Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 13
ÝERSLUNAETÍÐINDI 75 skifti fyrir öll árin 1602—14, í staðinn fyrir að áður haföi höfnunum verið skift á milli kaupmanna frá Hamborg, Liibeck og Bremen til þriggja eða 10 ára. Hugs- un Kristjins 4 var eðlilega sú að danskir kaupmenn ættu að haguast á versluninni. En þessi ráðstöfun leiddi ekki einungis til þess, að allir erlendir kaupmenn urðu að víkja, heldur varð hún einnig íslend- ingum sjálfum til tjóns. Konungurinn bauð að vísu, að flytja skyldi nægar og góðar vörur til landsins er seljast skyldu eftir ákveðnum taxta, en þessu boði var ekki hlýtt Og þó íslendingar kærðu, var því lítið sint Stjórnin vildi halda einok- uninni áfram, og reyndi að vísu að koma á ýmsum umbótumí í samræmi við versl- unarstefnu þeirra tíma, en þær báru lít- inn árangur. Árið 1670 var lslendingum boðið að taka þátt í versluninni, en til þess skorti þá bæði nægilegt fje og versl- unarþekkingu. Um miðja 18. öld hafði Hörkramara- fjelagið í Kaupmannaböfn einkasöluna. Erá 1759—1763 rak ríkið sjálft verslun- iua, en Ijet síðan »llið almenna verslunar- fjelag* fá hana í næstu 10 árin. Þetta fjelag var dæmt 1772 í 4400 ríkisdala sekt íyrir að hafa selt íslendingum skemt uajöl. Árið 1776 tók ríkið aftur við versl- uninni, er fjelagið leystist upp, en seldi hana brátt aftur kaupmönnum í Kaup- uaaunahöfn vegna taps á verslunarrekstr- inum. Árið 1783 kom ægilegt eldgos og í spor þess hallæri, er varð þúsundum manna að fjörtjóni. Þegar svo einstakir naenn gátu ekki sjeð eyjarbúum fyrir nægi- legum föngum, varð ríkið aftur að taka að sjer bæði vöruútvegun til landsins og kaup á íslenskum afurðum í febrúar 1785 var skipuð nefnd til þess að rannsaka bag landsins og varð niðurstaðan sú, eftir miklar málalengingar, að verslunin var gefin frjáls öllum dönskum þegnum með konunglegri tilskipun 18. ágúst 1786, frá 1. jan. 1788. Jeg mun ekki reyna að fara uánar út í íslensku einokunarsöguna frá 1602—1788, en aðeins benda á, að hún hefur sínar eðlilegu orsakir í verslunarstefnu þeirra tima. Margt er að visu ekki nægilega rannsakað í þeirri sögu, en þó má þess gæta, að það var ekki Island einsamalt, er fjekk að kenna á einokuninni. Alstað- ar þar sem rekin var verslun og sigling' ar á 16. og 17. öldinni, var þetta meir og ininna einokað, ýmist af ríkinu eða versl- unarfjelögum. Hið sama átti sjer stað með hina dönsku Austur-Indíur og Vestur- Indíur og samskonar var verslunin á Fær- eyjum og Grænlandi. Jeg get bætt því hjer við, að þar sem sjerfróðir menn telja Einokunarsögu Jóns Aðils mjög nákvæmt og vandað verk, áleit Kaupmannaráðið dan3ka það skyldu sína, að styðja að því, að hún yrði þýdd á danska tungu til þess að danskir les- endur gætu einnig kjmt sjer þetta tíma- bil. Sú þýðing er þegar hafin. Frd einókun til frjdlsrar verslunar. — Afnám einokunarverslunarinnar árið 1788, gjörbreytti ekki ástandinu eins og menn höfðu ef til vill vænst, en orsök þess var sú, að kaupmenn þeir, sem tóku við versl uninni og öðlast höfðu verslunarmentun sína hjá einokunarversluninni, reyndu að sporna við því, að samkepni myndaðist á verslunarstöðunum. Þetta var einnig mjög auðvelt, því fje var þá ekki fáan- legt á Islandi. Þá er íslendingum þótti verslunin litið breytast til batnaðar, sendu þair árið 1795 beiðni um algert verslun- arfrelsi við erlendar þjóðir, hina svoköli- uðu »Almennu bænarskrá*, beiðni þessari var synjað í sept. 1797. Með lögum 15. apríl 1854 var verslunin loks gefin frjáls frá 1. apríl 1855 að telja. Að kaupmannaráðið danska hafi talið

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.