Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 4

Morgunblaðið - 05.06.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta er kortér í klárt,“ segir Gunn- ar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tækni hjá RÚV, í samtali við Morgun- blaðið vegna ábendingar um mynd- gæði ólínulegs efnis frá RÚV, sem áð- ur var kallað Sarpurinn. Samkvæmt ábendingunni eiga myndgæði ólínulegs myndefnis frá RÚV að vera talsvert minni í há- skerpusjónvarpstækjum en þegar horft er á sömu þætti þegar þeir eru á dagskrá. Haft var samband við sjónvarps- veitur Símans og Vodafone til að kanna málið, en þar fengust þau svör að ástæðuna væri að finna hjá RÚV, þar sem RÚV sendi mynd- efni sitt til þeirra á SD-formi eða í lágskerpu. Hjá sjónvarps- veitum Símans og Vodafone fengust þær upplýsingar að fyrirtækin hefðu í mörg ár haft tæknilegt bolmagn til að færa áskrifendum sínum sjón- varpsefni á HD-formi eða háskerpu og hefðu löngu látið tæknideild RÚV vita af því. Nýjustu myndlyklar og beinar væru stilltir til samræmis og Stöð tvö hefði lengi sýnt allt í há- skerpu, að sögn Björns Víglunds- sonar, framkvæmdastjóra Stöðvar tvö. Í dag væri jafnvel enn skarpari tækni að ryðja sér til rúms sem kall- ast 4K og hún ætti að vera átta sinn- um skarpari en háskerpa. Stöku er- lendir aðilar væru byrjaðir að nota þá tækni en engar sjónvarpsstöðvar hér- lendis. Báðir aðilar segjast geta fært áskrifendum með nýjustu gerðir há- skerpusjónvarpstækja bíómyndir sem eru framleiddar í þess konar myndgæðum. Gunnar Örn sagði að RÚV vildi vera í góðu samstarfi við sjónvarps- veiturnar og sendi eftirfarandi svar við fyrirspurn Morgunblaðsins: „RÚV uppfærði útsendingarkerfi sitt fyrir rúmu ári og sendir í kjölfarið allt út í HD-háskerpu. Strax eftir þá uppfærslu fórum við í að breyta og bæta innviði RÚV til samræmis við uppfærslu útsendingarkerfisins. Við dreifum samhliða efni fyrir vefsíðu okkar og leigur símafélaganna í hás- kerpu, en verið er að fasa út kerfi sem býr til lágskerpuefni. Við höfum verið í samstarfi við símafélögin síðasta ár- ið með að uppfæra upptökur í HD og er sú vinna mjög langt komin.“ Myndgæði lítil í Sarpi RÚV  Stöð tvö og sjónvarpsveiturnar hafa lengi getað fært áskrifendum háskerpu- myndefni  Uppfærsla kerfa hjá RÚV hófst fyrir um ári og er vel á veg komin RÚV Uppfærslu kerfa að ljúka. ’ Nýjar áherslur í málefnum barna með fjölþættan vanda gefa vænt- ingar um að tekið verði betur utan um þann hóp og fjölskyldur þeirra. […] Ákall er eftir auknu aðgengi, sérstak- lega ungs fólks, að sálfræðiþjónustu. Með því að efla þjónustu við þennan hóp og forvarnir á sviði geðheilbrigðis- mála drögum við úr vaxandi þörf sem heldur áfram að myndast sé ekkert að gert. Ásgerður K. Gylfadóttir, Framsóknarflokki ’ Við viljum áfram tilheyra fjöl- skyldu Norðurlanda og vera hluti hins norræna velferðarkerfis sem flestar þjóðir heims horfa til með að- dáun. Núverandi stjórnvöld stefna í aðra átt, í átt til einhvers konar frjáls- lyndisstefnu þar sem velferðin er skil- yrt með háum skerðingum og lágum frítekjumörkum. Guðjón Brjánsson, Samfylkingu ’ Það er ekki aðeins að nýir flokkar hafi komið fram á sjónarsviðið. Hinar hefðbundnu átakalínur á mörk- um hægri- og vinstriáss stjórnmálanna hafa nú vikið fyrir átökum milli alþjóðahyggju eða þjóðernishyggju. Frjálslyndis eða íhalds. Sú breyting skýrir kannski best tilurð núverandi