Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 20

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 20
82 VERSLUNARTÍÐINDI Vísitalan lækkaði í maí um 3 stig, úr 230 niður í 227. Hefur verðlagið lækkað um 16 stig siðan i ársbyrjun. Verslunarjöfnuður talsvert hagstæðari en undanfarna mánuði. Innflutningurinn nam 185 milj. kr., en útflutningurinn 175 milj. kr. Mismunurinn þannig 10 milj. kr. en var 28 milj. kr. í aprílmánuði í fyrra. Þetta stafar að nokkru af því að rninna hefur verið flutt inn af eldsneyti og áburð- arefnum, og ennfremur af því að útflutn- ingur landbúnaðarafurða er engu minni en í fyrra. Að meðaltali var útflutt vikulega: Smjör 22677 hkg., egg 765 400 tvitugir, flesk og svín 35.269 hkg., kjöt og búfje 11821 hkg. Verðið var hærra á eggjum en í apríl, en heldur lægra á hinum vörutegundunum Vikuskráning var að meðaltali 432 kr. smjör (100 kg.), 245 aura flesk, 205 aura egg og 96 aura kjöt (kg ). Atvinnulausratalan hefur aukist að mun og var í maílok talsvert hærri en á sama tíma í fyrra. Hundraðstalan var í mailok 11.2 °/o, en 6.1 % í maí 1924. Ríkistekjurnar af neysluskatti námu síð- astl. mánuð 17.0 milj. kr. og voru þar af tolltekjur 5.6 milj. kr. í maí 1924 voru þessar tölur 18.5 milj. kr. og 7.1 milj. krónur. Noregur. Yfirlit yflr fjármál og atvinnumál Norð- raanna í maímáuuði frá norska aðalkon- súlnum. Seðlaumferð Noregsbanka minkaði um 4.8 milj. kr. í maí. Útlán og verðbrjefa- kaup minkuðu, en innskotsfje jókst. Við- skiftajöfnuður við erlenda banka ekki verið jafn hagkvæmur síðan í júlí 1920 Norska krónan hefur farið hækkandi. Sterlingspund var skráð að meðaltali í maí kr. 28.96, en 29.78 í apríl (31.50 í maí 1924). Meðalskráning á dollar í maí var kr. 5 97, en 6.21 í apríl og 7.23 í maí 1924. Stjórnin hefur samið um 30 miij. kr. lán heima fyrir með 6 % vöxtum. Enn- fremur hefur verið samið um 30 milj. doilara lán í Bandaríkjunum með 5’/a % vöxtum og á að útborgast með 963/4 %• Heildsöluverð lækkaði úr 273 niður í 262, og er lækkunin mest á matvörum, bæði úr jurta og dýraríkinu, járnvörur, steinvörur og vefnaðarvörur höfðu einnig lækkað nokkuð, en trjávörur nálega stað- ið í stað. Framfærslukostnaður lækkaði um 5 stig, Verslunarjöfnuður var betri í april en í mars. Það sem meira var flutt inn en út nam 34 2 rnilj. kr., en 40.3 milj. kr. í apríl í fyrra. Farmgjaldamarkaður er ennþá daufur, en þó lítið eitt betra útlit. Gæftaleysi hefur hamlað flskiveiðum við Finnmörk. Afl hefur verið góður og má telja árangurinn sæmilegan. Af þorski fengust 12.8 milj. st. i maí. 1924 var aflinn 17.8 milj. st. á sama tíma, en 1923 7.4 milj. st. og 1922 11.9 milj. st. Fiskveiðar við Álasund hafa gengið vel í maí. Aflinn numið 565.840 kr. (393.190 kr. 1924). Makrílaflinn hefur verið með minna móti, en verðið hefur verið hátt. Aflinn numið 890 þús. kr. (500 þús. kr. 1924). Nálega 29 þús. hl. af síld hafa aflast í Þrændalögum, Norðlandi og Mæri. Hefur hún mestmegnið verið seld til bræðslu á 10 til 20 kr. hl. Maiaflinn metinn hjer um bil 370 þús. kr. Atvinnulausratalan hefur heldur farið mínkandi í maí. Er talin í maílok 16.300 en 17.500 í apríllok.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.