Fréttablaðið - 17.09.2018, Page 39
KAUPTU
PEUGEOT S
ENDIBÍL Í S
EPTEMBER
MEÐ
300.000-50
0.000 KR. AF
SLÆTTI!
peugeotisland.is
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir opnar virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 8
Sími 515 7040
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
500.000 kr.
afsláttur
ALLT AÐ:
ALLT AÐ:
PARTNER TILBOÐ
SVERÐ FRÁ:
1.999.999
2.480.000 KR. ME
Ð VSK.
KR.
ÁN VSK.
EXPERT MILLILAN
GUR TILBOÐSVER
Ð FRÁ:
2.987.900
3.705.000 KR. ME
Ð VSK.
KR.
ÁN VSK.
EXPERT LANGUR
TILBOÐSVERÐ FR
Á:
3.036.290
3.765.000 KR. ME
Ð VSK.
KR.
ÁN VSK.
Peugeot_sendibilar_tilbod_5x15.indd 1 14/09/2018 14:37
FÓTBOLTI Albert Guðmundsson hjá
AZ Alkmaar og Kristófer Ingi Krist-
insson hjá Willem II skoruðu báðir
fyrstu mörk sín í hollensku efstu
deildinni um helgina. Það dugði ekki
liðum þeirra til sigurs heldur þurftu
báðir að sætta sig við jafntefli.
Albert var í byrjunarliði AZ
Alkmaar í fyrsta sinn eftir vista-
skipti frá PSV í sumar þegar AZ tók á
móti Feyenoord á heimavelli. Kom
hann liði sínu yfir á 4. mínútu leiks-
ins með snyrtilegu skoti og lék allan
leikinn en Feyenoord náði að taka
stig með sér heim til Rotterdam.
Á laugardaginn kom Kristófer inn
af bekknum þegar Willem II var 0-2
undir en hann skoraði og reyndist
það markið sem bjargaði stigi fyrir
Willem. Hann fékk
fyrstu tækifæri sín
hjá félaginu síðasta
vor og hefur verið á
bekknum í fyrstu
leikjum tímabilsins
en þetta var fyrsta
mark hans fyrir
aðalliðið.
– kpt
Kristófer og
Albert brutu
ísinn í Hollandi
Albert
Guð-
mundsson.
KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í körfubolta hóf undankeppni
EuroBasket 2021 á svekkjandi
þriggja stiga tapi 80-77 fyrir Portú-
gal ytra í gær. Var þetta fyrsti leikur
Íslands í riðlakeppninni en ásamt
Portúgal og Íslandi er Belgía í C-riðli.
Fer eitt lið áfram á lokastig undan-
keppninnar og er Portúgal efst og
eina liðið sem hefur leikið tvo leiki.
Næsti leikur Íslands er gegn Belgíu
í nóvember á heimavelli þar sem
Ísland þarf á sigri að halda.
Leikurinn var afar jafn í fyrri hálf-
leik, liðin skiptust á forskotinu og
náði Ísland mest fimm stiga forskoti
þó að Portúgal væri aldrei langt
undan. Náði Portúgal forskotinu
skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks og
ellefu stiga forskoti í upphafi fjórða
leikhluta eftir slæman leikkafla hjá
íslenska liðinu en Íslendingarnir
neituðu að gefast upp.
Gerðum of mörg mistök
Elvar Friðriksson og Kári Jóns-
son áttu stóran þátt í því að Ísland
komst aftur inn í leikinn og náði
forskotinu en á lokametrunum
sigu Portúgalar fram úr. Settu þeir
fjögur síðustu stig leiksins og unnu
nauman þriggja stiga sigur. Ísland
fékk gott færi til að komast yfir
þegar ellefu sekúndur voru eftir en
niður vildi boltinn ekki og með því
fóru möguleikar Íslands.
Þjálfari landsliðsins, Craig Peder-
sen, var skiljanlega hundsvekktur er
Fréttablaðið sló á þráðinn til hans
til Portúgals.