ríkisstjórnarsamstarfs. Þorsteinn Víglundsson, Viðreisn ’ Þáverandi sjávarútvegsráðherra studdi það markmið, í viðtali við RÚV síðastliðið sumar, að veiðigjöldin yrðu miðuð við nýrri upplýsingar en verið hefur. Enda hefur þetta verið nokkuð almennt viðurkenndur galli á álagningunni. En núna tala forsvars- menn sama flokks eins og hér sé ægi- legt hneyksli á ferðinni. Sá málflutn- ingur stenst enga skoðun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokki. ’ Það er verið að tala um sumarfrí og það er verið að tala um gleði- legt sumar. Við sem hér erum inni getum örugglega talað um gleðilegt sumar. Við verðum ekki í neinum vandræðum að fljúga út um allan heim. […] Við höfum efni á því. En það er ekki það sama og við getum sagt um tugi þúsunda samlanda okk- ar, þegar við stöndum hér og segjum: „Góðir Íslendingar.“ Inga Sæland, Flokki fólksins Úr eldhúsdags- umræðum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Þingmenn stjórnarandstöðu skutu föstum skotum að ríkisstjórnar- flokkunum þremur í eldhúsdags- umræðum á Alþingi í gær. Þrír úr hverjum flokki fluttu ræðu, alls 24. Í brennidepli voru áform ríkis- stjórnarinnar um lækkun veiðigjalda og ólíkar hugsjónir flokkanna. Mála- miðlanir þeirra og stefna í velferð- armálum voru sérstaklega gagn- rýndar. Þingmenn ríkisstjórnar- flokkanna vörðust ásökunum minni- hlutans og vísuðu m.a. til þess að ábyrgð ríkisstjórnarinnar á stjórn- festu fælist í málamiðlunum í ríkis- stjórninni. Stjórnin sérhagsmunabandalag Oddný G. Harðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði ríkis- stjórnina bandalag um sérhagsmuni. Vísaði hún til ræðu Katrínar í eldhús- dagsumræðum fyrir ári um misskipt- ingu auðs og arð af auðlindum þjóðar- innar. Kvaðst hún hafa verið sammála Katrínu þá, en nú væri hún hrygg í ljósi áhrifaleysis hennar sem forsætisráðherra „sem kemur engu í gegnum ríkisstjórn sína í þessum efn- um“. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingar, sagði ríkis- stjórnarflokkana hafa misst tengingu við kjósendur sína, sérstaklega Vinstri-græn. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Miðflokks, sagði eldri stjórn- málaflokka en sinn eigin hafa fjar- lægst grunngildi sín og lagt meira upp úr því að tryggja sér stöður og stóla. Þannig flokkur yrði Mið- flokkurinn aldrei. Bergþór Ólason, flokksbróðir hans, sagði að sjaldan hefðu samskipti stjórnar við stjórnarandstöðu verið jafn snautleg og gagnrýndi hann tímasetningu veiðigjaldamálsins, sem lagt var fram á miðvikudag í síðustu viku. Komu stjórninni til varnar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, var einn þeirra sem komu ríkisstjórninni til varnar í ræðu sinni og sagði hana eina öfluga liðs- heild sem hefði skýra sýn á verkefnin og skuldbyndi sig til að vinna saman að þeim. „Á þessum forsendum vinnum við öll, allir ríkisstjórnarflokkarnir, og verðum að miðla málum og fórna minni hagsmunum fyrir meiri, fyrir þau brýnu forgangsverkefni sem við höfum einsett okkur að vinna að, fyrir hina sameiginlegu sýn,“ sagði hann. Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra kom Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra sérstaklega til varnar og sagði gagnrýni gegn henni ósmekklega og ómálefnalega. Sneri hann taflinu við og setti Við- reisn í stöðu VG með hliðsjón af and- stöðu VG við NATO. „Með því að gera aðild að ESB að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi væri Viðreisn dæmd til áhrifaleysis við stjórn landsmála,“ sagði hann, enda væri enginn áhugi á slíkri aðild hjá öðrum flokkum en Viðreisn og Samfylkingu. Ólafur Þór Magnússon, þingmaður Vinstri-grænna, sagði Vinstri-græn hafa verið gagnrýnd fyrir þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Við lítum hins vegar þannig á að með þátttök- unni öxlum við ábyrgð, tökum að okk- ur að bera hluta byrðanna og hafa áhrif á alla ákvarðanatöku.“ Föstum skotum var skotið  Hörð gagnrýni frá stjórnarandstöðunni  Stjórnin varði málamiðlanir og talaði fyrir stjórnfestu  Ræddu velferðarmál, hugsjónir ríkisstjórnarflokkanna og lækkun veiðigjalda  Skotið á Katrínu Morgunblaðið/Eggert Stjórnarliðar Þingmenn meirihlutans vörðust gagnrýni minnihluta, sem varð tíðrætt um þátttöku VG í stjórninni. Morgunblaðið/Eggert Ráðherra Þórdís Kolbrún sagði stjórnarandstöðuna þyrla upp ryki. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breyt- ingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Al- þingis í dag til fyrstu umræðu af þremur. Ljóst er að þinghöld tefjast, en þinglok voru áætluð á fimmtudag. Málið var lagt fram á miðvikudag í síðustu viku og náðist ekki samstaða um að málið fengi flýti- meðferð. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkis- stjórnarflokkana fyrir að hafa tilkynnt seint um málið og ýjað að því að þeir hafi ekki treyst sér til að leggja það fram fyrr en að sveitarstjórnarkosn- ingum loknum. Að lögum um veiðigjöld óbreyttum verður gjald ekki lagt á fyrir næsta fiskveiðiár, sem hefst 1. september nk., en í þingmálaskrá sjávarútvegs- ráðherra var gert ráð fyrir framlengingu gildis- tíma laganna til áramóta. Fyrir þinginu liggja einnig ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun. „Stórt og hápólitískt mál“ Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði í samtali við mbl.is í gær að stjórnarandstaðan þyrfti góðan tíma til að fara yfir málið, það væri hápólitískt, stórt og mikið. Að- spurð kvað hún stjórnarandstöðuna þó ekki ætla að tefja afgreiðslu þess. „Við vitum ekkert hvenær þessu þingi lýkur eða hvernig, við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum til að ræða málin,“ sagði hún. Þingmenn stjórnarandstöðu hafa gagnrýnt áform meirihluta atvinnuveganefndar. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisn- ar, sagði um helgina að engin rök væru fyrir lækk- un veiðigjalda, annað gæti gilt um sértækar að- gerðir fyrir smá fyrirtæki, en flöt lækkun væri gagnrýniverð. Ræða um veiðigjöldin í dag  Framlenging á störfum þingsins  Stjórnarandstaðan „tekur sér góðan tíma“ Atkvæðagreiðslu um nýjan kjara- samning Félags grunnskólakenn- ara lýkur klukkan 14 í dag. Á há- degi í gær höfðu 48,86% félags- manna kosið. Skrifað var undir samning grunnskólakennara og sveitar- félaganna hinn 26. maí. Samning- urinn kveður á um 4,1% launa- hækkun 1. júní og 150 þúsund kr. eingreiðslu 1. júlí næstkomandi. Launaflokkur bætist við eftir 20 ár í kennslu, eða við 50 ára aldur hjá þeim sem taka laun eftir lífaldri, frá og með 1. ágúst nk., vinnumatið fellur út og tími kennara til undir- búnings er aukinn. Þá er í samn- ingnum nýr menntunarkafli, sem er óbreyttur frá þeim samningi sem FG samdi um í mars sl., en félags- menn felldu þann samning í at- kvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslu kennara lýkur í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.