Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 11

Morgunblaðið - 05.06.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2018 Íslenskar getraun- ir hafa lækkað verð á getrauna- röðinni úr 13 kr. í 12 kr. Lækkunin tekur gildi strax og er gerð með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ástæða lækkunarinnar er sú að Ís- lenskar getraunir eru í samstarfi við Sænsku getraunirnar – Svenska Spel – og kostar hver röð eina sænska krónu. Íslenskar getraunir selja röðina á svipuðu verði og Svíar þar sem vinningsupphæðir eru reiknaðar í sænskum krónum. Gengi sænsku krónunnar hefur lækkað undanfarið gagnvart íslenskri krónu og því er ráðist í þessa lækkun. Getraunaröðin lækkar í verði BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hækkun fasteignamats gæti gert íbúðareigendum kleift að endur- fjármagna lán á hagstæðari kjör- um. Áætlað verð- mæti eignanna, samkvæmt fast- eignamati, hefur enda aukist. Þetta segir Elvar Orri Hreinsson, hag- fræðingur hjá Íslandsbanka. Nýtt fast- eignamat var kynnt sl. föstu- dag. Samanlagt mat íbúða á öllu landinu hækkar um 12,7% milli ára og verður 5.727 milljarðar kr. Elvar Orri bendir á að fjármögn- un taki mið af fasteignamati. „Bankarnir lána í flestum tilfell- um upp að 70% af fasteignamatinu í hagstæðari íbúðalánsfjármögnun sem er kölluð a-fjármögnun. Við- bótarfjármögnun er svo á lakari kjörum. Það miðast allt við fast- eignamatið. Þannig að nú þegar fasteignamatið hefur hækkað tals- vert gefst einhverjum tækifæri til að endurfjármagna skuldir sem eru á lakari kjörum og fjármagna þá stærri hluta lánsins með a-láni,“ segir Elvar Orri. Plúsar og mínusar Elvar segir slíka heildarfjár- mögnun með a-láni geta verið hag- fellda fyrir neytendur. Á móti komi hærri fasteignagjöld. „Hagfelldari fjármögnun gæti aukið eftirspurn eftir lántöku sem eykur þá eftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði,“ segir Elvar Orri sem telur aðspurður að þeir hópar sem skulda mest á íbúðamarkaði muni hagnast mest á slíkri endurfjármögnun. Þeir séu enda líklegastir til að vera með stærstan hluta af sínum lánum í óhagfelldri b-fjármögnun. „Ég myndi ætla, án þess að hafa tölfræði yfir það, að þetta væru annars vegar aðilar í yngri kant- inum, sem hafa nýlega komið inn á íbúðamarkaðinn, og hins vegar að- ilar sem eru að reyna að komast inn á markaðinn og fyrirséð er að verði talsvert skuldsettir. Þessir hópar hafa svolítið misst af eigin- fjáraukningunni sem íbúðareig- endur hafa notið á undanförnum árum samhliða miklum hækkunum á íbúðaverði,“ segir Elvar Orri. Skorturinn knýr hækkanir Sem áður segir hækkar fast- eignamat íbúða um tæp 13% milli ára. Elvar Orri segir aðspurður mikinn mun á íbúðamarkaði nú og á árunum fyrir efnahagshrunið. „Skuldsetningin núna er ekkert í líkingu við skuldsetninguna fyrir hrun þegar íbúðaverðshækkanir voru að miklu leyti drifnar áfram af aukinni skuldsetningu. Að þessu sinni hafa íbúðaverðs- hækkanir í ríkari mæli verið drifn- ar áfram af launahækkunum og framboðsskorti íbúða,“ segir Elvar Orri. Hærra fasteignamat opni á hagstæðari íbúðalán  Hagfræðingur segir nýtt mat skapa tækifæri á endurfjármögnun íbúðalána Morgunblaðið/Ómar Á uppleið Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði mikið í fyrra. Hægt hefur á hækkunum í ár. Fasteignamatið hækkar milli ára. Elvar Orri Hreinsson 3.844 4.234 4.980 5.727 Fasteignamat íbúða Milljarðar kr. +390 +746 +747 2016 2017 2018 2019 Heimild: Þjóðskrá Íslands Þrír bátar á strandveiðum komu með yfir 10 tonn að landi í maímánuði. Grímur AK frá Akranesi reri á A- svæði, sem nær frá Arnarstapa í Súðavík, og var aflahæstur með rúm- lega 12 tonn, Birta SU frá Djúpavogi var með 11,3 tonn og Lundey ÞH frá Húsavík með rúmlega 10 tonn. Síðar- nefndu bátarnir tveir róa á C-svæði, sem nær frá Húsavík til Djúpavogs. Alls náði 41 strandveiðibátur tólf veiðidögum í maí, en það er mesti mögulegi róðrafjöldi í einum mánuði á fjögurra mánaða strandveiðitímabili. Í mánuðinum veiddust 1.906 tonn en 2.095 tonn í maí í fyrra og er maíaflinn nú 18,7% af 10.200 tonna viðmiði sumarsins. 418 bátar eru byrjaðir á strand- veiðum, en þeir voru 471 á sama tíma í fyrra. Flestir eru bátarnir á A-svæði eða 178, en það er fækkun um 15 frá síðasta ári. Einnig fækkar bátum á B- og C-svæðum, en á D-svæði frá Höfn í Borgarnes hefur bátum fjölgað um tíu frá síðasta ári og eru þeir nú 104. Ekki er ólíklegt að bátum á strand- veiðum fjölgi á næstunni. Á A-svæði er langmestur meðalafli í róðri eða 694 kíló, en minnstur á B- svæði frá Norðurfirði til Grenivíkur þar sem meðalaflinn er 550 kíló í róðri. Á C- og D-svæðum er meðal- aflinn um 525 kíló. Því var fagnað á heimasíðu Lands- sambands smábátaeigenda í síðustu viku að verð á mörkuðum hefði hækk- að. Í gær var meðalverð fyrir kíló af óslægðum þorski tæplega 290 krónur. aij@mbl.is Hækkun Verð fyrir góðan þorsk hefur hækkað á fiskmörkuðum. Þrír með yfir 10 tonn á strand- veiðum í maí  Mestur meðalafli á A-svæðinu Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu Ég lifði af Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 5.990 Str. S-XXL Litir: blátt og hvítt Kvart-galla leggings

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.