Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 6

Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 6
32 VerslunartIðindí Svava Björnsson, Siglufirði. Sveinn Zoega, Reykjavík. Sæunn Jónsdóttir, Álafossi. Teitur Finnbogason, Reykjavík. Þráinn Sigurðsson, Siglufirði. Alls luku því að þessu sinni burtfara- prófi 42 nemendur, þar af tveir með fyrstu ágætis einkunn og 22 með fyrstu einkunn. Hæsta einkunn við burtfaraprófið hlaut Óskar A. Gíslason, 1221 stig og mun það vera hæsta einkunn, sem fengist hefur við burtfarapróf. Aðrar hæstu einkunnir voru: Þráinn Sigurðsson. 120 stig, Anna Þ. Líndal 117' stig, Ólafur Elísson 116 stig. Bergþór Þorvaldsson hlaut verðlaun skólans (silfur- bikar og bók) fyrir vjelritun. Nemendur skóians, sem útskrifuðust nú, gáfu skólan- um bikar, sem afhendast á síðan árlega besta bókfærslumanni skólans. Alls voru í skólanum í vetur 190 nemendur í 7 deild- um og var ein þeirra, eins og áður, kvöld- deild eða undirbúningsdeild undir fyrsta bekk. íslenska krónan. Stuttu eftir áramótin síðustu byrjaði sá orðrómur að ganga, að á meðal ýmsra megandi stjórnmálamanna væri sú skoð- un ríkjandi, að það mundi vera hagnaðar- mál fyrir íslenska framleiðslu og um leið fyrir ríkisbúskapinn og almenna velmegun, að lækka gengi ísleusku krónunnar. Þetta mál hefur að vísu ekki verið gert að veru- legu blaðamáli, en þó lítillega á það minst í einu eða tveim blöðum og ennfremur hefur það komið ti! umræðu á nokkrum þjóðmálafundum. En þar sem víöasthvar virtist anda kalt á móti þessu máli þar sem það bar á góma, og þar sem lítið hefur verið á þáð minst upp á síðkastið, lá næst að ætla, að það hefði lítið fylgi fengið og forvígismönnum þess því ekki þótt tiltækilegt að koma því lengra áleiðis. En nú virðist samt svo sem þetta gengis- iækkunarmál isl. krónunar sje ekki alveg kulnað út og ástæða til að ætla, að því verði haldið fram svo fljótt sem færi gefst til. Mönnum dettur svo margt í hug núna á þessum erfiðleika tímum, sem þeir ætla að miði til einhverrar viðreisnar, og það spretta svo mörg bjargráðin upp í þing- mannahöfuðunuin núna um þessar mundir, að það þarf engan að undra, þótt þarna fæðist eitt í viðbót og fái bráðum að skoða dagsins ljós, og það alveg jafnt fyrir þvi, þó gagnið eða bjargráðið virðist vera ærið mikið vafasamt. En sje þessu nú í raun og veru svo varið að ýmsum ráðandi mönnum sje full alvara með að reyna að koma gengislækkun ísl. krónunnar í framkvæmd, þá er illa farið, ef þar er ekki verið á verði og komið í veg fyrir að slíkt óhappaspor verði stigið. Og af þeim sökum minnast líka Verslunartíðindi á þetta mál, að þau álíta að menn eigi að vera þess minnugir, að »það er of seint að birgja brunninn þegar barnið er dot.tið ofan í«, og í annan stað hægara að verjast áföllum ef þau koma ekki með öllu á óvart. Þegar mest bar á þessnm gengislækkun- arröddum í vetur, tók Verslunarráðið þetta mál til athugunar og lýsti skoðun sinni á því, aðallega frá sjónarmiði verslunarstjett- arinnar, í brjefi er það ritaði stjórnarráðinu 1. mars s 1. Fer það brjef hjer á eftir, til þess sjerstaklega að benda mönnum á hvernig þetta mál horfir við þegar á það er litið með erlendum viðskiftum vorum fyrir augum. Reykjavík 1. mars 1933. »í tilefni af þeim orðrómi, blaðaummæl- um og fundarályktunum, er miða að því

x

Verslunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.