Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 7

Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 7
VERSLUNARTÍÐINDI 33 að lækkað verði gengi íslenskrar krónu, leyfir Verslunarráðið sjer að vekja athygli á nokkrum þeim atriðum, er beinlínis snerta verslunarstjettina, og sýna hve alvarlegar afleiðingar slík ráðstöfun mundi hafa fyrir hana. Eins og kunnugt er, hefur hin unga og lítt efnum búna verslunarstjett orðið að afla sjer veltufjár að miklu leyti hjá erlend- um viðskiftamönnum, því bæði er það að fjármagn bankanna hefur ekki nægt til þess að standa straum af versluninni, sem til síðasta tíma hefur farið sívaxandi, og hinsvegar hafa þeir, sem unnið hafa sjer trausts, oft komist að hagfeldari lánskjör- um erlendis. Hve miklar þessar erlendu verslunarskuldir eru, verður ekki sagt með vissu, en eftir hagskýrslum frá árinu 1930 voru þær þá um 13 milj. króna og munu vafalaust hafa aukist nokkuð síðan- Það er augljóst hve miklum erfiðleikum það myndi valda verslunarstjettinni, ef þessi þunga skuldabyrði yxi í hlutfalli við lækk- un á íslenskri mynt. Jafnframt er á það að líta, að kjörum verslunarstjettarinnar hefur verið tilfinnan- lega íþiyngt með innflutningshöftunum og gjaldeyristakmörkunum, er eftir því sem oss er kunnugt, höfðu að aðaltakmarki að bæta verslunarjöfnuðinn við útlönd og halda íslensku myntinni stöðugri gagnvart enskri mynt. Sú fórn, sem verslunarstjettin hefur þann- ig verið skylduð til þess að láta í tje, með atvinnu- og teknarýrnun, lántraustsspjöllum og veltufjártapi yrði þá ekki aðeins gagns- laus, heldur heinlinis til þess að leiða yfir verslunarstjettina það skulda- og ófrelsis- ástand, sem engum kaupsýslumanni er mögulegt að ráða við. Með tálmunum þeim, sem nú eru á versluninni, er stjettin næstum því neydd til þess að nota allt sitt erlenda gjaldtraust og stæði því varnarlaus, ef ráðstöfun yrði gjörð til þess að bæta á skuldasöfnunina með lækkuðu gengi krónunnar. Auk þess er gjaldtrausti verslunarsíjettarinnar og landsins stefnt í voða ef gildi íslensku krónunnar er breytt með stjórnarráðstöfun, þegar svo býður við að horfa. Væri þá heppilegra að öll höft á verslun og gengi yrðu þegar upphafin og hvorutveggja látið lúta hinum eðlilegu lögum um framboð og eftirspurn. Að skyndileg og veruleg krónulækkun myndi baka kaupsýslumönnum alment mik- ið beint tap, fær víst engum dulist, en hitt er aftur á móti ekki á nokkurs manns færi að sjá fyrir um óbeina tjónið, nje heldur að meía hvað af þessu samanlögðu getur hlotist. Hinni háttvirtu landstjóm er án efa vel kunnugt um þá erfiðleika, sem ísíenska verslunarstjettin hefur átt undanfarið og á ennþá við að stríða og hún veit að þol hennar til þess að geta starfað þjóðfjelag- inu til heilla, er takmörkum bundið. Smá- saman hefur þessari stjett tekist að ávinna sjer traust út á við fyrir heiðarleik í við- skiftum, og óneitanlega er þá gengið nærri sóma landsins, ef hún verður neydd til þess að glata því trausti að ineira eða minna leyti. í þessu erindi hefur Verslunarráðið að- eins haft þá hlið fyrir augum er að versl- unarmálum og að verslunarstjettinni snýr, en vitanlega kemur rnargt til greina, er allan almenning varðar, sem gjörir krónu- lækkunina mjög varhugaverða, þrátt fyrir þó innlend framleiðsla hefði af því einhvern stundarhagnað, ef sú lækkun næði að ganga frain með ró og friði, sem í raun og veru er engin trygging fyrir. Virðingarfyllst«.

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.