Verslunartíðindi - 01.04.1933, Side 13
VERSLUNARTÍÐINDI
39
neytir ekki kjöts er fiskneyslan meiri og
aðalinnflutningurinn þá mánuðina septem-
ber, janúar og febrúar.
Hvað útlit fiskjarins snertir, má segja,
að hann lí'ki því betur, eftir því sem hann
er hvítari. Ekki er sjerstök áhersla lögð á
stærð fiskjarins, en aftur á móti verða
kassarnir að hafa ákveðna þyngd. Yfirhöf-
uð vilja menn heldur beinlausan fisk. Ekki
eru neinar sjerstakar kröfur með þurkun-
ina, en innflytjendur segja þó, að því þur-
ari sem fiskurinn sje, því betur geymist
hann í hitanum. Venjulega er ameríski fisk-
urinn rakari en sá norski.
Ameríski fiskurinn er í trjekössum úr
hefluðum borðum 56X33X19 cm. Þyktin
á hliðunum er 1 cm., en á endum ca. 2
cm. Kassarnir eru negldir, og eru þeir úr
mjög hvítum viði. Fiskurinn er brotinn sam-
an og vafinn í pergamentpappír.
Utan um norska beinlausa fiskinn er ekki
vafinn pappir. Kassarnir eru heflaðir og
um 76X40X17 cm. Þeir eru ekki eins
nettir og Amerísku kassarnir. Blikkassar eru
ekki notaðir í umbúðir til Mexico, en ein-
stöku sinnum sjest þó saltfiskur í dósum,
og er þeim aðallega ætlað að fara til hita-
beltislandanna.
Heildsöluverð á beinlausum Ameríkufiski
(Silver King) er 5.50 a. doll. pr. ks. cif.
Veracruz. Smásöluverð í helstu verslunum
1.80 pecos pr. kg. Heildsöluverð á norsk-
um fisKÍ beinlausum er 3 a. doll. cif. Vera-
cruz, smásöluverðið 1.40—1.50 doll. pr. kg.
Verðið á norskum fiski með beíni er 3.25
—4 doll. fyrir smærri kassana, en 5—7
doll. fyrir þá stærri.
Söluskilmálar eru nokkuð mismunandi.
Venjulegast með 60—90 daga greiðslufresti.
Tilboðin eru í am. dollurum.
Hjer fer á eftir listi yfir helstu fiskinn-
flytjendurnar í Mexiko:
Abascal Hnos., Av Uruguay i Cruces, Mexico.
Jaques y Cia., Clemente Uruguay 95, Mexico.
Llano y Cia., S. en C., Rep. del Salvador49, Mexico.
Sotres Sordo y Cia S. en C., 5. de Febrero 39 Mexico.
Alverde Hnos., Av. Urguay y 5 a Jesus Maria, Mexico.
Pelaez Hnos., Mezones 82, Mexico.
Ramon Querra y Cia., »La Sevillana«, za Dolores
y Articulo 123, Mexico.
Manuel Echevarria, Rep. del Salvador 9,, Mexico.
Jose Ferrer y Cia Regina 70, Mexico.
Madariaga y Cobo, »Las Americas« 1 la Boliva y
la Boliva y la San Miquel, Mexico.
»La Puerta del Sol«, S. A. 16 Septimbre 12, Mexico.
V. quesada y Cia., Victoria 67, Mexico.
Brjefaskifti við þessi firmu, verða að fara
fram á spönsku.
Samkvæmt myntlögum frá 25. júlí 1931,
er Mexico fjell frá gullinnlausn, var gull-
peso ákveðinn jafn 49.85 am. cent. En jafn-
vel áður en myntlögin gengu í gildi var
pesoinn fallandi og gengi am. doll. hækkaði
mikið. Um tíma virtist svo sem silfur-peso-
inn myndi staðnæmast við 2,50 doll., en
hefur hækkað dálítið, en vitanlega verður
ekkert sagt hvernij fara kann um peso-
gengið.
Ef menn vilja leita nýs fiskmarkaðar í
Mexikó, er heppilegast að fá þar umboðs-
mann til þess að fara til hinna ýmsu versl-
unarhúsa og taka á móti pöntunum. Til
þess að kynna vöruna er nauðsynlegt, ekki
einungis að senda nokkra kassa til reynslu,
heldur einnig að láta umboðsmann fá dá-
litlar birgðir til umboðssölu.
Eftirfarandi upplýsingar geta, ef til vill,
komið að einhverju gagni: Samanvafði
ameríski fiskurinn er ekki eins þur og sá
norski. Innflytjendur segja að hann sje
ekki eins góður og norski tiskurinn, en
fólki líki hann samt betur, vegna þess að
hann er þykkari. Áður var mjög mikið flutt
inn af amerískum fiski, en úr þeim inn-
flutningi hefir dregið að mun vegna krepp-
unnar. Það er áríðandi, að varan sje svo
vel verkuð og vel útbúin að hún geti
geymst hjer lengi án þess að skemmast,
að síðari sendingar sjeu í engu lakari, en
það, er sent var til reynslu. Kassarnir
verða að vera vel heflaðir og eins hvítir
og unt er. Á hliðar og gafla á að brenni-