Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 14

Verslunartíðindi - 01.07.1925, Blaðsíða 14
76 verslunartIðindi lög þesái tímabær, lýeir sjer í svari ráðs- ins, er það í febr. 1854 gaf utanríkisráðu- neytinu eftir beiðni þess, út af umsókn 4. íslenskra kaupmanra um að fá að sigla 4 erlendum skipum til Islands, en í um- sókn þessa var fljettað almennum athuga- semdum um verslunina á Islandi. I svari ráðsins segir svo: »að hinar miklu fram- farir, sem orðið hafi á verslunarsviðinu yfirleitt, hafi gjört það að verkum að óhjákvæmilegt sje að gjörbreyta verslun- arrekstrinum íslenska«, en ráðið bætir við: »að ekki sje ráðlegt að gefa öllu lausan tauminn strax vegna hinna mörgu dönsku kaupmanua, sem um 60 ára skeið hafa byrgt Island að neysluvörum og öðrum vörum. Þess vegna eigí frumvarpið frá 1854 þegar það væri orðið lög, ekki að öðlast gildi fyr en eftir hæfilegan tíma, en það var með þetta fyrir augum talið að vera 1. apríl 1855«. Nokkrar tölur mætti nefna, er sýna hve viðskifti Islands við önnur lönd hafa vax- ið ört á síðustu tímum. 1849 var viðskifta veltan 3 milj. kr., um aldamótin 22 milj. kr,, 1913 36 milj. kr. og 1924 um 140 milj. kr., og þar af um 80 milj. kr. út- flutningur og 60 milj. kr. innflutningur. Þó þess sje gætt að íbúatala Islands hefur aukist úr 60 þús. upp í hjer um bil 100 þús. frá 1850—1924, þá hafa erlendu viðskiftin samt aukist óvenjulega mikið, frá 60 upp í 1400 kr. á mann hvern, og er þessari síðari tala hlutfallslega stærri en nokkurstaðar annarstaðar í Evrópu. Þær spurningar er að sjálfsögðu snerta þennan fund eru, hvernig þessi viðskifti hafi farið fram, hverjar afurðirnar hafi verið, hvaða lönd hafi helst skifts vörum á við ísland og hvað helst beri að gera til þess að styðja að viðskiftum milli Dan- merkur og íslands. Eins og áður er getið um tóku hinir svonefndu »íslensku kaupmenn«, búsettir í Kaupmannahöfn, við versluninni, er ein- okunin hætti. Þeir höfðu sín verslunarbú á IsLandi og verslunarstjóra fyrir. Komu þeir, ef hægt var, á sumri h verju til eftir- iits. Þetta verslunarfyrirkomulag er skilj- anlegt, þegar þess er gætt, að Island var á þeim tírna fátækt og strjálbygt land og samgöngur á lágu stigi. Þessi verslunar- bú hafa ekki einungis verið arðvænleg, bæði eigendum og verslunarstjórum, held- ur hafa þau einnig haft fjárhagslega og menningarlega þýðingu. Þau hafa flutt erlendar vörur til neyslu og þau hafa kent Islendingum hvar helst væri mark- aðar að leita fyrir afurðir þeirra. Þessi dönsku verslunarhús voru mörg framan af, jafnvel um síðustu aldamót 60—70. Nú hefur sú tala lækkað, að minsta ko3ti um helming, en innlendum verslunuin aftur á móti fjölgað að mun. Aðalorsök þessa má telja, að íslandi hefur vaxið fjárhagslega fiskur um hrygg, og Islendingar því sjálfir viljað annast verslunarviðskifti sín við útlönd. Hafa þeir viða8t hvar tekið við af hinum gönolu, dönsku verslunarhúsum. Þá má einnig minnast á aðra breyt- ingu í verslunaraðferðinni. Ntrlægt 1880 fóru íslenskar umboðsverslanir að mynd- ast. Voru það búsettir menn hjer, sem unnu saman með sjálfstæðum íslenskum verslunum. Verslunaraðferðin var sú, að umboðsverslun útvegaði íslenskum kaup- mönnum vörur á vorin að láni, gegn því að hún fengi síðsumars eða á haustin íslenskar afurðir til sölu. Fjekk umboðs- verslunin þá ekki einungis þá peninga aftur, er hún hafði lagt út, heldur einnig rentur og umboðslaun, sem venjulega vou 2 %• Þess konar umboðsverslun á sjer enn þá víða stað og kemur sjer vel einkum á afskektum stöðum. Kaupmaður sem hef- ur þar 50—100 þúsund króna árlega við-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.