Verslunartíðindi - 01.04.1930, Qupperneq 7

Verslunartíðindi - 01.04.1930, Qupperneq 7
VERSLUNARTÍÐINDI 33 eru, því víðtækari og óbætanlegri er álitsrýrnunin. Ohætt má fullyrða það, að a. m. k. á þessari öld hefir engin bankastofnun eða samtaldar bankastofnanir í nokkru siðuðu landi — að undanteknu hjá sum- um af stríðsþjóðunum— getað haft hlut- fallslega svipuð áhrif á lánstraust þjóð- arinnar erlendis, eins og Islandsbanka- lokunin, hefði haft fyrir ísland, ef henni hefði verið að fullu framfylgt. — Hjer á landi voru og eru aðeins tveir bank- ar, svo sem kunnugt er. Samanlögð nið- urstaða á efnahagsreikningi þeirra, eftir bankareikn. pr. 31. des. 1928, er rúm- lega 104 milj. kr., þar af hjá íslands- banka rúmar 38,5 milj., eða tæp 40% af öllum bankaballance í landinu. Sam- eiginlegt eigið fje bankanna er í reikn- ingunum talið 7.5 milj. kr., þar af hjá íslandsbanka 4,5 milj. eða 60%. Vara- sjóðir fyrirfinnast ekki í íslenskum bankareikningum síðustu ára. Það segir sig því sjálft, að englnn einn banki erlendis, er nokkuð til ii’ka bundinn viðskiftalífi síns lands, bæði inn á við og út á við, eins og hvor bank- anna hjer fyrir sig. Þegar Land.smands- bankinn danski varð að loka, var það talin þjóðarógæfa. „Ballance" hans mið- að við sameiginlega „ballance" dönsku bankanna var þó ekki neitt svipað því, sem hjer um að ræða. Samt lagði ríkið hundruð miljóna í sölurnar, til þess að bjarga honum — Þegar Privatbankinn varð að loka sameinuðust allir flokkar og allir merkustu fjármálamenn lands- ins til þess að bjarga honum. Revisions- bankinn og Handelsbankinn, voru að vísu gerðir upp, en miðað við fjármagn annara banka þar í landi, voru þeir hvor um sig lítið stærri en t. d. útbúið á Eskifirði eða Seyðisfirði. Á þessu sjest hvað Danir hafa iagt í sölurnar, til þess að halda trausti sínu og virðingu erlendis, enda þykja dönsk verðbrjef, einhver hin tryggustu á er- lendum markaði, og þó hefði gjaldþrot Landmandsbankans ekki haft nein svip- uð áhrif á fjárhagsafstöðu þeirra og virð- ingu út á við, eða inn á við, eins og gjaldþrot Islandsbanka hlyti að hafa haft á afstöðu voru í báðar þessar áttir. En sem betur fór, tókst að afstýra því þjóðarböli, sem bankagjaldþrot hefði haft í för með sjer. Mun það síðar vega nokkuð ólíkt á metunum, sú vitleitni og sú fórnfýsi annarsvegar, er sýnd var, ekki síðar utan þings en innan, til þess að bjarga þessu máli, og hinsvegar það fyrirhyggjuleysi til viðreisnar eða jafn- vel öllu frekar það kapp, sem um skeið var lagt á að leggja allt í rústir. Vonandi verða afleiðingarnar af þess- ari bráðabirgðalokun, betri en við hefði mátt búast, og óefað óska allir Útvegs- bankanum hins besta gengis, þrátt fyrir þó um stofnun hans og stjórn hafi farið á annan veg, en margur myndi hafa kosið. Markaðsfrjettir. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins var fiskaflinn á öllu landinu í maí 251.882 skpd. miðað við fullþurkaðan fisk, en var á sama tíma í fyrra 228.938 skpd. Birgðirnar voru taldar á þessum sama tfma 200.828 skpd. en í fyrra 165.714 þur skpd. Fisksala hefir engin farið hjer fram fym hluta maí. Síðustu skeyti frá Miðjarðarhafslönd- um telja fiskbirgðir í Barcelona 700 smál, og verðið þar 103/107 pes. pr. 50

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.