Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 9

Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 9
VERSLUN ARTÍÐINDI 35 Stórþingið frumvarp um lækkun á aðaltollinum niður í 10 aura pr. kg., og um heimild tii þess aö endurgreiða íslensku rikisstjórnininni mismun þess tolls, sem greiddur hefir verið, þ. e. 15 aura aðal- tolli pr. kg., og tollsins samkvæmt nýja aðaltoll- inum, í báðum tilfellum með venjulegum viðauk- um, og að því er snertir innflutniugsmagn, er nemi 13000 tunnum árið 1932—1933. 16 (jrein. Nýi aðaltollurinn, 10 aura pr. kg , skal gilda íramvegis um eftirfarandi innflutningsmagn af söltuðu íslensku kindakjöti: a) Árið 1933—’34 fyrir 11500 tunnur, en af þeim flytjist ekkert inn frá 1. júlí til 15. október, 8000 tunnur frá 16. október til 31. desember, og það, sem eftir er, frá 1. janúar til 30. júní. b) Árið 1934—’35 fyrir 10000 tunnur, en af þeim flytjist ekkert inn frá 1. júlí til 15. október, 7000 tunnur frá 16. október til 31. desember, og það, sem eftir er, frá 1. janúar til 30. júní. c) Árið 1935—'36 fyrir 8500 (unnur, en af þeim flytjist ekkert inn frá 1. júli til 15 október, 6000 tunnur frá 16. október til 31. desember, og það, sem eftir er, frá 1. janúar til 30. júní- d) Árið 1936—'37 fyrir 7000 tunnur, en af þeim flytjist ekkert inn frá 1. júlí til 15. október- 5000 tunnur frá 16. október til 31. desember, og það, sem eftir er, frá 1. janúar til 30. júní. e) Árið 1937—'38 og síðar fyrir 6000 tunnur, en af þeim flytjist ekkert inn frá 1. júlí til 15. október, 5000 tunnur frá 16. október til 31. desember og það, sem eftir er, frá 1. janúar til 30. júni. III. kafli. Gildistaka og uppsögn. 17. grein. Samningur þessi gengar í gildi og endurgreiðslan samkvæmt 15. grein fer fram. þeg- ar eftirfarandi skilyrði eru fyrir hendi: Þegar Stórþingiö hefir tekið ályktun I samræmi við 15. grein hjer á undan, þegar Alþingi hefir, ef með þarf, samþykkt nauð- synlegar breytingar á fiskiveiðalöggjöfinni, þegar samningum milli landanna hefir verið komið í lag, annaðhvort með afturköllun uppsagn- arinnar af íslands hálfu, eða með því að gera nýjan verslunar- og siglingasamning, er byggi á sömu meginreglum og samningar og yfirlýsingar, sem nú eru í giidi, en hefir verið sagt upp, og ekki seinna en 15. apríl 1933. 18. grein. Samningi þessu getur hvort rikið fyrir sig sagt upp með 6 mánaða f\ rirvara, þó þannig, að af íslands hálfu má ekki segja upp samningn- um þannig, að hann gangi úr gildi á tímabilinu 1. júní til 30. september, og frá Noregs hálfu ekki þannig, að hann gangi úr gildi á timabilinu 1. október til febrúarloka. Markaðsfrjettir. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins, var fiskafli á öllu landinu í marslok, 24881 smáL miðað við jiurkaðan fisk, en var á sama tíma í fyrra 16463 smál. Fiskbirgð- irnar voru taldar 1. april 22836 smál., en á sama tíma í fyrra 14047 smál. Þ. 19. apríl voru fiskbirgðir taldar í Barce- lona 1900 smál. Fiskverð hafði haldist ó- breytt í langan tíma 98/104 pes. f. 1. fl. fisk. Fiskbirgðir voru taldar í Bilbao um líkt leyti. 200 smál. af dönskum (fær.) fiski og 700 smál. af ísl. fiski. Verðið þá fyrir dansk- an 86/87 pes. pr. 50 kg. og 87/88 fyrir íslenskan fisk. í apríllok er fiskverð íalið i Genúa, 200 1. fyrir ísl. fullþurkaðan smáfisk, 145 1. fyrir ísl. saltaðan smáfisk, 165 1. fyrir þvæginn og pressaðan þorsk og 140 1. fyrir egta labradorfisk, allt miðað við 100 kg. í Oporto eru fiskbirgðir taldar um þetta leyti 1521 smál. Verðið 233 esc., fyrir dansk- an (fær.) og norskan fisk, 231 fyrir new- fondlenskan, 195 fyrir franskan og 223 esc. fyrir portúgalskan, allt miðað við 60 kg. í Lissabon voru fiskbirgðir taldar eftir miðjan apríl 126 smál, af norskum fiski, 369 srnál. af ísl. og 12 smál. af frönskum. Verðið þá fyrir ísl. fisk 230 esc. pr. 60 kg. og fyrir franskan fisk 290 esc. miðað við 100 kg. Undanfarið hefur hjer heima verið gefið ca. 80 krónur íyrir stórfisk, 79—80 fyrir millifisk og 21/22 aurar fyrir saltaðan fisk.

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.