Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 4
30
VERSLUN ARTÍÐINDI
af með litlum stuðningi frá hálfu þess opin-
bera og með engum stuðningi frá miklum
meirihluta kaupmannastjettarinnar sjálfrar,
og hann hefir þrátt fyrir þetta ekki einungis
haldið í horfi, heldur stigið stórt spor í
framfaraátt á þessum tveim siðustu vetr-
um eftir að hann komst í rúmbetri húsa-
kynni. En forsjármönnum skólans er það
ekki nóg að honum hafi farið fram, þeim
nægir það ekki eitt, að hann er nú talinn
góður sköli, þeir vilja gera hann ennþá
betri, en til þess skortir fje. Og forsjár-
mönnum skólans finst, að það standi eng-
um nær en því opinbera að verða hjer að
verulegu liði. Því þó Verslunarskólinn hafi
einsog áður er sagt, notið aðeins fárra
manna stuðnings, þá hefur hann þó eigi
,að síður verið jafnt til afnota fyrir alla.
Skólann hafa líka sótt unglingar úr öllum
stjettum þjóðfjelagsins, og að minnsta kosti
nú á síðustu árum, úr öllum stjórnmála-
flokkum. Það liggur því í hlutarins eðli, að
þegar afnot eru almenn, þá hvílir líka stuðn-
ingsskylda á því opinbera eða almennings-
sjóði.
Af ofangreindum ástæðum hefur því
skólaráð Verslunarskólans á ný reynt að
knýja á dyr fjárveitingavaldsins með beiðni
um eitthvað ríflegri styrk til skólans en að
undanförnu hefur verið veittur. Að visu
má segja, að það sje ekki heppilegur tími
með fjárbeiðni til hins opinbera nú á þess-
um erfiðleika árum; en þegar annarsvegar
er um sanngjörn tilmæli að ræða og hins-
vegar um nauðsynjamál, þá verður
álitamál, hvort þetta ætti ekki að standa
nær því að fá áheyrn en ýmislegt annað,
sem notið hefur og nýtur ennþá velvilja
þingsins og stuðnings af almannafje.
í áðurnefndu brjefi skólaráðsins til þings-
ins er ýmislegt tekið fram er mælir með
því að skólanum sje meiri sómi sýndur,
en gert hefur verið, og fer það brjef hjer
•á eftir, svo menn sjái hver rök skólaráðið
hefur þar fram að færa til stuðnings þess-
ari málaleitun sinni.
Reykjavik 14. marz 1933.
»Skölaráð Verslunarskóla íslands leyfir
sjer hjer með að sækja um það til hins
háa Alþingis, að styrkur sá, sem skólanum
er ætlaður af ríkisfje verði
1. miðaður við ákvæði 8. og 10. gr. laga
nr. 37 frá 14. júní 1929, um hjeraðs-
skóla, eða
2. að styrkur skólans verði á annan sann-
gjarnan hátt miðaður við nemenda —-
og kenslustundafjölda í hlutfalli við
aðra skóla, sem líkt stendur á um og
Verslunarskólann, eða loks
3. að styrkurinn til skólans verði hækkað-
ur þannig, að hann verði eins hár og
hann var 1922, 9000 kr.
Verslunarskóiinn er nú oiðinn einn af
stærstu framhaldsskólum landsins, ef ekki
sá stærsti, miðað við nemendafjölda og
kenslustundafjölda, en nýtur samt lægra
styrks en nokkur annar sambærilegur skóli,
sem ríkið styrkir. Hann fær nú af ríkisfje
einar 5000 kr. fyrir ca. 190 nemendur, sem
njóta 35—40 stunda kenslu á dag í 7 deild-
um, eða allt að 240 stunda kenslu á viku.
Til samanburðar má geta þess, að Menta-
skólinn í Reykjavík, sem er viðlíka mann-
margur og Verslunarskólinn, kostar ca. 130
þús. kr. á ári, og Samvinnuskólinn, sem
mun hafa ca. 50 nemendur í 2 deildum,
hefur sama styrk og Verslunarskólinn að
krónutali. En það jafngildir því hlutfalls-
lega, miðað við nemenda og kenslustunda-
fjölda að Verslunarskólinn njóti 8-10 sinn-
um lægri styrks en Samvinnuskólinn, þótt
baðir skólarnir sjeu sambærilegir að því
leyti, að þeir eru einkaskólar, sjerstaklega
ætlaðir verslunarfólki.
Verslunarskólinn hefur nú starfað í ca.
28 ár á vegum verslunarstjettarinnar, sem
allan þennan tíma hefur lagt skólanum