Verslunartíðindi - 01.01.1918, Side 23

Verslunartíðindi - 01.01.1918, Side 23
 Verslunartiðindi 15 hálf lest og þaðan af stærra hrot talin heil lest, en minna broti slept. Skemtiferðaskip sem flytja engan farm fyrir borgun, annan en farþega, skulu greiða 15 aura í vitagjald a£ hverri smálest. Skip, sem að- eins eru höfð til innanlandssiglinga eða haldið er út til fiskjar af landsmönnum, greiða vitagjald einu sinni á ári. Þ6 aldrei minna en 6 kr. (áður 4 kr.). Með lögunum eru úr gildi numin lög nr. 52, 10. nóv. 1913 um breyting á 1. gr. laga um vitagjald frá 11. júlí 1911. 18. Lög um breytingar á viðauka við lög ur. 35, 20. okt. 1918, um ritsíma- og talsímakerfi Islands. 19. Lög um lýsismat*. 20. Lög um stefnubirtingar. 21. Lög um fiskiveiðasamþykt og lendingarsjóði. 22. Lög um breyting á 1. gr, tollaga fyrir ís- land, nr. 54, 11. júlí 1911. Samkvæmt lögunum er tollur: af allskonar öli, limonaði og öðrum samskonar óáfengum drykkjum, sem ætlaðir eru óblandaðir til drykkjar, kr. 0,20 af hverjum lítra, af tóbaki allskonar, reyktóbaki, munntóbaki, nef- tóbaki og óunnu tóbaki kr. 3,00 af hverju kg., af tóbaksvindlum eg vindlingum (cigarettum) kr. 6,00 a£ hverju kg., af öllum brjóstsykur- og konfekttegundum kr. 1,25 af hverju kg. Lögin voru staðfest 26. okt. og gengu þegar i gildi. 23. Lög um lögræði. 24. Lög um bráðabirgðahækkun á burðargjaldi. Burðargjöld þau öll og ábyrgðargjöld innanlands með póstum og póstskipum, sem ræðir um i póstlög- nm 16. nóv. 1907, hækka um helming (100 °/„). Þó skulu blöð og tímarit undanþegin þessari hækkun. Lögin voru staðfest 26. okt. og gengu þegar i gildi. 25. Lög um breyting á lögum um fasteignamat, nr. 22, 3. nóv. 1915. 26. Lög um rekstur loftskeytastöðva á íslandi. 27. Lög um aðflutningsbann á áfengi. 28. Lög um samþyktir um lokun sölubúða í i kaupstöðum*. Meðal frumvarpa þeirra, er f e 1 d voru, var frv. um framlenging og breyting á lögum um bráðabirgða verðhækkun- a r t o 11 á útfluttum, íslenskum afurðum. Frv. um einkasölu landsstjórnarinn- ar á sementi var tekið aftur, en frv. um einkasölu landsstjórnarinnar á k o 1 u m varð ekki útrætt. Af þingsálylctunartillögum er samþykt- ar voru, skal sjerstaklega getið: [Jm verð á landssjóðsvö r u. — Alþingi skorar á landsstjórnina að selja vörur landsverslun- arinnar sama verði í öllum kaupstöðum landsins og eftir pöntun að minsta kosti í einu eða tveimur aðal- kauptúnum hverrar sýslu. Um skipun milliþinganefndar til að íhuga fossamál landsins. Um seðlaútgáfurjett. — Alþingi skorar á landsstjórnina að leita samninga við íslandsbanka um, að hann láti af hendi seðlaútgáfurjett sinn allan, gegn ákveðnu gjaldi, eða ef það næst eigi, þá að hann láti af hendi, með ákveðnum skilyrðum, rjett sinn til að hindra seðlaútgáfurjett fram yfir 21/, miljón, auk seðla Landsbankans. Til þess að samn- ingar um þessi atriði sjeu bindandi þarf samþykki Alþingis. Um stofnun Landsbanka-útibús f Arnessýslu. Um k o n u n g s ú r s k u r ð um fullkominn siglingafána fyrir ísland. LTm hafnargerð í Þorlákshöfn. Um útvegun á nauðsynjavöru. Ðráðabirgðalög. Síðan Alþingi var slitið, hafa verið gef- in út tvenn bráðabirgðalög og eru hvor- tveggja viðaukar við lög 1. febrúar 1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af Norðurálfuófriðnum. Fyrri lögin, gefin út 10. des. 1917, vcita landsstjórninni heimild til að leggja bann, að einhverju leyti eða öllu, við útflutuingi eða sölu úr landi á skepnufóðri, aðfluttu eða innlendu, ef ástæða er til að óttast fóðurskort í landinu. Landsstjórnin ákveð- ur sjálf hvað telst til skepnufóðurs. Síðari lögin, gefin út 5. þ. m, veita landsstjórninni heimild til, ef þörf gerist, að ráða að meiru eða minna leyti yfir skipum þeim, er heima eiga í landinu, svo sem að gera ákvarðanir um ferðir þeirra,

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.