Verslunartíðindi - 01.01.1918, Qupperneq 22

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Qupperneq 22
14 I Verslunartiðindi alls áætluð á fjárhagstímabilinu 5557625 kr. og er því tekjuhalli, er nemur tæpum 794 þús. kr. Hjer á eftir verða talin upp þau lög, er að einhverju leyti snerta verslun, iðnað eða siglingar, og skýrt frá aðalatriðum þeirra laga, er álita má, að verulega þýð- ingu hafi fyrir lesendur blaðsins Nokkur verða birt í heild sinni og eru þau *merkt hjer i skránni. 1. Lög nm stækkun verslunarlóðar Isafjarðar. 2. Lög um breyting á lögum nr. 35, 13. des. 1895, um löggilding verslunarstaðar hjá Bakkagerði i Borgarfirði. 3. Lög um heimild handa hæjar- og sveitarstjórn- nm til að taka eignarnámi eða á leigu brauðgerða- hús o. fl. 4. Lög um breyting á og viðauka við lög 1. febrúar 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. — 3. gr. 4. liður nefndra laga 1. febrúar 1917 orðist þannig: Ennfremur má landsstjórnin, ef almenningsþörf í ein- hverju bygðarlagi eða landinu í heild sinni krefur, taka eignarnámi nauðsynjavörur hjá kaupmönnum, framleiðendum eða öðrum, gegn fullu endurgjaldi. Landsstjórnin ákveður sjálf hverjar vörur skuli telj- ast nauðsynjavörur. 5. Lög um framlenging á gildi laga nr. 30, 22* okt. 1912, og laga nr. 44, 2. nóv. 1914, og laga nr, 45, s. d. (vörutollslögin). — Vörutollslögin eru fram- lengd fyrst um sinn til ársloka 1919, með þeim við- anka, að fiskumbúðir úr striga, sem eru endursendar, skulu undanþegnar vörutolli. 6. Lög um heimild fyrir stjórnarráð Islands til að setja reglugerðir um notkun hafua. 7. Lög um framkvæmd eignarnáms. 8. Lög um stefnufrest til íslenskra dómstóla. 9. Lög um heimild fyrir landsstjórnina til að leyfa íslandsbanka að auka seðlaupphæð þá, er bank- inn má gefa út samkvæmt 4. gr laga nr. 66, 10. nóv. 1905. 10. Lög um mælitæki og vogaráhöld*. 11. Lög um málskostnað einkamála. 12. Lög nm mjólkursölu i Reykjavik. 13. Lög um skiftingu hæjarfógetaemhættisins i Reykjavik og nm stofnun sjerstakrar tollgæslu í Reykjavíkurkaupstað. — Samkvæmt lögunum skal núverandi bæjarfógetaembætti i Reykjavík skift i tvent, bæjarfógetaembætti og lögreglustjóraembætti. þjndir lögreglustjóra hverfur stjórn lögreglumála og tollmála, aðal-innheimta á tekjum landssjóðs, skipa- afgreiðslur o. fl. Ennfremur skal jafnskjótt og þvi verður við komið, stofnuð sjerstök tollgæsla fyrir Reykjavikurkaupstað og forstjórn hennar falin lög- reglustjóra kaupstaðarins. Landssjórnin skipar nánar fyrir um framkvæmd laganna, meðal annars fyrir- komnlag tollgæslunnar og hve margir skulu tollverðir. 14. Lög um einkasöluheimild landsstjórnarinnar á steinolíu*. 15. Lög nm slysatrygging sjómanna. — Sam- kvæmt lögunum er skylt að tryggja gegn slysum 1) hjerlenda farmenn og fiskimenn, er lögskráðir eru á islensk skip, 2) hjerlenda fiskimenn á vjelbátum fjórrónum eða stærri, er stunda fiskveiðar eina ver- tíð á ári eða lengur. Iðgjaldið er 70 aurar á viku og greiðir útgerðarmaður annan helming þess, en sjómaðurinn hinn. Þó greiða útgerðarmenn róðrar- báta aðeins 10 aura vikugjald fyrir hvern sjómann, og útgerðarmenn vjelbáta, sem minni eru en 12 lestir, aðeins 20 aura vikngjald. Verði sá, er fyrir slysi hefir orðið, algjörlega ófær til vinnu, greiðast hon- um i skaðabætur 2000 kr., en að því skapi lægri upphæð sem mann skortir á að hann sje til fulls vinnufær. Valdi slysið dauða greiðist eftirlátnum vandamönnum 1500 kr. og að auki nokkrar viðbótar- greiðslur, ef um börn er að ræða. Lögin ganga í gildi 1. júlí 1918. 16. Lög um breyting á lögum nr. 12, 9. júli 1909, um breyting á lögum um stofnun landsbanka 18. sept. 1885, m. m. — Samkvæmt lögunum er sú breyting gerð á stjórn bankans að í henni eru 3 bankastjórar, er stjórnarráðið skipar, en gæslustjór- arnir falla hurt. Einn bankastjóranna skal hafa leyst af hendi próf i lögfræði, er veitir rjett til embætta þeirra á Islandi er lögfræðingar skipa. Tveirhankastjór- ar skulu undirskrifa svo að skuldbindi hankann, ef gefa skal út eða framselja víxla, önnur verðbrjef eða aðrar skriflegar skuldbindingar. Kvittanir frá bankanum eru þvi aðeins fullgildar, að fjehirðir hafi ritað und- ír þær og þeim fylgi áritun bókara um að þær sjeu athugaðar. Fjehirðir bankans má eigi greiða neina fjárhæð úr bankanum, sem samþykki bankastjóinar þarf til, nema með Bamþykki tveggja bankastjóra. Verði ágreiningur milli bankastjóranna um eitthvert mál er hankann varðar, ræður meiri hluti banka- stjórnarinnar. 17. Lög um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. Eyrir hvert skip, sem liefir fullkomið þilfar eða gangvjel og tekur höfn á Islandi eða haldið er út frá landinu, skal greiða vitagjald 40 aura (áður 25 aura) af hverri smálest af rúrumáli skipsins og skal

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.