Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 19

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 19
VBRSLUNARTÍÐINDI 8i á við ýmsar stofnanir og þá einkum við skrifstofu utanríkisverslunarinnar, sem Gros- serer Societetets Komité kom á fót. Þó stríSinu ljrki, var erfiðleikunum engan veginn blásið í burt fyrir það, þó þeir kæmu fram í annari mynd. Oft varð fje- lagsstjórnin að standa í samningum, ýmist við utanríkisráðuneytið um ýmisleg mál eSa nefndina, sem skipuð Var út af verslunar- samningsuppsögn Spánar. Og í því sam- bandi má segja, að fjelagið mætti í hví- vetna velvild og góðum skilningi á málun- um, bæði lijá hinum heiðruðu stofnunum og stjórnarvöldum. A meðal starfsviða fjelagsins má einnig geta þess, að það veitir Grosserer Soeietetets Komité stuðning viðvíkjandi upplýsingum um ýmislegt er snertir Island og Færeyjar, er komið hefur að gagni í hinum viðurkendu „svörum“ þess, er úr margri deilu hafa skorið og mikið tillit hefur verið tekið til, er til málssóknar liefur komið. Fjelagið liefir einnig unnið að því að jafna deilur á þann hátt, að aðilar liafa lagt deilumál sín undir úrskurð fjelagsins, og hefur þannig oft komið fyrir gjörðardóma í verslunarmálum. Þegar komið hefur fyrir, að krafist hefir verið skoðunar á ísl. vörum, liefur Sjó- og verslunarrjetturinn látið skipa skoðunar- menn úr fjelaginu, þannig að sjerfræði- legrar þekkingar verði notið. Fjelagið hefur ennfremur unnið að því að fá fastar, ákveðnar reglur um sölu og af- liendingu á ísl. vörum, er liingað koma. Fjelagið lætur einnig þátttakendur fá skýrslur um verð á ísl. afurðum erlendis, jafnskjótt og það fær þær, frá utanríkis- ráðuneytinu, ræðismönnum eða á annanliátt. Er jeg nú að nokkru hefi gert grein fyr- ir starfsemi fjelagsins, vil jeg að lokum láta þá ósk í ljósi, að „Islandsk Handelsforen- ing“ megi halda áfram að gera ísl. versl- uninni gagn og styðja að viðskiftaeflingu á milli Danmerkur og íslands með tilstilli fulltrúa ísl. verslunarstjettarinnar og ísl. banka.“ (Frh.). Útlönd. Danmörk. Yfirlit yfir fjármál og atvinnumál Dana í maímánuði 1925, frá sendiherra Dana. Danska krónan hefur haldið áfram að hækka. Meðaltal fyrir sterlingspund 25.84 og dollar kr. 5.33. Krónan þannig 70.0 gullvirði, en var 68.6 næsta mánuð á und- an. — Orsakir til hækkunarinnar má telja þær sömu og áður, að eftirspurn eftir hrá- vörum til iðnaðar og neysluvörum hefur aukist. Eunfremur hefur erlent fje kom- ið inn er krónan fór að hækka. Vegna þessa hafa bankarnir líka getað dregið úr lánum. Útlán þjóðbankans hafa minkað um 16 milj. kr., úr 419 milj. kr. niður í 403 mi)j. kr. og útlán þriggja stærstu privatbankanna minkað um 54 milj. kr., úr 1367 milj. kr. niður í 1313 milj. kr.. Skuldir þeirra þriggja banka við útlönd hafa minkað á sama tíma um bjer- umbil 28 milj, kr., en erlend inneign þjóð- bankans nálega sú sama og í aprilmánað- arlok. 2. júní varð Andelsbankinn að hætta vegna þess að nægilegt fje fjekkst ekki til að koma honum á fót. Seðlar í umferð hafa aukist um 2 milj. kr. og eru 467 milj. kr. (481 milj. kr. í maímánaðarlok 1924). Hiutabrjefa- og verðbrjefaviðskifti voru lík í maí og í apríl. Hlutabrjefaviðskifti að meðaltali á viku 1.6 milj. kr. og verð- brjefaviðskifti 2.4 milj. kr. (1.7 og 2 3 milj. kr. í apríl).

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.