Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 8
34 VERSLUNARTÍÐINDI
Norski samningurinn.
I. kafli. Fiskiveiðahagsmunir Norðmanna
á íslandi.
1. grein. Hinar norsku sildarverksmiður, sem nú
eru á Islandi, er heimilt að reka áfram.
2. grein. Auk þess, sem íslenskum sildarverk-
smiðjum er almennt heimilt að kaupa við og við
nýja síld af erlendum fiskiskipum (að svo miklu
leyti sem þetta getur samrýmst j. gr. fiskiveiða-
laganna), er norsku síldarverksmiðjunum, sem
nefndar eru í 1. gr., heimilt að gera samninga, er
gilda ákveðið sildveiðatímabil, við eins mörg er-
lend fiskiskip eins og þær kynnu að óska, um
kaup á nýrri sild til bræðslu. Það síldarrnagn, sem
norsk verksmiðja tekur á móti samkvæmt slikum
samningum, að viðbættu því, sem verksmiðjan
kynni að kaupa við og við frá erlendum fiski-
skipum, má þó ekki samanlagt fara fram úr 60°/o
af bræðslusild verksmiðjunnar á því síldveiða-
timabili.
3. grein. Norskum sildveiðaskipum er heimilt
að þurrka og gera við veiðarfæri sín á Siglufjarð-
ar- og Akureyrarhöfn. Meðan á því stendur, skal
skipið, sem i hlut á, liggja við akkeri eða festar,
og hafa uppi merki, sem nánar verður ákveðið.
4. grein. Norskum síldveiðaskipum skal heimilt
að fara með veiðarfæri sin í land og gera við þau
á Akureyri og Siglufirði. Meðan á þvi stendur,
skal skip það, sem í hlut á, liggja við akkeri eða
festar, og hafa uppi nánar ákveðið merki.
5. grein. Norskum fiskiskipum er heimilt að nota
veiðibáta sína til flutninga og vatnstöku í Reykja-
vik, á ísafirði, Skagaströnd, Siglufirði, Krossanesi,
Akureyri, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Eskifirði, í Vest-
mannaeyjum og Hafnarfirði, en til vatnstöku þó
því aðeins, að það komi ekki í bága við einka-
rjett til afhendingar vatns.
6. grein Norskum fiskiskipum, sem afhenda ekki
sild til söltunar i móðurskip eða annað erlent skip,
skal heimilt að selja i land til söltunar alls 500
tunnur af reknetaskipi hverju og 700 tunnur af
snurpunótaskipi.
Fyrir norsk fiskiskip, senr uppfylla þetta skilyrði
og hnfa gert samning yfir síldveiðatímabil við
sildarverksmiðju á íslandi, hækkar þessi tunnutala
upp í 700 tunnur fyrir reknetaskip og 1200 tunnur
fyrir snurpunótaskip.
Ef þessi söluheimild verður afnumin eða tor-
velduð með sjerstökum lagaákæðum eða öðrum
fyrirmælum yfirvalda, getur norska stjómin, þrátt
fyrir ákvæði 18. greinar, hvenær sem er sagt upp
samningi þessum með 3ja mánaða fyrirvara.
7. grein. Norskum fiskiskipum, sem ekki láta af
hendi síld til söltunar í móðurskip eða annað
erlent skip, og hafa gert samning yfir sildveiða-
tímabil við síldarverksmiðju á íslandi, skal heimilt
að búlka afla sinn og það, sem til útgerðarinnar
þarf, á höfnunum á Siglufirði og Akureyri. Hlut-
aðeigandi hafnarsljórn skal fyrirfram tilkynnt, að
slik búlkun fari fram, og skipið, sem í hlut á, skal,
meðan á verkinu stendur, liggja við akkeri eða
festar og hafa uppi nánar ákveðið merki.
8. grein. Norsk fiskiskip greiða afgreiðslugjald
og vitagjald einungis þegar þau koma frá útlönd-
um.
9. grein. Það telst ekki viðkoma í útlöndum, er
síldveiðiskip hefir samband við annað skip utan
landhelgi, ef hið siðarnefnda skipíð hefir einnig
greitt lögboðin gjöld á íslandi á veiðitímanum,
og hefir ekki síðar haft samband við útlönd eða
við önnur skip, sem beint eða óbeint hafa haft
samband við útlönd eftir að hin lögboðnu gjöld
voru innt af hendi. Sýna ber skilríki fyrir þessu
frá skipstjóra hins skipsins.
10. grein. Nú varpar skip akkerum utan löggiltra
hafna, og greiðast þá ekki opinber gjöld, ef skip-
ið hefir ekki samband við land.
11. grein. Norsk fiskiskip, sem leita neyðarhafn-
ar á íslandi, skulu aðeins greiða venjuleg gjöld
fyrir tollskoðun og heilbrigðiseftirlit, og hafnsögu-
mannsgjöld- og hafnargjöld og þvílikt, aðeins ef
um slík afnot er að ræða.
12. grein. Norsk fiskiskip, sem geta sannað, að
þau hafi rekið inn í landhelgi vegna straums og
eða storms, skulu ekki sæta ákæru, ef það er Ijóst
af öllum atvikum, að þetta hafi ekki átt sjer stað
vegna stórkostlegs gáleysis eða ásetnings, í þeim
tilgangi að veiða eða verka aflann innan land-
helgi, enda sje þessu kippt í lag svo fljótt sem
auðið er.
13. grein. Ef norskt fiskiskip vill ekki greiða
sekt, heldur óskar að dómur gangi, skal skipinu
þegar sleppt, gegn geymslufjárgreiðslu, en ekki
haldið þar til dómur fellur.
II. kafli. Innflutningurinn á söÞuðu íslensku
kindakjöti til Noregs.
14. grein. Aðalinnflutningstollurinn ska! strax
lækkaður niður í 15 aura pr. kg.. að viðbættum
venjulegum viðaukum, fyrir innflutningsmagn, er
nemi allt að 13000 tunnum árið 1932—1933
15. grein, Eins fljótt og unnt er verður lagt fyrir