Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 13

Verslunartíðindi - 01.09.1925, Blaðsíða 13
VE RSLUNARTÍÐINDÍ 91 en í raun og veru má segja hið satna frá almennu sjónarmiði. Því bættar samgöng- ur á milli svo skyldra þjóða eins og Daua og íslendinga hljóta einnig að hafa mikla þýðingu í fjelagslegu og menningalegu til- liti. Þær koma þessum þjóðum i betra kynni. Þá geta menn betur heimsótt hverir aðra, og þá geta slík mót, sem vjer höldum nú komið að betri notum fyrir báða aðila. Þess vegna álít jeg gufuskipa- málið mjög þýðingarmikíð mál, sem ekki aðeins snerti þá, sem hafa beinan liagnað af því, heldur hefur það mikla almenna þýðiugu eins og jeg hef þegar tekið fram. Umrœður. Þá tók til máls alþm. Aug. Flygenring. Kvaðst hann sammála síðasta ræðumanni. Bættar samgöngur væri besta ráðið til þess að efla viðskiftin á milli landanna, og þær þyrfti því að fá, án þess að mjög mikið væri lagt í sölurnar. Fje- lögin, sem annast ferðirnar á milli Dan- merkur og Islands telja að þau fullnægi þörfinni og benda á reikninga sína, þegar rætt er um ódýrari ferðir. Gat ræðumað- ur þess, að Eimskipafjelagið yrði að gjalda saraa kaup nú og 1923, vegna þess að jafnaðarmannaflokkur væri á Islandi, er ekki spyrði um hvort fjelaginu væri þetta fjárhagslega um megn. Annars kvað hann það álitamál hvort ekki mætti haga flutn- ingunum á hagkvæmari hátt. Væri ekki þægilegt að þurfa 9 daga til ferðar, sem hægt væri að fara á fjórum dögum. Eitt- hvert skipanna þyrfti að fara beina ferð. — Kæmust slíkar ferðir á mundu margir íslendingar nota sumarleyfi sitt til Dan- merkurfarar, sem nú væri ekki hægt, vegna þess hve langan tíma það tæki. Sagði hann mjög þýðingarmikið að fá beint samband við Danmörku. Þar ætt- um vjer frændur og vini og leituðum þangað því fremur en til Bretlands og Noregs, sem lægu þó nær. Væri ekkert gert til þess að bæta úr samgöngunum, myndi þetta verða hagnýtt annarstaðar frá; t. d. auglýsti Noregur sig með góðu og ódýru sambandi. Beinar ferðir myndu hafa mikla þýðingu fyrir við3kiítin á milli Danmerkur og íslands. Annars taldi hann vafasamt að fjelögin tækju þetta að sjer, nema þau fengju styrk. íslendingum sagði hann, að mætti vera það mikið áhugamál, að fjelögin kæmu sjer saman um hagkvæm- ari ferðaáætlanir, en nú ætti sjer stað. Forsœtisráðh. Stauning sagði að stjórnirmi væru þessar beinu ferðir óhugamál og vildi styðja að þvi að þær kæmust á. Sagði kann að Hálfd. Henriksen fólksþingsmað- ur hefði borið þetta upp i þingi og stjórn- in tekið máiið að sjer. En gufuskipa- fjelögin ekki álitið þörf á þessari breyt- ingu, en lofað aftur á móti að koma sjer saman um ferðaáætlanir, að þær gæti orðið sem hagkvæmastar. Ráðherrann lofaði að lokum stjórnar- fylgi, en ekki neinum ákveðnum styrk. Um það kvað hann stjórn beggja land- anna þurfa að ræða. Ernst Meyer sagði að Grosserer-Soice- tetets Komite væri þetta einnig áhuga- mál. Kvað hann sjer þykja vænt um að ráðherrann hefði minst á styrkveitingu, því svo hefði hann skilið ræðu hans, að einhvers styrk væri að vænta, þó ekki væri gefið neitt ákveðið loforð. I fundarbyrjun næsta dags, gaf Garðat' Gíslason dálítið yfirlit yfír verslun íslend- inga á síðarí tíraum, jafnframt sem hann í lok ræðu sinnar vjek að lánsversluninni, sem eiginlega var fyrsta málið á dag- skránni. »Þegar á það er litið hve ísl. þjóðin er fámenn, er ekki ástæða til að ætla, að nokknrt verulegt kapp sje um verslun við hana; en við nánari athugun sjest að inn- og útflutningur er þar tiltölulega mjög mikill, sem stafar fyrst og fremst

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.