Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 3

Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 3
P!ll)|[!ll!lllllll!llllllllllll!lll!li!lllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllinil!llll[llll!llllllllllimillllinil!lllllllllllll!llllllllllll>llllll!lllimilllllllllllllllllllilinini!)ll!ll!lllll!g VERSLUNARTIÐINDIl MÁNAÐARRIT. GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRÁÐI ÍSLANDS Verslunartíðindi koma ut einu sinni í mánuði, venjul. 12 blaðsíður. = Árgangurinn kostar kr. 4.50. — Ritstjórn og afgreiðsla: = Skrifstofa Verslunarráðs íslands, Eiinskipafjelagshúsinu. Talsími3694. Pósthólf 514. — Prentstaður: ísafoldarprentsmiðja hi. = n]ll!lllll!llil!llll!IIIIIj|||l!llllll!lllll]I!llllllllllllll!liii!íllllllllllll!llll!!IIIIIII!ll!lll!llilll!illl[|llllllllllllll!i!llllllilillllllllllllllllllllllllimilllj!lllll!IIlllil!llllliiil!lillll!IIÍH! 16. ár Apríl 1933. 4. tbl. Verslunarskólinn. Þegar liíið er á upphæðirnar, sem í fjár- iögum hafa verið veittar til skólamála á undanförnum árum, vekur það eftirtekt hve einkennilega verslunarstjettin hefir jafnan orðið útundan með opinberan styrk tii sinna sjermenntamála. Að vísu er það ekk- ert kynlegt, þó svo hafi farið á síðustu ár- um, þar sem fjárveitingavaldið var í hönd- um þess meiri hluta þingsins, sem litla sam- úð hefir haft með þessari stjett eða henn- ar málum, en hitt gegnir aftur á móti nokk- urri furðu, að hið sama skuli hafa átt sjer stað áður, á meðan þeir rjeðu lofum og lögum, er vænta mátti nokkurs velvilja af. En þar hefur sýnt sig einsog oft vill verða að velviljinn hefur ekki verið einhlýtur, eitt- hvað hefur vantað og það sem á hefur brostið er sennilega skilningur á málefninu, og kemur þar í rauninni fram fyrirbrigði, sem er þess vert að það sje athugað svo- lítið nánar. Þegar staðnæmst hefur verið í mennta- málafjárveitingu við Verslunarskóla íslands, þá er öllu líklegast að fyrir mönnum hafi vakað sú hugsun, sem mun vera hjer nokk- uð almenn, að hjer sje um einkaskóla að ræða, sem ekki sje á neinu flæðiskeri stadd- ur, þar sem að honum standi verslunar- stjett landsins og því síður en svo ástæða til þess að hlúa að honurn ineira eða bet- ur en gert hefur verið. Og ekki er ósenni- legt að nú sje bætt við: Versiunarskólinn hefir lafað hingað til ineð þessum lítilfjör- lega styrk, og hvað meira er, honum hefur að sögn, farið ekki svo lítið fram á þess- um síðustu tímum á ýmsan hátt, og því lítil ástæða til að láta meira af hendi rakna en minnst verður komist af með, því versi- unarstjettin hefur sýnt það, að hún hefur bæði vilja og getu til þess að gera skóla sinn sæmilega úr garði, að mestu upp á eigin spítur. En þessi skoðun, hve almenn sem hún kann að vera, er ekki svo lítið gölluð. Fyrst og fremst er það hrein vitleysa, að öll verslunarsjettin standi að Verslunarskól- anum. Frá upphafi hans og enn þann dag í dag er það ekki nema aðeins tiltölulega lítill hluti stjettarinnar, sem hefir stutt skól- ann með fjárframlögum, allur fjöldinn hefur, að líkum með áðurnefndum hugsunarhætti, litið svo á, að fyrst stuðningsmönnum skól- ans hefði tekist að koma honum áfram fram á þennan dag, þá muni líka vera óhætt að láta þá eina um það eftirleiðis. Þá kemur í öðru lagi fram sú veila i áðurnefndri skoðun að þó eitthvað hafi staðið af sjer storma, og þó jafnvel sje á einhver framfaravottur, þá felur það góða altaf í sjer möguleikana til þess að verða ennþá betra. Verslunarskólinn hefur komist

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.