Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 12

Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 12
38 VERSLtfNARTÍÐINDÍ aí síldin myndi ekki vera söltuð með við- eigandi salti, en notað Liverpoolsalt eða spanskt salt. 20. mars 1933. Utanríkísmálaráðuneytið hefir fengið eft- farandi upplýsingar frá aðalkonsúlatinu í Port au Prince, viðvikjandi möguleikum fyrir saltfisksölu á Haiti: »SaltfisksinnfIutningur er ca. 800 þús. kg. á ári, er nemur ca. 700 þús. gourdes. 80°/0 af þessum innflutningi kemur frá Bandríkjunum 10°/0 frá Kanada og afgang- urinn skiftist niður á önnur lönd. Banda- rikjamenn njóta þar þeirra hlunninda að samgöngur eru ágætar þar á milli og marg- ar skipsferðir á viku hverri á milli Banda- rikjanna og Haiti. Konsúlatið hefir orðið þess vart að upp á siðkastið hafa koinið nokkrar fisksendingar frá Noregi í »druins« ca. 200 lbs. ensk og í ks. ca. 100 lbs. ensk. Hafa þessar sendingar komið frá Osló via Amsterdam með skipum »Royal Nether- land s. s. Co.« Verðið á norska fiskinum er nokkru lægra en á þeim ameríska, sem er nú 14 a. doll. pr. 200 lbs. cif. Haiti. Toll- urinn er 0.30 gourdes pr. kg. brutto. Verslunarhúsið Ed. Esteve & Co. er salt- fisksinnflytjandi. Forstjóri þess, Edouard Esteve er formaður verslunarráðsins í Port au Prince, og er hægt að fá hjá honum allar nauðsynlegar upplýsingar viðvíkjandi þessum innflutningi. 21 mars 1933. Samkvæmt fregn frá utanríkismálaráðu- neytinu danska hefir með reglugerð frá 13. f. rn. verið ákveðið að innflutningurinn á saltaðri síld til Tjekkóslóvakíu skuli vera frjáls. 21. mars 1933 í fyrra vakti ráðuneytið athygli á því, að samkvæmt gildandi ákvæðum í Banda- ríkjum Ameríku skuli upprunalandsins á vörum frá íslandi getið á þann hátt, að á umbúðunum sje merkt »Product of Iceland« eða aðeins »Iceland« en nú hefir tollstjórn- in í Bandaríkjunum, að gefnu tilefni, skýrt frá, að þessum ákvæðutn hafi verið breytt, þannig að nú sje jafngilt, þó vörurnar sjeu merktar: »Iclandic«, »Iclandic Produce«, »Iclandic Product«, »Iclandic Origin« eða »Iclandic Production« aðeins að merkin sjeu nógu greinileg og varanleg. 21. mars 1933 Danska sendiráðið í Mexico hefir sent skýrslu um saltfiskssölumöguleika þar og eru í þeirri skýrslu eftirfarandi upplýsingar: Árið 1930 var flutt inn af þurkuðum og reyktum fiski (Bacalao seco o chumado) Frá Bandarikjunum Noregi .... Spáni........ Bretlandi . . . Belgíu....... Þýskalandi . . Frakklandi . . Lithauen . . . Honduras ... Japan ....... Svíþjóð .... magn kg. 237,964 — 127,72á — 13,759 — 12,663 — 2,490 — 2,458 — 1,798 — 1,378 208 4 — 2 kg. 400.452 verð pesos 184,170 67,443 11,130 — 8,883 1,382 — 1,452 — 878 — 803 — 137 5 — _________2 pesos 276,285 Skýrsla fyrir 1931 er enn ekki tilbúin, en sennilega lækka þessar tölur lítið eitt. Tollur á saltfiski, bæði með beinum og beinlausum er nú mex. pes. 0.35 pr. kg. legal. Að visu heitir það svo að 10 pes. mismunur sje á tollinum hvort fiskurinn er beinlaus eða ekki, en tollheimtumenn úrskurða hvort er, og vill fara svo í reynd- inni, að þessi mismunur kemur lítið fram, og má því segja að tollur sje yfirleitt 35 pes. pr. kg. legal (»legal« vigt, er vöru- þunginn pius umbúðum þeim, sem varan er í þ. e. fiskurinn með kassa). Mestur er innflutningur frá Bandaríkjun- um og Noregi. Neyslan er mest á hásljett- unni, en þó eitthvað í norðurhjeruðunum. Megnið af árinu fæst nægur fiskur, bæði í sjó og ám til þess að fullnægja eftirspurn- inni. Þann tíma, er þjóðin, sem er kaþólsk,

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.