Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 10

Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 10
Kæran hafi komið á óvart Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Ár- neshrepps, segir að kæra til sýslu- mannsins á Vestfjörðum vegna gildis kjörskrár í hreppsnefndarkosning- unum í Árneshreppi á Ströndum hafi komið sér á óvart. „Ég frétti fyrst af þessari kæru í morgun,“ sagði Eva í samtali við Morgunblaðið í gær, „og ég viður- kenni það alveg, að kæran kom mér verulega á óvart. Persónulega sé ég engan flöt á því að kosningin í Árnes- hreppi hafi verið ólögmæt.“ Vilji meirihluta íbúa skýr Eva kveðst hafa gert sér vonir um að deilum vegna fyrirhugaðrar Hval- árvirkjunar væri lokið, með afger- andi niðurstöðum í hreppsnefndar- kosningunum. Skýr vilji meirihluta íbúa í Árneshreppi fyrir virkjun Hvalár hafi komið fram í niðurstöð- um kosninganna. „Ég ætla ekki að tjá mig efnislega um þessa kæru, heldur mun ég bíða þess hver verður niðurstaða þeirra þriggja lögmanna, sem sýslumaður- inn, Jónas Guðmundsson, hefur skipað til að taka afstöðu til kærunn- ar og úrskurða í þessu máli,“ sagði Eva. Eva sagði að hún hefði ekki lesið kæruna. Hún væri ekki lögfræðing- ur að mennt og hún myndi bara bíða niðurstöðu lögfræðinganefndarinnar áður en hún myndi tjá sig efnislega um málið.  Telur kosninguna hafa verið löglega Morgunblaðið/Golli Náttúrufegurð Náttúrufegurðin í Ársneshreppi á Ströndum er mikil. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Náttúruperlan og ættaróðalið Vig- ur í Ísafjarðardjúpi er til sölu. Salv- ar Baldursson, bóndi og annar íbúa eyjarinnar, er alinn þar upp og hef- ur haft þar búsetu nær alla sína tíð. „Við erum fjórði ættliðurinn hérna en við konan mín, Hugrún Magnús- dóttir, erum búin að vera í Vigur frá 1980.“ Á þeim tíma hafa þau haft búsetu í eynni allan ársins hring og siglt í kaupstað eftir þörf- um. „Þetta hefur verið starfstöðin okkar, þessi eyja, í hartnær 40 ár.“ Eyjan sögufræga er ein þriggja eyja á Ísafjarðardjúpi og liggur úti fyrir mynni Skötufjarðar og Hest- fjarðar. Næsti kaupstaður er Ísa- fjörður en þangað er hálftíma sigl- ing. Í Vigur var áður fyrr stund- aður heilsársbúskapur en nú eru þar engar kýr lengur. Þar eru þó enn nýtt hlunnindi, þ.e. æðarvarp, fuglatekja og einhver fjárbú- skapur. Ein helsta tekjulind eyj- arinnar í dag er ferðaþjónusta. Yfir sumarið heimsækir mikill fjöldi ferðamanna eyjuna og þjónusta þau hjónin allt að tíu þúsund gesti á sumri. Þar er í aðalhlutverki lund- inn sem margir ferðamenn sækjast í. „Maður verður að vera fullfrískur til að stunda þennan fjölbreytta bú- skap á svona stað, þetta er bæði mikil vinna í landi og svo þvælingur á sjó.“ Réttur tímapunktur Spurður um aðdraganda þess- arar ákvörðunar segir Salvar þetta einfaldlega rétti tímapunktinn. „Við erum að eldast og verðum ekki eilíf. Við viljum gera þetta núna meðan maður er fullfrískur og labbar frá þessu.“ Nokkrir eig- endur eru að Vigur og þar á meðal ættingjar Salvars. Þá hafi afkom- endur þeirra hjóna ekki hug á að taka við búskapnum og því enginn til að halda honum áfram. „Við tök- um þessa ákvörðun núna en svo má vera að maður sjái eftir einhverju, en það er eins og það er“. Salvar segist eiga von á breyt- ingum í lífi sínu við að yfirgefa eyjalífið. „Þetta verður öðruvísi líf hjá manni, þetta er mjög bindandi vinna. Við vitum til dæmis ekki hvernig er að fara í sumarfrí á sumrin,“ segir hann. Heilmikil tækifæri Salvar segist vona að áhugasamir skoði eyjuna með opnum hug. „Það eru heilmikil tækifæri í þessari eyju, við höfum verið að þessu í 40 ár og þá er maður ekki jafn nýj- ungagjarn og áður en það má vera að aðrir sjái ný tækifæri. Annars er þetta líka afskaplega góður staður til að búa á að mörgu leyti.“ Að- spurður hvað tekur við segir Salvar framtíðna óráðna. „Ætli við flytjum ekki eitthvað í land allavega, erum ekki komin lengra en það.“ „Afskaplega góður staður“  Ábúendur í Vigur hafa ákveðið að selja eyjuna eftir fjögurra kynslóða búsetu Ljósmynd/Úr eigu Salvars Baldurssonar Tímamót Vigurbóndinn Salvar hyggst flytja í land, en hann og aðrir eigendur hafa sett eyjuna á sölu. Hann og kona hans hafa búið þar í 38 ár. Ein helsta tekjulind eyjarskeggja síðustu ár hefur verið ferðaþjónusta. Ljósmynd/Davíð Ólafsson Náttúruperla Ferðamenn flykkjast í Vigur á sumrin, meðal annars til að koma auga á lundana sem þar búa. Ekki eru lengur kýr í eynni. Landhelgisgæslan varar sjófar- endur við óvenjulegri nálægð hafíss við Ísland. TF-SIF, flugvél Gæsl- unnar, hélt í eftirlitsflug í gær til þess að kanna stöðu hafíss við landið. „Leiðangurinn staðfesti að hafís er óvenju nærri landi. Næst var ís- inn 12,5 sjómílur norður af Hæla- víkurbjargi. Leiðangurinn staðfesti gervitunglamyndir og ískort frá dönsku veðurstofunni sem hafa gefið slíkt til kynna,“ sagði í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni í gær. Ljósmynd/Gísli Gíslason Borgarísjaki Myndin tengist frétt- inni ekki með beinum hætti. Varað við hafís Héraðssaksókn- ari hefur ákært karlmann um þrí- tugt, sem er frá Venesúela, fyrir stórfellt fíkni- efnalagabrot. Maðurinn flutti um eitt kíló af kókaíni innvortis frá borginni Zü- rich í Sviss hing- að til lands í febrúar síðastliðnum. Efnið var með 84% styrkleika. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Brot af þessu tagi varðar allt að 12 ára fangelsi. Ákærður fyrir að smygla kílói af kókaíni innvortis Kókaín Maðurinn flutti efnið hingað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.