Morgunblaðið - 05.06.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 05.06.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. 16 læknar sem menntaðir eru í 13 sérgreinum hafa fengið synj- un á ramma- samningi við Sjúkratrygging- ar Íslands. Þetta segir Þórarinn Guðnason, for- maður Lækna- félags Reykja- víkur. Hann segir ástandið alvarlegt, enda sé skortur á læknum í ýmsum sérgreinum, m.a. gigtlækn- ingum, hjartalækningum og tauga- lækningum. Eins og áður hefur komið fram telur Þórarinn að heil- brigðisyfirvöld hafi margbrotið rammasamning um sérfræðilækn- ingar með því að loka á nýja lækna. Með því sé verið að brjóta niður það kerfi sem læknar í einkarekstri og félagasamtök hafa byggt upp síð- ustu áratugi. Þórarinn segir að staðan sem upp er komin sé grafalvarleg, enda hafi 16 læknum nú þegar verið meinaður aðgangur að rammasamningnum. „Þessi samningur rennur út fljót- lega og það er búið að brjóta hann ítrekað. Það verður auðvitað til þess að sjúklingarnir fá ekki þjónustu,“ segir Þórarinn. veronika@mbl.is Staða sérfræði- lækna alvarleg Þórarinn Guðnason  Skortur á læknum í sérgreinum Vegna malbikunarframkvæmda í Reykjavík myndaðist talsverð stífla á Miklubraut í gær, sérstaklega á háannatíma. Ljósmyndari Morgunblaðsins festi á filmu umferðarteppu við gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar síð- degis. 120 metra langur kafli á Miklubraut við gatna- mót Kringlumýrarbrautar var malbikaður í gær og var Miklabraut þrengd í eina akrein meðan á framkvæmdunum stóð. Einnig var ein akrein malbikuð á Miklubraut frá brúnni yfir Skeiðarvog að brúnni yfir Reykjanesbraut og þrengt um tvær akreinar á meðan. Þá var beygjuakrein frá Miklubraut yfir á Kringlumýrarbraut fræst og malbikuð og gert við malbik við Ánanaust. Talsverðar tafir í umferðinni í Reykjavík í gær Morgunblaðið/Valli Bíll við bíl vegna malbikunar „Viðræður ganga vel og mér finnst okkur miða vel áfram,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, um viðræður Viðreisnar, Samfylkingar, VG og Pírata um myndum meiri- hluta í borginni. Í gær voru velferðarmál rædd auk þjónustu- og lýðræðis- mála, en fram undan eru viðræður um menntamál. Þórdís segir að enn hafi enginn stórvægi- legur málefnaágrein- ingur komið upp á milli flokkanna en þó sé áherslumunur í ákveðnum málum. „Það hefur ekki komið upp neinn sérstakur ágrein- ingur ennþá. Við erum að fara yfir málaflokkana hvern á fætur öðrum, en það eru auðvitað mis- munandi leiðir og aðferð- ir sem flokkarnir vilja fara eftir,“ segir Þórdís, sem telur ekki tímabært að gefa út hvenær viðræðunum ljúki. „Við erum ekkert búin að áætla það en það er mjög góður gangur í þessu. Þetta snýst fyrst og fremst um að vinna þetta rétt og örugglega,“ segir Þórdís, sem kveðst bjartsýn á framhald viðræðnanna. Spurð hvaða málaflokkar hafi nú þegar verið ræddir segist Þórdís ekki vilja gefa það upp. „Það er algjört trúnaðarmál hvernig við vinnum þetta þó að við höfum gefið út dagskrá gærdagsins. Ég hef áður sagt að við ætlum okkur að vanda til verka og gera þetta vel. Öll okkar einbeiting er á því,“ segir Þórdís. Líkt og áður hefur komið fram hafa engar við- ræður átt sér stað milli flokkanna um hvaða flokk- ur hreppir borgarstjórastólinn. Þórdís segir að það sé óbreytt og viðræður um það muni ekki eiga sér stað fyrr en sátt hefur náðst um málefnin. aronthordur@mbl.is Miðar vel í viðræðum í borginni  Enginn stórvægilegur málefnalegur ágreiningur Morgunblaðið/Hari Viðræður Forsvarsmenn flokkanna fjögurra hitt- ust í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í gær. Málefnin rædd » Forsvarsmenn flokkanna fund- uðu í Fjölbrauta- skólanum í Breið- holti milli klukkan 9 og 16 í gær. » Samhljómur á milli flokkanna » Borgarstjóra- stóllinn ræddur þegar sátt hefur náðst um málefni Meirihluti velferðarnefndar Alþing- is leggur til að frumvarp um raf- rettur og áfyllingar fyrir þær verði samþykkt með nokkrum breyt- ingum. Frumvarpinu er ætlað að setja skýrar reglur um sölu, mark- aðssetningu og notkun á rafrettum auk þess sem í því eru ákvæði um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu. Mikill áhugi virðist vera á málinu og margir láta sig það varða. Þann- ig gengu 17 einstaklingar á fund velferðarnefndar þegar rætt var um frumvarpið og alls bárust henni 69 umsagnir um það. Meðal þeirra breytinga sem nefndin leggur til er að hluti sölu- andvirðis rafrettna renni í lýð- heilsusjóð og rafrettur verði bann- aðar á veitinga- og skemmtistöðum. Þá verði bragðefni sem höfða sér- staklega til barna og unglinga bönnuð. Fengu 69 umsagnir um rafrettur  Verði bannaðar á skemmtistöðum „Það er útlit fyrir að veðrið verði gott í dag og á morgun. Það fer hins vegar að færast í aðra átt á fimmtudaginn og svo spáum við úrkomu á laugar- dag,“ segir Daníel Þorláksson, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands, um veðurhorfur næstu daga. Áfram er gert ráð fyrir góðu veðri í dag og á morgun, en hitatölur verða í kringum 10-12 gráður. Hæst verður hitastigið á Egilsstöðum í dag en þar er ráðgert að hitinn nái allt að 17 gráðum. „Í heild er spáin nokkuð góð og milt veður í kortunum um allt land fram eftir vikunni,“ segir Daníel. aronthordur@mbl.is Útlit fyrir gott veður í dag og á morgun Í Fossvogi Stúlkur tína blóm. Morgunblaðið/Hari „Ég fór yfir stöðuna með bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokks í gær,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, um myndun meirihluta í Kópavogi. Eins og áður hefur komið fram hafa nokkrir bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokks lýst yfir efasemdum um áframhaldandi samstarfi við BF Viðreisn. Nú er talið líklegast að flokkurinn fari í meirihluta- samstarf með Framsóknarflokki. Ármann segist lítið geta gefið upp að svo stöddu en línur eigi að skýr- ast síðar í dag. „Mér finnst líklegt að það komist einhver hreyfing á málið í dag. Við nýttum gærdaginn í að ræða málin, þannig að það ætti eitthvað að gerast í dag,“ segir Ár- mann, sem kveðst hafa verið ánægður með samstarf flokksins við BF Viðreisn á síðasta kjör- tímabili. Þá telji hann að almenn ánægja hafi ríkt með störf meiri- hlutans. aronthordur@mbl.is Fregna að vænta úr Kópavogi í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.