Verslunartíðindi - 01.08.1930, Qupperneq 11

Verslunartíðindi - 01.08.1930, Qupperneq 11
VERSLUNARTIÐINDI 69 Atvinnuleysið í Amerku. Atvinnuleysið var mjög mikið í Amer- íku síðastliðinn vetur. Eftir kauphallar- hrunið í október voru ýmsar nefndir skipaðar til þess að ráða bót á þessu. Framleiðslunni átti að reyna að halda í sama horfinu, og yfirhöfuð var mikið um það talað, að leggja mikið í sölurn- ar, bæði af hálfu þess opinbera og frá einstaklingum. En eigi leið á löngu áður en það kom í ljós, að erfitt myndi og jafnvel ógjör- legt, að koma þessum ráðagerðum í framkvæmd. Að vísu er ekki hægt að segja um með vissu, hve atvinnuleysi er mikið í Ameríku, en gjört hefir verið ráð fyrir, að þar myndu ekki vera færri en 7—8 miljónir manna atvinnulausir. 1 einstaka borgum hefir þetta verið rannsakað. í Boston var til dæmis í aprílmánuði s. 1. 40 þús. atvinnulausir) af 400 þús. uppkomnum íbúum. Bendir þessi tala á það, að hjer sje mikil al- vara á ferðinni, og má geta þess til sam- anburðar, að í Þýskalandi eru atvinnu- lausir ekki taldir nema 5%, og er á- standið þar þó talið alvarlegast í Norð- urálfunni. 1 Cincinnati voru ca. 17 þús. atvinnulausir af 1/2 miljón íbúum, og í Chigaco er talið, að atvinnuleysi hafi aldrei verið meira en nú síðan 1914. Besta sönnun þess, að hjer sje með rjett farið, er það, að iðnaðarmenn í bæjunum eru farnir að snúa sjer að landbúnaðarvinnu. 1. apríl 1930 getur ,,Bureau oíf Agricultural Economics" þess, að framboð eftir landbúnaðar- vinnu hafi verið mun meiri en eftir- spurnin, í norðurríkjunum til dæmis 13% og í vesturríkjunum 21%. Síðan 1923 hefir kaupið þó ekki verið jafn lágt og nú; sumsstaðar í suðurríkjunum ekki nema 34 doll. á mánuði. Formaður American Federation of Labour skýrði svo nýlega frá, að at- vinnuleysistalan hefði stöðugt farið hækkandi síðan í ágúst í fyrra, og ekki útlit fyrir að þetta færi nokkuð batn- andi. En þrátt fyrir þetta er þó enginn áhugi fyrir atvinnuleysistryggingum, jafnvel þó ýmsir þjóðmegunarfræðingar telji þá leið heppilega. Eru Ameríku- menn hræddir um, að það muni hafa skaðleg áhrif á atvinnulífið, ef þær tryggingar verða almennar. Aftur á móti ræða menn þar ýmsar aðrar til- lögur með áhuga, svo sem 5 tíma vinnu- dag, að nota afgang af síðasta árs tekj- um til þess að styðja þessa árs fram- leiðslu, að mynda atvinnuleysissjóð og margt fleira. En alt þetta hefir orðið að litlu liði, því eins og áður hefir verið frá skýrt, fer atvinnuleysið vaxandi, og horfurnar alt annað en glæsilegar í þessa átt. (Úr Tidskrift for Industri). Tollbreytingar. Frá utanríkisráðuneytinu hefur kom- ið tilkynning um það, að aðflutnings- gjald á ísh ull hækki í Bandaríkjunum eftir nýju toll-lögunum frá 17. júní þ. á., og má sjá breytinguna á eftirfar- andi tölum: Tolllögin Tolllögin frá 1922 frá 1930 Ull in the grease or washed pr. Ibs. 12 cts.—18 cts. 24 cts. — scoured — — 24 — 27 — — on the skin — — 11 — 22 — — sorted — — 25 —

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.