Innhverfa íhugun verður haldinn í Verkalýðs- og sjómannaheimilinu (Vík) Hafnargötu 80, þriðjudag- inn 29. september kl. 20.30. Tæknin erauðlærð, auð- stunduð, losarstreitu og spennu og auðgarvitundar- lífið. - Allir velkomnir. íslenska íhugunarfélagið NJARÐVÍKURBÆR Útsvar Aðstöðugjald Þriðji gjalddagi útsvars og aðstöðugjalds er 1. október n.k. Dráttarvextir eru 41/2% pr. mánuð. Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á 30. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga um sjálfsábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Bæjarsjóður - Innheimta Hvað segja sv stjórnarmenn könnun Víkur- Eins og lesendur e.t.v. muna þá brugö^ leik um daginn og gerðum smá könnun. hvaða „hérlenskir" stjórnmálamenn v«ru' könnunin nokkra athygli, ekki síst vegn* P fólks vissi nánast Iftið um hverjir stjórnuí og Njarðvík. Til þess að teygja lopann Iftið eitt, ákváo eftir og spyrja nokkra „pólitfkusa" hvernifl þá, hvort nokkuð hafi komið á óvarl, og en væri komið í gang f þeirra f lokkum varðan viðtölin hér á eftir. HILMAR PÉTURSSON: Hilmar sagðist hafa verið nokkuð hress með niðurstöðurnar. Taldi að skoðanakannanir hefðu oft leitt gott af sér, eins og t.d. i Dag- blaðinu. Hins vegar taldi hann úrtak okkar á Vikur-fréttum vera of lítið til þess að nýta mætti það til marktækrar niðurstöðu. „Það sem kom náttúrlega á ó- vart var hversu stór hópur vissi lítið. Sérstaklega að fólk þekkti ekki þá aðilasemhafaveriðlengi í bæjarstjórn og bæjarráði. Við verðum að álykta sem svo að eitthvað sé að hjá okkur, við komum okkur ef til vill ekki nægj- anlega mikið á framfæri. Þó má segja að ýmsir sem hafa skrifað mikið í blöð hafi verið neðar en aðrir sem skrifa minna, þannig að slík skrif segja ekki alla sög- una. Ætli megi ekki segja í sem stystu máli, að fólk þekki þá sem það þarf að sækja til með ákveð- in málefni." Þá spurðum við Hilmar hvort nokkuð væri fariö að huga að sveitarstjórnarkosningunum. Sagði hann að það væri nánast ekkert. „Hjá okkur eru haldnir þessirvenjulegu fundir, og þarer auðvitað aðeins minnst á þessi mál." Hins vegar benti hann á að það væri ekkert skipulagt á þessu stigi málsins. Auglýsið í VÍKUR-fréttum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.