Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2018, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 17.09.2018, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 1 9 . T Ö L U B L A Ð 1 8 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 NÝTT! Nú eru allar 55 stöðvar Orkunnar þínar stöðvar. öflugur liðstyrkur H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 Fæst án lyfseðils Fréttablaðið í dag SKOÐUN Guðmundur Stein- grímsson skrifar um viðskipta- menn ársins. 9 SPORT Eden Hazard fór á kostum með Chelsea í 4-1 sigri á Cardiff. 14 TÍMAMÓT Samtök um bíllausan lífsstíl fagna tíu ára afmæli. 16 LÍFIÐ Ísey Heiðarsdóttir þykir sína snilldartakta í Víti í Vest- mannaeyjum. 22 PLÚS 2 SÉRBLÖÐ l FÓLK l  FASTEIGNABLAÐIÐ *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Lögregluþjónn bjargar barni af götum Hong Kong áður en hitabeltisstormurinn Mangkhut skall á borginni. Tugir týndu lífi þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Halldór ALMANNATRYGGINGAR Öryrkja- bandalag Íslands (ÖBÍ) krefst þess að Tryggingastofnun (TR) endur- skoði mál allra þeirra sem fá eða hafa fengið skertar bætur vegna fyrri búsetu erlendis í samræmi við nýlegt álit Umboðsmanns Alþingis. Í umræddu áliti kemst umboðs- maður að þeirri niðurstöðu að verklag Tryggingastofnunar vegna útreiknings á bótarétti sé ekki í sam- ræmi við lög og reglur. Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til umboðsmanns flutti til Danmerkur í kjölfar þess að hún fékk miklar skerðingar á lífeyris- greiðslum sínum. Á síðasta ári fengu um þrjú þús- und manns skertar örorku- eða elli- lífeyrisgreiðslur á síðasta ári vegna fyrri búsetu erlendis. Daníel Isebarn Ágústsson, lög- maður ÖBÍ, segir að TR eigi að hafa frumkvæði að því að umrædd mál verði tekin til endurskoðunar. Hann segir gríðarlega vinnu liggja að baki málinu hjá ÖBÍ. „Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðs- manni. Álitið er áfellisdómur yfir lagatúlkun og framkvæmd Trygg- ingastofnunar á þessum málum.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri TR, segir að umrætt mál sé meðal forgangsmála stofnunar- innar. „Þetta er ábending sem við tökum alvarlega og við erum að skoða þessar athugasemdir. Það er ekki komin nein niðurstaða þann- ig að við getum ekki breytt fram- kvæmdinni ennþá.“ Hún segir stofnunina vinna að þessu með vel- ferðarráðuneytinu og úrskurðar- nefnd velferðarmála. „Þetta er ekki einfalt mál. Það er misjafnt milli landa hvernig réttindin eru. Þessi kerfi eru líka alltaf að breytast og um leið réttindin milli landa.“ Þá segist hún geta tekið undir með umboðsmanni að lögin séu ekki nógu skýr. „Við þurfum að eiga sam- tal við umboðsmann um þetta mál. Ég bendi samt á að úrskurðarnefndin hefur aldrei gert athugasemdir við framkvæmdina.“ – sar / sjá síðu 4 Krefjast endurskoðunar á skerðingum Lögmaður Öryrkja- bandalagsins segir að Tryggingastofnun eigi að hafa frumkvæði að því að endurskoða lífeyris- greiðslur allra þeirra sem hlotið hafa skerðingu vegna fyrri búsetu er- lendis í samræmi við ný- legt álit umboðsmanns. FÓTBOLTI Stjarnan vann bikarmeist- aratitilinn í karlaflokki í fyrsta sinn í sögu félagsins um helgina eftir sigur á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni. Var þetta í þriðja skiptið sem Stjarnan leikur til úrslita og í annað sinn sem grípa þurfti til vítaspyrnu- keppni en nú höfðu Garðbæingar betur. Jóhann Laxdal, bakvörður Stjörnunnar, sagði að fagnaðarlætin hefðu ekki staðið lengi enda liðið í harðri baráttu um Íslands- meistaratitilinn á sama tíma. Hann segir titilinn vera afrakstur margra ára vinnu. Tekur tíma að byggja sigurhefð Þetta mál var rekið af miklum krafti fyrir umboðsmanni. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Jóhann Laxdal. – kpt / sjá síðu 12 1 7 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :4 8 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 D 7 -7 5 5 4 2 0 D 7 -7 4 1 8 2 0 D 7 -7 2 D C 2 0 D 7 -7 1 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.