Verslunartíðindi - 01.01.1918, Síða 21
Verslunartíðindi
með sjer aS eigi varð notað það töfluform, sem
áður var. Hefur töflunum verið fjölgað og hafa
þær um leið orðið mun aðgengilegri en áður.
í næsta blaði mun gefið yfirlit yfir skýrslurn-
ar sjálfar.
Fastar verslanir.
í hiuum nýútkomnu verslunarskýrslum fyrir
árið 1914, eru meðal annars gefnar upplýsingar
um tölu fastra verslana. Samkvæmt skýrslunum
voru það ár taldar á öllu landinu 547 fastar
verslanir og voru 26 af þeim sveitarverslanir. í
Reykjavík voru taldar 186 verslanir, í Hafnar-
firði 13, á ísafirði 27, á Akureyri 46 og á Seyð-
ísfirði 19. Af sýslunum var Suður-Múlasýsla
hæst; þar voru 45 verslanir og 11 þeirra sveitai-
verslanir. Meðal verslananna voru 16 heild- og
umboðsverslanir, allar í Reykjavík nema 1 (á
Akureyri).
Árin 1865—70 og 1881—1914 var tala fastra
verslana þessi: Hauptúra- verslanir Sveitar- verslanir Samtals
1865-1870 meðaltal 63 » 63
1881-1890 — 103 2 105
1891-1900 — 170 17 187
1901-1905 — 273 27 300
1906-1910 — 416 31 447
1911 423 23 446
1912 465 23 488
1913 514 24 538
1914 521 26 547
Langmest hefur verslununum fjölgað á árun-
um 1901 —1910; er meðaltal fyrir þau tíu árin
helmingi öærra en meðaltalið fyrir 1891—1900.
I skýrslunum er greint milli innlendra og er-
lendra verslana og er þá farið eftir því hvort
eigandinn er búsettur hjer á lai.di eða í Danmörku.
Sje miðað við kauptúnaverslanir eingöngu (þ. e.
■verslanir í kaupstöðum og verslunar-tnðum) þá
voru á árunum 1865—1870 56°/0 af þeim er-
lendar, 1891—1900 24%, 1906—1910 12% og
13
1914 voru aðeins 8% erlendar. Mestan hluta
tímabilsins hefur tala erlendra versla.ianna verið .
40—50, en fjölgunin öll verið meðal i.nnlóndú;
verslananna.
Alþingi 1917.
Þingið hófst 2. júlí og stóð til 17. septem-
ber. Stjórnin lagði 24 frumvörp fyrir þing-
ið og voru 21 af þeim afgreidd sem lög,
2 frv. voru feld og 1 varð ekki útrætt.
Frá einstökum þingmönnum eða þing-
nefndum komu fram 113 frumvörp og
voru 46 af þeim afgreidd sem lög, 33 .
voru feld, 9 vísað til landsstjórnarinnar,
8 tekin aftur og 17 frumvörp urðu
ekki útrædd. Alls komu því fram á þing-
inu 137 frv., en af þeim voru aðeins 67
afgreidd sem lög (21 stjórnarfrv. og 46
þingmannafrv.). Ennfremur komu fram 35
þingsályktunartillögur og voru 20 af þeim
afgreiddar til landsstjórnarinnar, en 3 voru
um skipun nefnda; 12 þingsályktunartil-
lögur náðu eigi fram að ganga. Loks
komu fram 5 fyrirspurnir og 23 rökstudd-
ar dagskrár, en 4 þeirra voru feldar.
I fjárlögunum fyrir árin 1918 og 1919
er gert ráð fyrir að tekjur landsins verði
alls á fjárhagstímabilinu 4763750 kr. Áætl-
að er að skattar og tollar nemi 4,3 milj.
kr. Er kaffi og sykurtollurinn áætlaður
95U þús kr., vörutollurinn 575 þús. kr.,
tóbakstollurinn 550 þús. kr., áfengistollur1)
100 þús. kr. og annað aðílutningsgjald
einnig 100 þús. kr. Af öðrum einstökum
tekjugreinum eru símatekjurnar mestar, áætl-
aðar 660 þús. kr. og þar næst pósttekjurnar
áætlaðar 360 þús. kr. Útgjöld landsins eru ■
*) Þar með tollur af óáfengu öli, áfengislausu J
yini o. þ. h, 'J