Verslunartíðindi - 01.01.1918, Qupperneq 17

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Qupperneq 17
Verslunartíðindi 9 einnig af sjálfsdáðum, ef þörf þykir, gera tillögur eða láta í ljósi álit sitt i þessum efnum. b) Að vinna &ð þvi, að kema á festu og sam- ræmi i viðskiftavenjum. c) Að koma á fót. gerðardómum í mílum, er varða þær atvinnugreinar, er hjer um ræðir. d) Að safna, vinna úr og birta skýrslur um ástand þessara atvinnugreina, eftir því sem föng eru á. e) Að fylgjast með breytingum á erlendri löggjöf og öðrum atburðum, er kunna að hafa áhrif á at- vinnuvegi landsins. f) Að gefa út blað þegar fært þykir, er skýri frá þvi markverðasta í viðskiftamálum innanlands og utan. I blaðinu skulu einnig birt lög og stjórn- arfyrirskipanir, er snerta atvinnumál. Á bverju ári skal gefin út greinileg skýrsla um atgerðir ráðsins og reikningur um fjárhag þess und- anfarið ár. 8. gr. ítáðið heldur fundi 1. og 3. þriðjudag bvers mánaðar. Auk þess kallar formaður ráðið saman er bonum þykir þess þörf eða ef 3 fnlltrúar krefjast þess skriflega. Fundum ráðsins stýrir formaður eða varaformaður. Ráðið er ályktunarfært þegar 4 fulltrúar sitja fund og ræður þar afl atkvaiða. Sjeu atkvæði jöfu, þá ræður atkvæði formanns. Kosningar skulu fara fram skriflega sje þess kraf- ist. Ef jöfn eru atkvæði skal hlutkesti ráða. Það ssm gerist á fundum ráðsins skal bóka i gerðabók og skal hún upplesin i síðasta lagi á uæsta fundi. Gerðabók skal undirskrifuð af formanni og fundarskrifara. Vilji einbver fulltrúi hafa fyrirvara við ályktun ráðsins, skal það tilkynt skriflega í síðasta lagi dag- inn eftir að ályktunin var gerð, eða innau þess tinia, er ákveðinn verður i hverju einstöku tilfelli. 9. gr. Á fyrsta reglulegum fundi ráðsins ár bvert skal fara iram: a) Kosning formanns og varaformanns fyrir það ár. b) Skifting ráðsins í tvær nefndir og eru 3 full- trúar í bvorri, en formaður skal vera utan nefndanna. c) Kosinn einn fulltrúi er ásamt formanni og varaformanni hafi umsjón með og framkvæmd á dag- legum störfum ráðsins. Skifta þeir störfunum eftir samkomulagi sín á milli. d) Kosning kjörstjóra fyrir það ár. Skal hann avalt vera einn af þeim fulltrúum, sem ekki eiga frá að fara á árinu. 10. gr. Eormaður ákviöur bversu málum þeim, er ráðinu berast, skuli skift rnilli nefndanna, og get- ur hann ákveðið um bvert einstakt mál, að nefndin láti í ljcsi álit sitt um það innan tiltekius tima. 11. gr. Nefndirnar halda fundi svo oft sem þörf er vegna fyrirliggjandi mála. Nefndnnum ber að leggja fyrir ráðið rökstudd álit um mál þau, er vis- að hefir verið til þeirra. Eftir ósk nefndar getur ráðið bætt við hana tveim mönnum utan ráðsins, er starfi með nefndinni að tilteknu máli og hafa þeir atkvæðisrjett innan nefndarinnar um það mál. Ráðið má skipa þá eina til þessa, sem eru kjörgengir i ráðið. 12. gr. Tiilögurjett innan verslunarráðsins hafa nefndirnar og hver einstakur fulltrúi. Tillögur verða að berast fram skriflega. Öll mikilvæg mál verða að hafa hlotið rannsókn og undirbúning í nefnd áður en ráðið tekur fullnað- arályktun um þau. Smávægiiegri mál getur skrif- stofustjóri afgreitt i samráði formann eða þann full- trúa er umsjón hefir á hendi. 13. gr. Ráðið skipar skrifstofustjóra og aðra starfsmenn, er þörf er á. Skrifstofustjóranum ber að sjá um að erindi þau, er berast, sjeu tekin til meðferðar af ráðinu samkvæmt lögunum, að bóka fundargerðir ráðsins, að undirbúa málin undir umræðu nefnda og ráðs- ins, og gera uppkast að álitum og svörum ráðsins, að hafa á hendi ritstjórn blaðs þess, er ráðið kann að gefa út, að halda reikninga ráðsins og annars framkvæma það er ráðið kann að fela honum. 14. gr. Reikningsár ráðsins er almanaksárið. Um leið og fulltrúarkosning fer fram skulu kosn- ir tveir endurskoðunarmenn og fer annar frá á hverju ári, í fyrsta sinni eftir hlutkesti. Ennfremur skal á hverju ári kjósa einn varaendurskoðunarmaun. Eyrir lok febrúarmánaðar skulu fullgerðir reikn- ingar fyrir undanfarið ár og skal þegar afhenda þá endurskoðuuarmönnum. Reikningar skulu síðan birt- ir (sbr. 7. gr.) með athugasemdum endurskoðunar- manna og svörum ráðsins; sku’u þeir svo úrskurðað- ir af hluttakendum við skriflega atkvæðagreiðslu. Eyrsta reikningsár ráðsins er árið 1917. 15. gr. Til breytingar á lögum þessum þarf at- kvæði 5 fulltrúa. Því að eins má taka til umræðu breytingartillögu við lögin, að fundurinn hafi meðal annars verið boðaður í þeim tilgangi og sje það tek- ið fram í fundarboðinu. Breytingar á lögunum öðlast því að eins gildi, að þær sjeu bornar undir þá, er kosningarrjett hafa tii ráðsins, og fái meiri hluta greiddra atkvæða.

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.