Fréttablaðið - 17.09.2018, Side 40
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is?
Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is.
Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot
Sveinn Gíslason
vélvirki
lést mánudaginn 10. september
síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 18. september kl. 15.
Þakkir eru færðar læknum og starfsfólki
taugalækningadeildar Landspítalans.
Sigrún Pálsdóttir
Hilmar Þórðarson
Páll Tómasson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Haraldur Gísli Sigfússon
fv. leigubifreiðarstjóri
frá Stóru-Hvalsá, Hrútafirði,
Álfheimum 44, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 11. september.
Útförin fer fram fimmtudaginn
20. september kl. 13 í Langholtskirkju.
Hreinn Haraldsson Ólöf Erna Adamsdóttir
Hanna Dóra Haraldsdóttir Bjarni Jón Agnarsson
Sigfús Birgir Haraldsson Hanna Jóhannsdóttir
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg móðir mín,
amma og langamma,
Helga Þórdís Benediktsdóttir
hjúkrunarfræðingur,
Stórholti 22,
lést á Droplaugarstöðum þann 30. ágúst
síðastliðinn. Útförin fer fram í kyrrþey.
Guðbjörg B. Petersen
Benedikt G. Ófeigsson Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir
Helga Þórdís og Hlynur Þorri
Það hefur verið mjög fram-sækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mik-ill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla
samtökin og setja þau í fastari skorður,“
segir Björn Hákon Sveinsson, formaður
Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Samtökin hafa verið rekin sem frjáls
félagasamtök en ekki haft fasta félaga-
skrá. „Við erum öflug samtök í dag en
það er enginn að greiða félagsgjöld. Það
getur líka verið erfiðara að sækja um
styrki þegar það er engin félagaskrá.“
Björn segir að allir séu velkomnir í
samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við
erum að vinna að því að fólk hafi val
um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér
almenningssamgöngur og hjólreiðar
en líka farið fótgangandi. Þetta tengist
mikið skipulagsmálunum. Það skiptir
miklu máli hvernig borgin og sveitar-
félög eru skipulögð.“
Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði
í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði
peninga og tíma og losnar við mikinn
streituvald. Við fjölskyldan erum með
rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus
í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnu-
staðnum. Í framtíðinni stefnum við að
því að verða alveg bíllaus.“
Núverandi vinnustaður Björns er á
Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum.
„Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get.
Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur
og þetta er líka spurning um hugarfar.
Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“
Á fundinum verður kynning á Bygg-
ingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl.
Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust
hverfi á Sjómannaskólareitnum við
Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti
nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög
gátu sótt um.
„Þessi hópur hefur unnið mikla vinna
við hönnun og skipulagningu hverfisins.
Þetta er mjög spennandi verkefni en það
kemur í ljós í október hver fær svæðið
úthlutað.“
Nýlega voru kynntar tillögur stjórn-
valda í loftslagsmálum. Meðal annars á
að banna nýskráningar bensín- og dísil-
bíla frá 2030 en einnig á að efla almenn-
ingssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru
mál sem við erum að skoða og munum
jafnvel álykta um á fundinum. Persónu-
lega er ég ekki hrifinn af boðum og
bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að
gera innviðina þannig að fólk hafi raun-
hæfan valkost við einkabílinn.“
sighvatur@frettabladid.is
Bíllaus fagna tíu ára starfi
Samtök um bíllausan lífsstíl fagna í dag tíu ára afmæli. Af því tilefni verður haldinn afmælis
aðalfundur á Kexi Hosteli klukkan 17.30. Björn Hákon Sveinsson, formaður samtakanna,
segir að fyrir tíu árum hafi þetta verið jaðarskoðanir en í dag séu þær orðnar mun almennari.
Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vill að fólk hafi val um ferðamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Við fjölskyldan erum
með rafmagnsbíl núna
en vorum alveg bíllaus í tvö og
hálft ár.
Merkisatburðir
1630 Borgin Boston í Bandaríkjunum er stofnuð af
breskum landnemum.
1631 Gústaf Adolf 2. Svíakonungur vinnur sigur á her-
sveitum Tillys í orrustunni við Breitenfeld.
1844 Fyrstu alþingiskosningar eru haldnar í Reykjavík.
Sveinbjörn Egilsson hlýtur flest atkvæði, 15, en neitar
þingsetu og því verður Árni Helgason þingmaður með 11
atkvæði.
1896 Eldur sést í hafi frá Landeyjum, suðvestur af Hellisey.
1966 Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla er formlega opnaður.
1988 Sumarólympíuleikar eru settir í Seoul í Suður-Kóreu.
1992 Landsbankinn tekur eignir Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga upp í skuldir og innlimar þar með Samvinnu-
bankann.
2001 Kauphöllin í New York opnar fyrir viðskipti á ný eftir
hryðjuverkin þann 11. september sama ár.
2011 Occupy Wall Street-hreyfingin formlega stofnuð í
New York-borg og mótmælir misskiptingu auðs.
Meðlimur Occupy Wall Street-hreyfingarinnar lætur í sér
heyra á götu í New York árið 2011. NORDICPHOTOS/GETTY
Vanessa Williams komst í sögubækur
þennan dag fyrir 35 árum þegar hún
var fyrst blökkukvenna krýnd Ungfrú
Ameríka. Í fyrsta skipti í sögu keppninnar
varð sigurvegarinn skotmark hótana og
hatursbréfa kynþáttahatara.
Tíu mánuðum eftir krýninguna var
Vanessu skýrt frá nektarmyndum
sem væru að fara í birtingu. Myndirnar
taldi hún vera í glatkistunni enda hefði
hún aldrei skrifað undir birtingarleyfi.
Tilurð myndanna má rekja til ársins
1982 þegar Vanessa vann sem förðunar-
fræðingur fyrir Tom Chiapel, ljósmyndara
í New York. Hann fékk Vanessu til að
sitja fyrir undir því yfirskini að prófa
ætti nýja tækni við skuggamyndatöku
með tveimur fyrirsætum, en Vanessu
myndaði hann með nakinni konu í mis-
munandi uppstillingum.
Myndirnar draga upp milda mynd af
ástalífi samkynhneigðra, sem var afar
umdeilt á þessum tíma. Hugh Hefner, út-
gefanda Playboy, voru boðnar myndirn-
ar til birtingar en hann afþakkaði. Seinna
sagði hann Playboy ekki hafa viljað valda
nýkrýndri Ungfrú Ameríku vandræðum,
því myndirnar hefðu greinilega verið
teknar án samþykkis til birtingar.
Nokkru síðar tilkynnti Bob Gucc ione,
útgefandi Penthouse, að hann hygðist
birta myndirnar í septemberheftinu
1984.
Eftir fjölmiðlafár jókst þrýstingur á
Vanessu að afsala sér krúnunni, sem
hún og gerði á blaðamannafundi 23. júlí
1984. Í september sama ár hóf hún
málsókn gegn Chiapel og Guccione,
en lét málið niður falla með orðunum:
„Sætasta hefndin er velgengni.“
Þ ETTA G E R Ð I ST : 1 7 . S E P T E M B E R 1 9 8 3
Fyrsta blökkukonan krýnd fegurðardrottning
Vanessa
Willams.
1 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R16 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
7
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
D
7
-8
E
0
4
2
0
D
7
-8
C
C
8
2
0
D
7
-8
B
8
C
2
0
D
7
-8
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
1
6
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K