Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.09.1981, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 24. september 1981 VÍKUR-fréttir Dagvistun barna á einkaheimilum í Keflavík Athygli er vakin á því, að samkvæmt 35. gr. reglugerðar um vernd barna og unglinga, er óheimilt að taka barn/börn í dagvist á einka- heimilum gegn gjaldi, nema viðkomandi heimili hafi verið veitt leyfi til slíkrar starfsemi frá viðkomandi barnaverndarnefnd. Félagsmálafulltrúi Keflavíkurbæjar Fiskverkendur Útgerðaraðiiar Tek að mér skýrslugerðir, vinnulaunaútreikn- inga, uppgjör, bókhald o.fl. þ.h. Björn Ólafsson, útgerðartæknir Sími 2871 - Keflavík Handa ungbörnunum fáið þið flest hjá okkur. BAÐBORÐ - VAGNA - KERRUR - RÚM GÖNGUGRINDUR - STÓLA - FATNAÐ PELA - TÚTTUR - LEIKFÖNG O.FL. Bjóðum góða þjónustu á lágu verði. Verslunin AÞENA Hafnargötu 34 - Keflavik Gerum föst tilboö í mótauppslátt, utanhúss- klæðningar, þakviögeröir MANNVIRKI SF. og aðra trésmíöavinnu. Byggingaverktakar Skrifstofan er opin alla virka Hafnargötu 17> Keflavík daga frá kl. 17-18. Slml 3911 Vorum að fá 200 original VHS-myndir. VIDEOKING VIDEOKING VIDEOKING Grátkór Suðurnesja Alltaf annað slagið eru miklar umræður um slæmt ástand fisk- vinnslunnar á Suðurnsjum. Umræður þessar hafa því miður ekki skapað tilætlaðan árangur, því í augum landsbyggðarinnar eru þarna aðeins um að ræða hinn eilífa „Grátkór Suðurnesja“ og því er álitið út á við að þetta sé bara eilífur barlómur að litlu sem engu tilefni. Enda kannski ekki furða þó landsbyggðin álíti svo vera, alla vega ef öll fyrirtæki eru eins og það sem nú verður greint frá og staðsett er í Keflavik og óþarfi er að nafngreina, því það er á allra vörum um þessar mundir vegna þessarar sögu. Fyrirtækið gerði út sl. vetrar- vertíð 4 báta, í dag hafa 3 þeirra verið seldir burt og einn keyptur i staðinn. Fjórði báturinn hefur verið úti á landi í endurbyggingu, að sjálfsögðu fyrir stórfé. Lítið og gottfrystihúsvaríeigu þessa fyrirtækis, frystihús sem gerði það allgott miðað við önnur sambærileg. Samt var miklu fjármagni dælt í breyting- ar, því nú átti að gera byltingu í frystihúsaiðnaði, oþinberir sjóðir veittu fjármagn, þvi hið nýja frystihús átti að vera af- kastamikið og veita mikla at- vinnu, auk þess sem framleiðsl- an yrði alveg sérstök. Húsið fór í gang og veitti 120mannsatvinnu sl. sumar. Hvað svo? Að loknum humarveiðum var öllu þessu fólki sagt upp störfum ,loka átti tlotta húsinu og vinna eingöngu í salt og skreið og því þurfti ekki nema svona 10 manns, en hvað með frystihúsið góða og dýra. Á það að standa autt? Svari sá sem veit. Væri nú ekki rétt hjá stjórnend- um „Grátkórs Suðurnesja" að stöðva þennan falska tón og koma í veg fyrir svona endur- tekningu, því þetta gerir aðeins illt verra. Tími er kominn til að landsbyggðin taki mark á okkur, en með svona vitleysu gerist það ekki. M.l. Lögfræðiþjónusta í nýtt húsnæði Lögfræðiskrifstofa Jóns G. Briem hefur nú flutt starfsemi sína að Hafnargötu 37, III. hæð. I spjalli við blaðamann sagði hann að þetta væri fyrsta framtíðarhúsnæði sitt. „Undanfarin ár hef ég verið í bráða- birgðahúsnæði hingað og þangað," sagði Jón. Húsnæðið er rúmgott og virðulegt, eins og hæfir starfseminni. Lögfræðiskrifstofan veitir alla almenna lögfræðiþjónustu. Snyrtistofan Dana hefur nú flutt starfsemi sína að Túngötu 12 í Kefla- vik. Þar eru á boðstólum ýmsar snyrtivörur auk þess sem þar er hægt aö fá andlitsböö, húöhreinsun, vax-litun, bakhreinsun, baknuud, og handsnyrtingu. Eigendur Dönu eru snyrtifræðingarnir Erna Ein- arsdóttir og Sólveig Einarsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.