„Tilfinningin er ekki góð og ég er
afar vonsvikinn, við gerðum marga
jákvæða hluti í leiknum en gerðum
of mörg mistök til að vinna þennan
leik. Við vorum að tapa boltanum
á stöðum sem gáfu þeim auðveldar
körfur, það er óboðlegt að gefa
svona liði körfur þar sem þú getur
ekki varist þeim,“ sagði Craig og hélt
áfram:
„Í varnarleiknum vorum við
heldur ekki nægilega duglegir að
ýta þeim út til að aðstoða Tryggva.
Þeir fá stóra körfu upp úr sóknafrá-
kasti þar sem menn gleyma sér sem
má ekki gerast. Sú karfa gerði út af
við okkur, þar voru menn einfald-
lega ekki nógu beittir til að klára
leikinn. Þetta var leikur þar sem
smáatriðin skipta máli og ein sókn
gerði útslagið. Við þurftum eina
körfu til viðbótar og fengum færi til
þess en það vantaði herslumuninn.“
Ísland átti góðar rispur í sóknar-
leiknum. „Í sókninni vorum við að
fá fína möguleika, skapa okkur skot
sem við viljum fá en náðum ekki að
nýta þau nægilega vel.“
Það er ljóst að Ísland þarf helst að
vinna alla þrjá leikina sem eftir eru
til að komast áfram.
„Þeir eru með gott lið með leik-
menn úr frábærum liðum en við
sýndum það í dag að við getum
unnið Portúgal. Þetta er jafn og
spennandi riðill og það geta allir
unnið alla,“ sagði Craig og hélt
áfram:
„Þeir fengu færi til að vinna Belg-
íu, rétt eins og við fengum tæki-
færi til að vinna hér í Portúgal. Nú
verðum við að einbeita okkur að
Belgíuleiknum og verja heimavöll
okkar, við verðum að vinna þann
leik,“ sagði Craig svekktur að lokum.
Hann hefur nægan tíma til að fara
yfir hvað fór úrskeiðis enda næsti
leikur Íslands, gegn Belgíu á heima-
velli, ekki fyrr en í nóvember.
kristinnpall@frettabladid.is
Mistök kostuðu okkur leikinn
Íslenska körfuboltalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi þriggja stiga tap fyrir Portúgal í gær. Hann
tók ýmislegt jákvætt úr leiknum þrátt fyrir tapið en sagði að fjöldi mistaka liðsins hefði gert út um leikinn.
Martin Hermannsson fór fyrir liði Íslands í stigaskorun líkt og oft áður en hann var gríðarlega óheppinn að snið-
skot hans fór ekki niður sem hefði líklegast dugað Íslandi til sigurs á lokasekúndum leiksins. NORDICPHOTOS/GETTY
Stig Íslands: Martin Hermanns-
son 20/8 stoðsendingar, Tryggvi
Hlinason 15, Hörður Axel Vil-
hjálmsson 14, Elvar Már Friðriks-
son 11, Kári Jónsson 11, Kristófer
Acox 4, Hlynur Bæringsson 2/8
fráköst
PORTÚGAL
80
34
ÍSLAND
77
33
KÖRFUBOLTI Körfuboltalið Kefla-
víkur fékk gríðarlegan liðsstyrk
fyrir komandi tímabil þegar Mike
Craion skrifaði undir hjá félaginu.
Snýr hann aftur til Íslands eftir að
hafa leikið í Frakklandi undanfarin
ár. Staðfesti hann í samtali við
Karfan.is að hann væri búinn að
semja við Keflavík.
Lék hann í tvö ár með Keflavík
og tvö ár með KR á sínum tíma og
var einn besti leikmaður deildar-
innar. Vann hann tvo Íslands-
meistaratitla með KR og var með
22 stig og ellefu fráköst að meðal-
tali í leik. – kpt
Craion snýr
aftur í Keflavík
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 1 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8
1
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
D
7
-8
9
1
4
2
0
D
7
-8
7
D
8
2
0
D
7
-8
6
9
C
2
0
D
7
-8
5
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K